Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 18
18 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Starfsnám presta Narfeyrarstofa í Stykkishólmi Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í Stykkishólmi. Reksturinn hefur gengið vel og vaxið með hverju ári. Góður hagnaður. Um er að ræða timburhús á tveimur hæðum sem stendur á steyptum kjallara. Húsið er 156 fm að stærð, auk stórs sólpalls sem nýtist vel á sumrin. Húsið er byggt árið 1906 og endurbyggt í gömlum stíl fyrir rúmum 10 árum. Það er í góðu ástandi með vönduðum innréttingum. Nánari upplýsingar veitir Jens Ingólfsson í símum 414 1200 og 820 8658. Í guðfræðideild HÍ eru óglögg skil milli trúarlegrar innrætingar og fræðilegrar kennslu, en aka- demískt nám ætti að vera verald- legt. Starfsnám presta færi líka betur fram í kirkjunni, sagði Teit- ur Atlason í júní-útgáfu menning- ar blaðs Fréttablaðsins. Þau Hjalti Hugason, forseti guðfræðideild- ar, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, svara hér að hluta til gagnrýni Teits, sem er útskrifaður frá deildinni. Guðfræðideild Háskólans er elsta deild hans og á rætur að rekja allt aftur til stofnunar Prestaskólans árið 1847, segir á heimasíðu henn- ar. Þar er tekið fram að deildin sé „miklu meira en prestaskóli“. Rektor og forseti guðfræði- deildar fara þó ekki í launkofa með að meginþorri nemenda deildarinnar stefni á starf sem prestar þjóðkirkju og námið taki mið af því. Ákveðin „mótun“ sé óhjákvæmileg í slíku námi, en „trúarleg innræting“, orðalag Teits Atlasonar, sé allt of sterkt hugtak til að lýsa henni. „Og mótun er alls ekki það sama og trúboð,“ segir Hjalti. Námið í deildinni sé að ýmsu leyti veraldlegt. Kristín rektor bendir á að erlendir sérfræðingar, valdir af Rannís og menntamálaráðuneyt- inu, hafi nýlega farið yfir starf guðfræðideildar. „Og þeir minntust ekki á trúar- innrætingu. Þeir hefðu nú líklega sagt eitthvað ef svo hefði verið,“ segir hún. Ekkert hafi bent til að deildin standi verr en sambæri- legar deildir erlendis. Breyttir tímar Hjalti segir deildina leggja áherslu á að koma til móts við nýja tíma og þarfir alþjóðasamfé- lagsins. Það gerir Kristín líka. Deildin muni vissulega sinna hundrað ára gömlu meginhlut- verki sínu enn sem fyrr, að mennta presta fyrir lúterska kirkju, en með nýrri áherslu. „Til dæmis er nýráðinn kennari til deildarinnar, sem er sérfræð- ingur í Íslam. Við finnum einnig fyrir miklum áhuga á því námi frá nemendum í öðrum deildum,“ segir Kristín. Hlutverk háskóla Um hvort ekki væri nær að hafa starfsnámið í þjóðkirkjunni og guðfræði Háskólans veraldlegri, segir Kristín rektor: „Það má auðvitað spyrja að því hvort þetta sé hlutverk háskóla. Við erum í stöðugri endurskoðun og tökum mið af breyttum þjóðfé- lagsaðstæðum.“ Hjalti bendir hins vegar á að í nágrannalöndunum sé málum ekki þannig háttað. „Lúterskar kirkjur hafa ætíð lagt áherslu á að prestar hennar hafi vísindalega menntun. Þetta er lúter-evrópsk hefð að standa svona að verki. Hagnýtasti þátt- urinn í starfsmenntuninni fer nú þegar fram á vegum kirkjunnar. Ýmist alfarið eða gegnum þjón- ustusamning sem við höfum gert við hana,“ segir hann. Opið fyrir önnur trúfélög Hjalti segist opinn fyrir því að deildin geri sambærilega samn- inga við önnur trúfélög, svo sem Fríkirkjuna. Jafnvel við trúfélög sem ekki játa trú á Krist. „En frumkvæðið þyrfti þá að koma frá trúfélögunum sjálfum,“ segir hann. Guðfræðideildin sé þannig ekki bundin evangelísk- lúterskri játningu, þótt söguleg hefð geri að verkum að sú áhersla sé ríkjandi og það eðlilega, að mati Hjalta. Teitur Atlason ræddi einnig að lítil umræða færi fram í guð- fræðináminu um „kenningar um hinn sögulega Jesú“. Spurður hvort sagan um Jesú Krist sé kennd sem sagnfræðileg staðreynd eða frekar sem trúar- brögð við deildina, segir Hjalti að skýr greinarmunur sé gerður á trúfræðilegum og sögulegum atriðum í náminu: „Ég er sannfærður um að í Nýja-testamentisfræðum er gætt mjög vísindalegra vinnubragða.“ Trúarbrögð í Háskólanum SANNLEIKURINN MUN GJÖRA YÐUR FRJÁLSA Kapella guðfræðideildar er í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar eru haldnar bænastundir. Guðfræðinemum er frjálst, en ekki skylt, að taka þátt í þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTAVIÐTAL KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is TEITUR ATLASON HJALTI HUGASON Það má auðvitað spyrja að því hvort þetta sé hlutverk háskóla. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR REKTOR HÍ Xavier Rodríguez er ungur spænskur lögfræðingur sem búið hefur hér á landi í þrjú ár og talar afbragðsgóða íslensku. Hann er með embættispróf frá háskóla í Barcelona og meistara- gráðu í alþjóða- og umhverfisrétti frá Háskóla Íslands. Hann hefur sótt um nokkur lögfræðistörf hjá hinu opinbera, aldrei fengið vinnu og aldrei verið boðaður í viðtal. Hann vinnur nú sem fjölmiðlatæknikennari í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og vinnur í og með hjá Alþjóðahús- inu. Hann var jafnframt einn þeirra sem stóð að Útlendingaútvarpinu í Hafnarfirði sem er með tíðnina 97,2 þegar það er starfandi. Hvar hefur Xavier sótt um starf? Xavier hefur sótt um starf hjá Háskóla Íslands, umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun enda sérmenntað- ur í umhverfisrétti. Hann hefur aldrei verið boðaður í viðtal hjá neinum af þessum stofnunum. Í ráðningar- ferli Umhverfisstofnunar voru tveir umsækjendur boðaðir í viðtal af þeim fimm sem sóttu um. Auglýst var eftir lögfræðingi í starfið en laganemi var ráðinn í hans stað. Starfsmannastjóri Umhverfisstofnunar segir góðan rökstuðning vera fyrir ráðningu laganemans. Þetta lyktar af fordómum að mati Xaviers og segir hann að vinkona hans hafi lent í svipuðu. Hún er menntaður lög- fræðingur og hafði búið hér í um það bil átta ár og fékk aldrei vinnu. Eftir að hún kláraði doktorsgráðu í fræðunum fékk hún vinnu við sitt hæfi hjá hinu opin- bera. Samkvæmt EES-samningnum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þá eiga ríkisborgarar frá EES-ríkjunum að hafa nákvæmlega sömu réttindi og íslenskir ríkisborgar- ar með tilvísun til ákvæðis fjórfrelsis- ákvæðis EES-samningsins um frjálsa fólksflutninga milli aðildarríkjanna. Hér áður fyrr gilti hins vegar sú regla að til þess að fá vinnu hjá hinu opin- bera þurfti maður að vera íslenskur ríkisborgari. Hvað segir fólk um þetta? Nokkrir hafa kvatt sér hljóðs í þessu máli. Ráðgjafi hjá Alþjóðahúsinu hefur sagt að nokkuð algengt sé að leitað sé til þeirra vegna mála sem þessara. Heilbrigðisstarfsmenn eins og læknar og tannlæknar erlendis frá fái menntun sína ekki metna sem skyldi og þess vegna fái þeir ekki starf við hæfi. Dæmi er um að kona frá Austur-Evrópu sem var menntaður læknir í heimalandi sínu kom til Íslands og fékk nám sitt ekki metið. Hún hefði þurft að byrja á læknanáminu frá byrjun hér á landi en í staðinn hóf hún nám í sjúkraþjálfun. Mikið er um að heilbrigðismenntaðir erlendis frá gegni umönnunarstörfum á elliheimilum og þess háttar. Framkvæmdastjóri Bandalags Háskólamanna, BHM, segir málið þarfnast skoðunar og bandalagið muni líklega fara í þetta mál, þó Xavi- er sé ekki félagsmaður. Hæstaréttarlögmaður segir að ef hann væri sjálfur að ráða í starf á vegum hins opinbera mundi hann líklega ráða sem flesta erlenda starfs- menn sem tala tungumálið og geta sinnt starfi sínu vel því það auki tiltrú almenn- ings á starfsað- ferðir stjórnvalda. FBL-GREINING: XAVIER RODRÍGUEZ FÆR EKKI VINNU Laganemi ráðinn fram yfir lögfræðing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.