Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 56
36 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN! Ofurhetjan Hellboy er snúin aftur. Fjögur ár eru liðin síðan fyrri myndin kom í bíó og hefur framhaldið, The Golden Army, fengið fínar viðtökur úti í heimi. Eins og svo margar ofurhetjur á Hellboy sér uppruna í myndasög- um. Ekki er hægt að segja að Hell- boy hafi verið mjög þekkt nafn þegar fyrri kvikmyndin var frum- sýnd fyrir fjórum árum. Það breytti því þó ekki að bíógestir kunnu vel að meta þessa nýju hetju; myndin fékk bæði góða umsögn gagnrýnenda og skaust í efsta sæti aðsóknarlista í Banda- ríkjunum. Mexíkóski leikstjórinn Guill- ermo del Toro er við stjórnvölinn hér eins og í fyrri myndinni. Ron Perlman leikur sömuleiðis Hell- boy og Selma Blair ofurkærust- una Liz Sherman. Myndin hefst þegar langvarandi vopnahlé milli mannkyns og myrkra valdanna er rofið. Framtíð mannkyns er í hættu og Hellboy er kallaður til bjargar. Almenning- ur veit ekkert um tilvist Hellboy fyrr en upplýsingar um hann og deild hans leka út. Hellboy og almenningur eiga ekki beint sam- leið og þetta reynir á samband hans við kærustuna Liz. Johann Krauss, samstarfsmaður Hell- boys, kann hins vegar betur við sig í sviðsljósinu og virðist passa ágætlega við hlið Liz. Á endanum þurfa þau þó öll að standa saman í baráttunni við hið illa, sem í þessu tilviki er prinsinn Nuada. Sá stjórnar her álfa og trölla og hyggst reyna að endurvekja Gull- herinn sem faðir hans stjórnaði eitt sinn. Verkefnin eru því næg fyrir Heljardrenginn. Rauða ofurhetjan snýr aftur ORRUSTAN UNDIRBÚIN Hellboy (Ron Perlman) undirbýr orrustu við Gullherinn ásamt Abe og hjálparmönnum. HÖRÐ ÁTÖK Hellboy lætur prinsinn Nuada, höfuðóvin sinn í myndinni, finna fyrir því. Leikstjórinn Guellermo del Toro, sem stýrir Hellboy 2, þykir einn af þeim eftirtektarverðari nú um stundir. Hann hóf ferilinn í heimalandinu Mexíkó og starfaði sem förðunar- og brellumeistari í áratug. Meðfram því prófaði hann sig áfram sem framleiðandi og leikstjóri í sjónvarpi. Fyrsta kvikmyndin sem del Toro gerði í fullri lengd var hrollvekjan Cronos árið 1992. Myndin vakti mikla athygli, í heimalandinu og utan þess, hlaut til að mynda verðlaun gagnrýnenda í Cannes árið 1993. Eftir þetta færði del Toro sig yfir til Hollywood og gerði hina misheppnuðu Mimic. Næsta Hollywood- mynd hans var Blade II og þá voru hjólin farin að snúast hjá honum. Del Toro afþakkaði að leikstýra þriðju Harry Potter-myndinni til að gera Hellboy. Í kjölfarið var hann á hvers manns vörum. Næsta mynd hans var El Laberinto del Fauno (Völundarhús skógarpúkans, eða Pan‘s Labyrinth) sem flestir telja hans bestu mynd. Hlaut hún enda þrenn Óskarsverð- laun. Til marks um uppgang leikstjórans Del Toros er að næstu verkefni hans verða tvær myndir byggðar á sögu Tolkiens um Hobbitann. Eru þær væntanlegar í bíó 2010 og 2011. Hæfileikaríkur Mexíkói AÐ STÖRFUM Guillermo del Toro leikstýrir Ron Perlman og Selmu Blair í Hellboy 2. Imdb.com: 8,1 af 10. Metacritic.com: 78 af 100. Rottentomatoes.com: 89 af 100. DÓMAR UM HELLBOY 2 Constantin Costa-Gavras kvikmyndaleik- stjóri verður heiðursgestur RIFF, Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem haldin er 25. september og stendur í ellefu daga, eða til 5. október. Af þessu til- efni verða nokkrar mynda hans sýndar á hátíðinni en hann mun sjálfur taka þátt. Costa-Gravas hefur gert myndir síðan 1965, en hann er helst þekktur fyrir póli- tískar spennumyndir, líkt og Missing frá 1982, State of Seige frá 1972 og Mad City frá 1997. Þá hlaut Costa-Gavras Óskarinn, BAFTA-verðlaunin og Gullpálmann fyrir handrit Missing og var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir leikstjórn Z, 1969, auk fjölda annarra verðlauna. Costa-Gravras er 75 ára að aldri og er ættaður frá Grikk- landi, en flestar myndir hans eru á frönsku eða ensku, þar sem hann hefur dvalið betri hluta ævi sinnar í Frakklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Costa-Gavras kemur til Íslands. Costa-Gavras á RIFF í haust STÓRJAXL Costa-Gavras er þungavigtarmaður í pólitískri kvikmyndagerð. NORDICPHOTOS/AFP >TRANSFORMERS 2 EKKI ÞVINGUÐ FRAM Michael Bay er spenntur fyrir næstu Transformers-mynd. „Ég sagði við höfundana: „Ég þoli ekki framhaldsmyndir sem reyna að halda söguþræðinum og þynna hann út í þriðju myndina. Látið eins og það verði aldrei þriðja myndin og þið þurfið að klára þetta í annarri. Ég þoli ekki myndir þar sem endirinn er óræður. Leyfum þessari bara að standa á eigin fótum.“ Mér finnst þetta ekki vera þvingað framhald af fyrstu myndinni. Mér finnst handritið mjög gott og það er fullt af nýju efni í henni.“ >MIKLAR VINSÆLDIR Batman-myndin The Dark Knight verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Ótrúleg forsala hefur verið á aðgöngumiða á myndina; alls er upp- selt á 700 sýningar um öll Bandaríkin. Fullyrt er að netsala á myndina sé þegar meiri en á Spider-Man 3 og Lord of the Rings: The Two Towers svo ekki sé minnst á Pirates of the Caribbean: Dead Man‘s Chest. The Dark Knight verður frum- sýnd hér á landi á mið- vikudaginn í næstu viku. Svik og prettir „Ertu laus í kvöld?“ Maður skildi halda að spurningin væri ein- föld, en annað kemur á daginn í nýjustu mynd Marcel Langen- egger, Deception, sem komin er í sýningar í íslenskum kvikmynda- húsum. Endurskoðandinn Jonathan MCQuarry (leikinn af Ewan McGregor) lifir fyrir vinnuna og finnur sig ekki meðal elítu New York. Þegar hann hittir hinn aðlaðandi lögfræðing, Wyatt Bose (leikinn af Hugh Jackman) dregst hann inn í undarlegan kynlífshóp forstjóra og milli- stjórnenda Manhattan. Eftir átján tíma vinnudag hafa þessir áhrifaríku einstaklingar engan tíma fyrir einkalíf, en bæta sér það upp með „Listanum“, ein- hvers konar kynlífsklúbbi, þar sem allt sem þarf til þess að næla sér í skyndikynni er rétt síma- númer og fjögur orð: „Ertu laus í kvöld?“ Wyatt sannfærir Jonathan um að stíga inn í þennan heim, sem honum er sagt að bjóði upp á nánd án allra tilfinningaflækja. Áður en hann veit af hefur hann kynnst dekkri hlið á sjálfum sér, brotið allar reglur klúbbsins með dularfullri ókunnugri konu sem hann þekkir aðeins sem ‚S‘ (leik- in af Michelle Williams), flækst í margra milljón dollara rán og orðið heltekinn af mannshvarfi. „Listinn“ bíður ekki aðeins upp á heim skyndikynna, heldur svika, pretta og morða. Rotten Tomatoes 11% rotin IMDB 5,8/10 Metacritic 31/100 SVIKULL Wyatt (Jackman) kemur alveg ekki hreint fram við Jonathan (McGregor) um „Listann“. HIN DULARFULLA ´S‘ Michelle Williams heillar Jonathan til að brjóta reglurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.