Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 2
2 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Jón Reynir, áttu hauk í horni í bílskúrnum? „Ég átti hann þar, en nú er hann farinn. En ég á víða hauk í horni.“ Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari MÍ, fékk smyril í heimsókn í bílskúrinn til sín um helgina. Hann dvaldi þar yfir nótt en er nú farinn. 527 040 REYKJAVÍK Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur lagst gegn því að Kaffi Stígur fái óbreytt rekstr- arleyfi. Lögreglan tekur ákvörðun byggða á umsögn nefndarinnar og segist bundin af henni. Í umsögn nefndarinnar kemur fram að hrein- læti á staðnum hafi verið ábótavant og nágrannar telji sig verða fyrir miklu ónæði af starfseminni. Margoft hafi verið kvartað yfir staðnum. Staðurinn er með leyfi í flokki III, í hverjum eru umfangsmiklir áfengisveitingastaðir. Heil- brigðisnefnd hefur bent eiganda á að hann geti breytt rekstri staðarins þannig að hann falli undir flokk I, verði staður án áfengisveitinga. Hjálmar Hermannsson, eigandi Kaffi Stígs, segir ekkert til í því að mikið ónæði sé af staðnum og gefur lítið fyrir kvartanir nágranna. Hann segir ásakanir um óþrif skýrast af því að þegar eftirlitið kom hafi hann átt eftir að fara með kassa og flöskur eftir helgina, líkt og hann geri alltaf. Ekkert tillit hafi verið tekið til þess. „Það er búið að leggja mann í hálfgert einelti hérna af nágrönnunum. Auðvitað fer fólk út að reykja hér eins og annars staðar. Við hverju bjóst þetta fólk þegar það tók ákvörðun um reykinga- bann? Nær væri að ég fengi að stúka af aðstöðu þar svo gestir mínir geti reykt inni,“ segir Hjálmar. Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Hjálmars, segir engin lagaleg rök fyrir synjun á rekstrar- leyfi. „Það hefur ekkert breyst í rekstri staðarins sem réttlætir synjun leyfis. Reksturinn hefur verið í gangi í fjórtán ár og við sjáum því ekki að niðurstaðan verði önnur en að hann fái leyfi,“ segir Stefán. Heiða Gestsdóttir, hjá leyfadeild lögreglunnar, segir að niðurstaða komist í málið á næstu vikum. Umsagnir lögbundinna aðila séu nú í kynningu hjá eigandanum og hann hafi rétt til andmæla. Heiða segir umsagnirnar bindandi og nóg sé að ein sé neikvæð til að leyfi verði hafnað. Þó geti komið fram andmæli sem tillit sé tekið til. Hjálmar segir að fái hann ekki leyfið fari hann einfaldlega á hausinn. „Ég keypti húsnæðið og get þá ekki rekið bar í því og verð atvinnulaus. Mér finnst hart ef á að sækja að þessum hóp sem hér er. Ég afgreiði aldrei dópista; hér eru bara venjulegar fyllibyttur. Einhvers staðar verða þær að vera.“ kolbeinn@frettabladid.is Leggja til að Kaffi Stígur verði vínlaus Heilbrigðisnefnd leggur til að Kaffi Stígur verði áfengislaus veitingastaður. Eigandinn segir það munu setja sig á hausinn og kennir reykingabanni um fjöl- margar kvartanir frá nágrönnum. Fyllibyttur þurfi sinn stað eins og aðrir. SEGIST FARA Á HAUSINN Hjálmar segist fara á hausinn fái hann ekkert leyfi. Á Kaffi Stíg séu bara venjulegar fyllibyttur sem einhvers staðar þurfi að fá að drekka. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN VIÐSKIPTI „Það er alveg ljóst að gjaldþrotum hefur fjölgað veru- lega. Það eru allar líkur til þess að þeim fjölgi enn meira út þetta ár. Afleiðingarnar eru ekki almenni- lega komnar í ljós ennþá. Gjald- þrot munu ekki koma inn af fullri hörku fyrr en í haust því það er það stutt síðan hægja fór á efna- hagslífinu,“ segir Haukur Örn Birgisson, héraðsdómslögmaður og eigandi Ergo lögmanna. Lögmenn hafa fundið fyrir aukningu innkallana síðustu vikur. 200 fyrirtæki eru á kröfu- fresti næstu tvo mánuði. Haukur segir að flest fyrirtækj- anna séu einstaklingsfyrirtæki. „Fyrirtæki eiga orðið erfitt með að fjármagna lán sem tekinn voru fyrir rekstri. Rekstrarforsendur eru að bregðast hjá mörgum eins og staðan er í dag,“ segir hann. Haukur telur þó að afleiðingar af þrengingunum séu ekki að fullu farnar að sjást. „Það tekur tíma fyrir félög að fara í þrot. Jafnvel mánuði eða ár. Afleiðing- ar af því að það sé farið að drag- ast saman koma ekki í ljós fyrr en á haustmánuðum,“ segir hann. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir auknum gjaldþrotum nú á vormánuðum. „Fyrirtæki geta ekki staðið við þær fjárskuldbindingar sem þau eru búin að taka á sig. Þar af leið- andi fara fjármálafyrirtæki að óska eftir auknum veðum eða tryggingum sem félögin geta síðan ekki staðið við,“ segir hann. Ofan á þetta bætist síðan að framleiðsla og þjónusta dragast saman þar sem eftirspurn eftir þeim minnkar. -as Gjaldþrotum hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði: Gjaldþrotahrinu spáð í haust Á EFTIR AÐ VERSNA Þrátt fyrir aukningu gjaldþrota á þeim eftir að fjölga enn frekar í haust. Byggingafyrirtæki hafa sem dæmi yfirleitt góða verkefnastöðu yfir sumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SLYS Fisvél fór á hvolf þegar henni var lent í Hornvík við Hornstrand- ir um klukkan fjögur í gær. Tveir menn voru í vélinni en þeir meiddust ekki. Að sögn Landhelgisgæslunnar var haft samband við áhöfnina á bátnum Sædísi sem var í Norður- firði og sigldi hún í Hornvík og vitjaði um mennina. Síðan fóru björgunarsveitarmenn og lögreglu- menn á bátnum Gunnari Friðriks- syni frá Ísafirði og náðu í mennina þangað. - jse Engan sakaði í flugslysi: Fisvél á hvolfi SLYS Hannes Óskarsson, bílstjóri Íslandspósts í Ísafjarðarbæ, var hætt kominn í fyrradag þegar hann var að aka um Óshlíð en þá fékk hann stóran hnullung framan á bílinn. „Það var þokuslæðingur svo skyggnið var slæmt,“ segir hann, „en ég var á um 75 kílómetra hraða þegar ég sé einhverja hreyfingu og slæ þá af en það var of seint svo steinninn lenti á framhliðinni á bílnum og skall svo við afturhjólið. Afturdekkið sem og felgan eru ónýt og svo er bílinn nokkuð rispaður.“ Þegar steinninn lenti á bílnum fór Hannes yfir á hinn vegar- helminginn en til allrar lukku var engin umferð þar. Hannes segist þó ekki bera beyg í brjósti þegar hann fari um Óshlíð en hins vegar muni hann fagna því þegar göngin verði tilbúinn árið 2010. - jse Pósturinn á Ísafirði: Hætt kominn í Óshlíðinni HANNES ÓSKARSSON Óshlíðin getur verið varasöm, því fékk pósturinn að kynnast sem er þó hvergi banginn. ÖRYGGISMÁL Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, hefur verið falið að kanna möguleikana á því að semja við einkafyrirtæki um hverfisgæslu þar í bæ. Haraldur segir þetta þó ekki til komið vegna illrar nauðsynjar. „Það hefur ekki verið neitt meira um innbrot nú en áður, við viljum aðeins kanna það hvort við getum ekki bætt enn frekar þjónustuna við bæjarbúa,“ segir hann. Ef af verður mun Mosfellsbær verða þriðja bæjarfélagið til að taka þetta skref en á Seltjarnarnesi hefur þetta verið reynt með góðum árangri og nýlega var samþykkt að fara þessa leið í Kópavogi. - jse Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ: Íhuga að ráða hverfisgæslu HEILBRIGÐISMÁL Fjórar kærur hafa borist umhverfisráðuneytinu vegna starfsleyfisveitingar Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands til handa fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn. Leyfið var veitt 13. júní síðastlið- inn en nokkur styr hefur staðið milli sveitarfélagsins Ölfuss, fyrirtækja og íbúa í sveitarfélaginu annars vegar og forsvarsmanna Lýsis hins vegar um starfsemina. Hefur helst verið rætt um lyktarmengun og hugsanlegar leiðir til að draga úr henni. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi, staðfestir að sveitarfélagið sé meðal kærenda en hjá umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að aðrir kærendur væru einstaklingar. „Stjórnsýslan er ekki þannig að við gerum okkur vonir um að eitthvað gerist fyrir áramót,“ segir Ólafur Áki. - ovd Starfsleyfi fiskþurrkunar Lýsis: Fjórar kærur bor- ist ráðuneytinu FISKÞURRKUN LÝSIS Í ÞORLÁKSHÖFN Nokkur styr hefur staðið um rekstur fiskþurrkunar Lýsis í Þorlákshöfn. MYND/GKS SAMGÖNGUR „Það er fásinna að skylda okkur til að klæðast fatnaði sem enginn veit hver er,“ segir Sylvía Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna. Bifhjólafólk á að klæðast viður- kenndum lágmarkshlífðarfatnaði lögum samkvæmt. Unnið er að reglugerð um hvað teljist viður- kenndur fatnaður í samgöngu- ráðuneytinu að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra. „Við teljum vonlaust fyrir lög- reglu að fylgja slíkri reglugerð eftir þar sem hún getur með engu móti séð hvort galli er viðurkennd- ur hlífðarfatnaður eða tískuvara,“ segir Sylvía. „Ég sé ekki hvernig hægt verði að stöðva hvern einasta bifhjóla- mann og láta hann fletta niður um sig til að sýna lögreglu hvort ákveðnar merkingar séu til stað- ar.“ Sylvía segir að Sniglarnir leggi þó mikla áherslu á að bifhjólafólk sé vel búið. „Fólk á að klæða sig fyrir fallið, ekki ferðina.“ Sylvía segir mikið forvarnar- starf fólgið í því að koma öllum í galla. „Við hefðum vilja sjá um það starf innan klúbbanna í stað þess að setja í landslög,“ segir Sylvía. „Við vitum hvergi til þess að slík lög hafi verið sett.“ „Við erum að enn að vinna í að ákvarða hvað telst viðurkenndur búnaður,“ segir Ragnhildur. „Til þess höfum við meðal annars fund- að með Sniglunum.“ - ht Bifhjólafólki gert að klæðast viðurkenndum lágmarkshlífðarfatnaði: Bifhjólafólk ósátt við fatalög Í HLÍFÐARFATNAÐI Sniglarnir vilja sjálfir sinna forvarnarstarfi til að koma félags- mönnum í galla í stað þess að það sé bundið í lög. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Hafi hemil á mótmælum Ríkisstjórn Kína hefur beint því til staðbundinna stjórnvalda að bregðast betur við kvörtunum frá fólki til að hindra frekari mótmæli fyrir Ólympíu- leikana í næsta mánuði. Nokkur mót- mæli hafa verið síðustu vikur í Kína vegna ósættis með stjórnvöld. KÍNA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.