Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 32
[ ] Sæþotueigendur flykkjast út á sjó yfir sumartímann og þá er oft gaman að vera í félagsskap með fleirum. „Það segir sig sjálft að þegar einn maður er á sæþotu þorir hann kannski ekki að fara hvert sem er. Þú siglir ekkert einn út í buskann,“ segir Óli Þór Harðarson, einn af stofnendum sæþotuklúbbsins Jet- vik.is í Reykjavík. „Það er að sjálf- sögðu mikið öryggi að hafa ein- hvern annan með sér.“ Óli Þór segir að fólk sem stundi sæþotusiglingar hafi verið svolít- ið eitt í sínu horni þótt margar sæþotur séu á Íslandi og því var Jetvik.is stofnaður. „Við reynum að fá fólk saman í íþróttina.“ Að sögn Óla Þórs var klúbburinn stofnaður í vor og hann segist halda að félagsmenn séu orðnir um tuttugu í dag. „Það er svo sem ekki búið að gera neitt spennandi í sumar. Við ætlum að gera það núna, um leið og við fáum nýju sæþoturnar okkar,“ segir Óli Þór spenntur og bætir við að þær muni koma á næstu dögum. Óli Þór upplýsir að íþróttin sé aðallega stunduð á sumrin, frá apríl og fram í september. „Við erum voða lengi en það er mis- jafnt hvað fólk nennir að þrauka í þessu.“ Á veturna þegar sæþot- urnar eru faldar frá sjónum fer Óli á fjórhjól eða vélsleða. „Ég fer náttúrlega bara í eitthvert annað sport á veturna.“ Þegar Óli Þór er inntur eftir því hvernig tilfinning það sé að stýra sæþotu segir hann að það sé rosa- legt frelsi. „Það eru orðnar svo miklar hömlur í öllu sporti á Íslandi í dag. Ef fólk er á krossara þá er því skipað að vera uppi í Bol- öldu og ef fólk er á fjórhjóli þá má það bara vera þarna en ekki hérna. Ef fólk fer eitthvað aðeins út fyrir þá er komin þyrla að elta það,“ segir Óli Þór hlæjandi. „Fólk er mjög mikið í friði á sæþotunni og hægt að fara hvert sem er, hve- nær sem er.“ Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.jetvik.is. martaf@frettabladid.is Á sæþotu allt sumarið Sæþotusiglingar eru aðallega stundaðar frá apríl og fram í september. MYND/PÉTUR RÓBERT SIGURÐSSON Jetvik.is reynir að ná fólki saman í íþrótt- inni. MYND/PÉTUR RÓBERT SIGURÐSSON Óli Þór Harðarson segir að fólk sé í friði á sæþotunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Línuskautar eru skemmtilegur fararmáti á sumrin. Línu- skautar þjálfa allan líkamann og er mjög góð hreyfing. Tilvalið fyrir vini eða fjölskyldu að skella sér saman á línuskauta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.