Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 4
4 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra munu funda um þörf fyrir aukna löggæslu í miðborginni á föstudag. Fundurinn er haldinn að frumkvæði borgarstjóra í framhaldi af mikilli manneklu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu undanfarnar helgar. Ólafur F. Magnússon er bjartsýnn á árangur í þessum málaflokki. „Viðræðurnar við Björn hafa það að markmiði að gæta hagsmuna borgarbúa. Við höfum náð góðum árangri síðustu mánuði og viljum fylgja honum eftir með enn sýnilegri og aukinni löggæslu í miðborginni.“ - kg Löggæsla í miðborginni: Ólafur F. og Björn funda ÓLAFUR F. Óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra um löggæslu í miðborginni. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 17° 20° 19° 18° 18° 23° 19° 18° 17° 26° 30° 21° 18° 24° 35° 34° 19°Á MORGUN Stífari norðlæg átt allra austast og V-til, annars hægari. LAUGARDAGUR Norðvestan 3-8 m/s, stífari suðaustast. 18 14 15 13 12 11 12 11 12 13 14 8 4 3 3 7 5 3 1 1 3 6 316 10 11 12 13 11 16 13 14 12 11 BJART MEÐ KÖFLUM Í dag verður víða bjartviðri en þó þykknar upp í kvöld norðanlands og má þar búast við dálítilli rigningu fyrri partinn á morgun. Horfur eru á björtu og fallegu veðri um helgina og verður úrkomu- laust að mestu. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður DÓMSMÁL Athafnamaðurinn Jón Ólafsson segist saklaus af þeim brotum sem honum eru gefin að sök í ákæru Ríkislögreglustjóra. Ákæran var þingfest í gær. Jón fer fram á að málinu verði vísað frá, eins og tveir af þremur sak- borningum sem ákærðir eru með honum. Jón mætti fyrir rétt í gær þar sem hann kvaðst saklaus. Hann er ákærður fyrir að svíkja alls um 360 milljónir undan skatti, og þar að auki bókhaldsbrot. Rannsókn á brotunum tók sex ár og hefur Jón kallað það skýr mannréttindabrot að þurfa að sitja undir slíku allan þennan tíma. Auk Jóns eru Hregg viður Jónsson, Ragn- ar Birgis son og Símon Ásgeir Gunn ars son ákærðir í mál- inu fyrir skatta- laga- og bók- haldsbrot. Þeir komu allir að rekstri Norður- ljósa og undir fyrirtækja þeirra. Hregg viður og Símon kröfðust frávísunar málsins eins og Jón, en Ragnar ekki. Saksóknari krafðist þess fyrir dómi í gær að annar lögmanna Jóns, Sigurður G. Guðjónsson, viki sæti sem verjandi þar sem hugsanlegt væri að hann yrði kall- aður til sem vitni í málinu. Dóm- ari tók sér viku til að taka ákvörð- un um það. Fyrirtaka verður í málinu í byrjun september. Hinn 16. sept ember verður fjallað um frá vísunarkröfur Jóns og Símon- ar. Sigurður G. Guðjónsson hefur sagt að málið snúist fyrst og fremst um ágreining um túlkun skattalaga. - sh Saksóknari vill að Sigurður G. Guðjónsson víki sem verjandi Jóns Ólafssonar: Jón heldur fram sakleysi sínu JÓN ÓLAFSSON ÍÞRÓTTIR Hópur stuðningsmanna enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City leigði sér botnvörpu til að komast á Evrópu- leik liðsins gegn EB/Streymur í Færeyjum. Þessum hörðu aðdáendum, tólf talsins, þótti flugið til Þórshafnar of dýrt.Gripu þeir til þess ráðs að keyra frá Manchester til Aberdeen í Skotlandi, þar sem botnvarpan beið þeirra gegn 45.000 íslenskra króna gjaldi á mann. Siglingin gæti tekið allt að 26 tíma. Einum varð á orði að vel væri við hæfi að fylgja fótboltaliði eftir á fiskveiðibát. Vonandi settu bæði báturinn og liðið nokkra góða í netið. - kg Aðdáendur Manchester City: Sigla til Fær- eyja á leikinn SAMGÖNGUR Leigubílstjóri sem tekinn var ölvaður við akstur við Leifsstöð í bítið á mánudagsmorg- un starfar ekki lengur fyrir Bifreiðastöð Reykjavíkur, BSR, að sögn Guðmundar Barkar Thorarensen, framkvæmdastjóra stöðvarinnar. „Félagar bílstjórans hvöttu hann til þess að leggja bílnum en þegar hann lét ekki segjast kölluðu þeir til lögreglu,“ segir Guðmundur Börkur. Leigubílstjóranum var sleppt að loknum blóðsýnistökum en verður væntanlega sviptur ökuréttindum í framhaldinu að því er fram kemur á Vísi. - ht Leigubílstjóri tekinn ölvaður: Rekinn frá BSR STJÓRNSÝSLA Öll mannvirki sem talin eru upp í auglýsingu utan rík- isráðuneytis ins sem eignir Atl- ants hafs banda lagsins (NATO) er að finna á opinberum eignalista (e. asset inventory) NATO frá því í fyrra, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Grétar Már Sig- urðsson, ráðu neytis stjóri í utan- ríkis ráðuneytinu, segir að þótt fasteignirnar séu eign íslenska ríkisins, sé eignar haldið ekki óskorað, þar eð NATO fari með óbeint eignarhald í þeim í formi afnotaréttar. Á listanum sem ráðuneytið aug lýsti á dögunum eru meðal ann- ars tvær aðalflugbrautir Kefla vík- ur flugvallar og ljós leiðara þræðir, sem nýlega voru boðnir út til leigu á grund- velli varnar- málalaga. NATO hefur afnotarétt af öllum eignum sem mannvirkja- sjóður banda- lagsins hefur reist eða kostað endurbætur á. Sá afnota réttur er í gildi þar til eignirnar eru afskráðar af eigna - skrá NATO. Grétar segir að í því ljósi geti íslenska ríkið alls ekki ráðstafað eignunum að vild. „Afnotaréttur er óbeinn eignarétt- ur og getur í sumum tilvikum gengið framar almennum eigna- rétti,“ segir hann. Í tilviki ljósleiðaraþráðanna sem leigðir verða út þurftu full- trúar utanríkisráðuneytisins að fljúga til Brussel og hafa samráð við NATO um það að mega nýta leiðarana með þessum hætti, enda eru þeir skilgreindir sem varnar- mannvirki hjá NATO. Skapist neyðarástand og NATO þurfi á ljósleiðurunum að halda fyrir rat- sjárkerfi sitt er áskilið að NATO muni njóta forgangs umfram leigutakana. Um þessar mundir er unnið að því í utanríkisráðuneytinu, í sam vinnu við önnur ráðuneyti og aðildar ríki NATO, að fara yfir NATO-mannvirki Íslendinga og meta hver þeirra skuli áfram skil- greind sem varnarmannvirki og hver skuli sækjast eftir að afskrá. Heræfingin sem haldin var hér- lendis í fyrrasumar var liður í því að kanna hvaða mann virki væru þörf og hver síður. Grétar segir ekki liggja fyrir hve langan tíma slík úttekt mun taka en ljóst sé að listi yfir NATO- mannvirki hérlendis muni taka breytingum frá því sem nú er. Ein- hver mannvirki verði örugglega að endingu afskráð, og hann úti- lokar ekki að flug brautirnar verði þar á meðal. Í varnarmálalögum sem sam þykkt voru í vor er kveðið á um að Varnarmálastofnun sé heimilt að innheimta sértekjur til rekstrar og viðhalds NATO-mann- virkja með því að leigja út afnot af þeim. Á þeim grundvelli eru ljós- leiðara þræðirnir boðnir út. stigur@frettabladid.is Auglýsingin miðast við eignaskrá NATO Atlantshafsbandalagið fer með óbeint eignarhald í svokölluðum NATO- mann virkjum íslenska ríkisins í gegnum afnotarétt, að sögn ráðuneytisstjóra. Auglýsing á eignum NATO er unnin upp úr eignaskrá NATO. GRÉTAR MÁR SIGURÐSSON KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Tvær aðalflugbrautir Keflavíkurflugvallar eru skilgreindar sem varnarmannvirki hjá NATO. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins útilokar ekki að því verði breytt. FRÉTTABLAÐIÐ / TEITUR RÚSSLAND, AP Lögfræðingar rússneska auðjöfursins Mikhaíls Kordorkovskí segjast hafa óskað eftir því að hann fái reynslulausn úr fangelsi. Kordorkovskí hefur setið fimm ár af átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2005 fyrir fjár- og skattsvik. Margir telja að ríkisstjórn Rússlands hafi staðið á bak við réttarhöldin gegn Kordorkovskí og olíufyrirtæki hans Yukos til að refsa honum fyrir óhentugar stjórnmála- skoðanir. - gh Mikhaíl Kordorkovskí: Kordorkovskí í reynslulausn MIKHAÍL KORDORKOVSKÍ Kordorkovskí var stjórnandi Yukos sem var stærsta olíufyrirtæki Rússlands. NORDICPHOTOS/AFP BRUSSEL, AP Ríki Evrópusam- bandsins hafa samþykkt að liðka fyrir aðgangi ríkisstjórna að 1,4 milljarða evra, jafnvirði rúmlega 170 milljarða króna, sjóði ESB til að styðja við sjávarútveg í sambandslöndunum. Styrkirnir munu fara til útgerða sem draga úr starfsemi sinni eða bæta eldsneytisnýtni skipa. Þeim er bæði ætlað að svara mótmælum sjómanna vegna hækkandi eldsneytisverðs og að draga úr ofveiði á miðum sambandslanda. - gh ESB bregst við mómælum: Styrkir útgerðir GENGIÐ 16.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,5155 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,74 78,12 155,81 156,57 123,81 124,51 16,598 16,696 15,336 15,426 13,002 13,078 0,7479 0,7523 127,68 128,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.