Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 16
16 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Fréttablaðið tók saman það helsta sem fer fram á landsbyggðinni um helgina. Á Seyðisfirði fer fram listahátíð ungs fólks, LungA. Hátíðin hófst raunar um síðustu helgi og hafa ýmsar listasmiðjur verið í gangi í vikunni. Á föstudag verða tónleikar á vegum Kimi records og á laugardaginn verður upp- skeruhátíð. Tónlistarveisla LungA verður svo á laugardagskvöldið, en þar koma fram Bang Gang, Bloodgroup, Dísa og FM Belfast. Kátir dagar verða haldnir í áttunda sinn á Þórshöfn um helgina og hefjast þeir í dag. Annað kvöld spilar hljómsveitin Dalton fyrir dansi og á laugardagskvöld verður grillveisla á Eyrinni. Að henni lokinni verður stórdans- leikur í Þórsveri þar sem söngkonurnar Sigga Beinteins og Bryndís Ásmundsdóttir syngja meðal annars lög úr Tinu Turner-sýningu sinni. Í Hrísey verður svokölluð fullveldishátíð haldin um helgina. Boðið verður upp á óvissuferðir, kvöldvökur, vitaferðir og göngu- ferðir. Þá verður skeljakappát á laugardag. Á föstudagskvöld verða Ljótu hálfvitarnir með tónleika, en á laugardag verður grillveisla og kvöldvaka. Á kvöldvökunni munu Oddný Sturludóttir, Gréta Ómarsdóttir, Lára Stefáns- dóttir og Kúrekar norðursins verða meðal atriða, og að því loknu verður brekkusöngur og varðeldur. Bryggjuhátíð verður á Drangsnesi á laugardaginn. Þar verður meðal annars háður vináttuleikur í fótbolta milli Drangs- ness og Hólmavíkur, söngvarakeppni verður haldin og dorgað verður við höfnina. Þá verður grillveisla á laugardagskvöld og svo kvöldskemmtun í Baldri áður en við tekur dansleikur með hljómsveitinni Kokteil. HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Kátir dagar á Þórshöfn og fullveldishátíð í Hrísey FRAMKVÆMDASTJÓRN LUNGA Listahátíð ungs fólks, LungA, er á Seyðisfirði um helgina. Aðeins ungt fólk skipar framkvæmdastjórn hátíðarinnar. Mikilvægt fyrir framtíðina „Mér finnst ekkert sérlega vel borgað í þessu. Þessar konur eru að vinna við þessar aðstæður og þetta er allt mjög mikilvægt fyrir framtíðina. Fyrir börn og familíu og allt svoleiðis,“ segir Sæþór Maríus Sæþórsson, gítarleikari hljómsveit- arinnar Sólstafa, um kjarabaráttu ljósmæðra. „Maður gerir sér grein fyrir því hvað þetta er. Ég er nú sjálfur að verða faðir núna í janúar – heimurinn breytist aðeins – ég meina, þetta er spennandi náttúr- lega og maður hefur miklar áhyggj- ur af konunni. Svo eru náttúrlega ljósmæðurnar að hjálpa til við að grislingurinn komi út og allt það. Þetta er mjög brothætt fyrir famil- íuna. Þetta er brothætt og tekur á andlega séð, bæði á familíuna og konuna sem er að vinna þarna. Ég ætla að fara út í aðra sálma – ég hef ekki réttu orðin til að útskýra þetta en sé myndina fyrir mér. Að einhverju leyti má segja að við í hljómsveitinni höfum sérstaka tengingu við ljósmæður og mér finnst þær þurfa að fá hærri laun. Fólk þarf að borða. Það er bara þannig. Rock on,“ segir hann að lokum og hlær. SJÓNARHÓLL KJARABARÁTTA LJÓSMÆÐRA SÆÞÓR MARÍUS SÆÞÓRSSON Gítar- leikari Sólstafa Gott bú „Það er ljóst að ég er að taka við góðu búi frá Gunnari Guðmundssyni.“ RÚNAR PÁLL GUÐMUNDSSON, NÝ- RÁÐINN ÞJÁLFARI HK, SEM VERMIR NEÐSTA SÆTIÐ Í ÚRVALSDEILD KARLA Í FÓTBOLTA. Fréttablaðið, 16. júlí. Eindreginn vilji „Það er eindreginn vilji Alþingis og þar með þjóðar- innar að RÚV starfi á þessum markaði innan þess ramma sem nú gildir ...“ ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, MARK- AÐSSTJÓRI RÚV, UM STÖÐU RÚV Á AUGLÝSINGAMARKAÐI. Markaðurinn, 16. júlí. Þrír félagar hafa tekið sig til og ætla að hjóla frá höfuðborginni til Ísafjarðar og til baka. Fréttablaðið gómaði Helga Þorsteinsson þar sem hann var að æfa sig á nýju hjóli sínu og komst að því að fjörið varð skyn- seminni yfirsterkara þegar ferðin var ákveðin. „Við vorum nokkrir félagar á snakki og þá hafði einn orð á því að það væri gaman að hjóla vest- ur og allir voru sammála. Þess vegna var ekkert því til fyrir- stöðu að láta reyna á það,“ segir Helgi. „Jú, ég lýg því reyndar, það var ýmislegt því til fyrir- stöðu; við áttum til dæmis ekki hjól en við redduðum því. Önnur fyrirstaða var síðan að við erum ekki í neitt sérlega góðu formi en við erum hægt og bítandi að vinna í því eftir að við fengum hjólin.“ Er hann þá ekki smeykur um að einhver þeirra gefist upp? „Nei, það er bara bannað,“ svar- ar hann ákveðinn en viðurkennir svo að hann hafi undanfarna daga verið að glíma við það að bægja þeirri hugsun frá að þetta væri þeim ofviða. Upphaflega voru félagarnir fimm sem ætluðu að hjóla vestur en afföllin tóku sinn toll. „Einn verður að vinna og svo kom annar sér frá þessu með lélegri afsökun,“ segir Helgi sem lét enga fyrirstöðu aftra sér frekar en þeir Ingólfur Arnarsson og Hávarður Olgeirsson sem hjóla með honum vestur. „Við munum leggja af stað frá barnum Gullöldinni í Grafarvogi 30. júlí og gerum síðan ráð fyrir því að vera mættir í kaffi í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði 2. eða 3. ágúst. Síðan verðum við mættir aftur á Gullöldina stundvíslega klukkan tíu mínútur yfir fimm þann 9. ágúst. Og ég á alveg eins von á því að þá verði áfanganum vel fagnað.“ Félagarnir munu hafa tjöld meðferðis en síðan ætla þeir að nýta sér gistiþjónustu bænda á leiðinni. En af hverju ákváðu þeir að hjóla til Ísafjarðar? „Það er nú bara þannig að Ísafjörður er nafli alheimsins þó að það viti fáir af því,“ segir Helgi og brosir við. jse@frettabladid.is Ætla að hjóla til Ísafjarðar HELGI ÞORSTEINSSON Hann var ánægður með nýja hjólið, en það mun reyna mikið á það rétt eins og eigandann því saman eiga þau eftir að fara 1.074 kílómetra ef allt gengur að óskum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN TIL STYRKTAR MND- FÉLAGINU Á ÍSLANDI Hægt er að heita á þá þremenninga en öll fjárhæðin rennur til MND- félagsins á Íslandi. Bankanúmer félagsins er 1175-05-410900 og kenni tala þess er 630293-3089. SAMFÉLAGSMÁL „Við erum alltaf að reyna að efla gönguna, meðal ann- ars með því að fá fyrirtæki til að styðja við bakið á samkynhneigð- um starfsmönnum sínum,“ segir Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri Hinsegin daga og fréttamaður á Stöð 2. 365, sem rekur meðal annars Stöð 2 og Fréttablaðið, verður fyrsta fyrir- tækið til að taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga þann 9. ágúst. „Það er mjög ánægjulegt að starfsmannafélagið hjá 365 miðlum greip þetta á lofti og það er stefnt að því að starfsfólk skundi í göng- una með atriði, sem er mjög ánægju- legt,“ segir Heimir Már. „Við skor- um bara á fleiri starfsmannafélög eða starfsmenn fyrirtækja að taka sig saman og skrá sig í gönguna.“ Heimir Már segir hátíð Hinsegin daga verða með glæsilegra móti nú, enda sé tíunda hátíðin haldin í ár. Nú hefjist hátíðin á miðvikudegi, og opnunarhátíð hennar hefur verið færð frá föstudegi fram á fimmtu- dag. Stór atriði verða á hátíðinni, meðal annars söngkonan Carole Pope, Rut og Vigdis frá Noregi og hljómsveitin Sterio Total, að ógleymdum fjölda innlendra lista- manna. - þeb 365 tekur þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga í ár: Fyrsta fyrirtækið á Gay Pride-hátíðinni GLEÐIGANGAN Í FYRRA Gleðigangan í ár verður sú tíunda, og verður hún með glæsilegra móti. 365 verður fyrsta fyrirtækið til að taka þátt í göngunni með skipulögðum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.