Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. júlí 2008 11 Krakkaskyr: • 30% minni sykur en í sambærilegum vörum og engin sætuefni • Þrisvar sinnum meira af ávöxtum en í sambærilegum vörum • Fjórar bragðtegundir, þar af ein hrein (án sykurs) MENNING Líf og list um land allt heitir verkefni sem efla á menn- ingarstarf á landsbyggðinni. Rík- isstjórnin hefur í hyggju að styrkja verkefnið. Hugmyndina áttu þau Jónas Ingimundarson, Bjarki Svein- björnsson, Víglundur Þorsteins- son, Vigdís Esradóttir og Einar Oddur Kristjánsson, heitinn. Verkefnið felur í sér miðlun menningarviðburða á landsbyggð- inni, hljóðritun þeirra og varð- veislu. Að auki er lögð til vistun rásarinnar Rondó í Tónlistarsafni Íslands. Hluti af verkefninu verður að kaupa sérútbúin upptökubíl í tengslum við menningarhús lands- byggðarinnar til þess að annast upptökur og útsendingar frá atburðum þeirra. Einnig er stefnt að þéttingu FM-netsins til þess að gera beinar útsendingar frá menn- ingarhúsunum öflugri og víðtæk- ari. Tónlistarsafn Íslands mun hafa umsjón með yfirfærslu allra hljóð- ritana RÚV á stafrænt form og koma þeim fyrir á tölvuþjónum svo landsmenn fái notið þeirra. Verkefnið var Einari Oddi Kristjánssyni hugleikið, enda var hann mikill áhugamaður um sígilda tónlist. - hþj Líf og list um land allt stefnir á varðveislu menningaratburða: Menning á landsbyggðinni styrkt EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Fyrir andlátið var hann einn af hvatamönnum Lífs og listar um land allt SAMGÖNGUR Umferðarkönnun verður á gatnamótum Hringvegar og Axarvegar í Berufirði næstkomandi fimmtudag og laugardag. Vegagerðin stendur fyrir könnuninni sem mun standa frá klukkan átta um morguninn til eitt eftir miðnætti báða dagana. Allar bifreiðar á þessari leið verða stöðvaðar og ökumenn þeirra spurðir nokkurra spurn- inga. Markmið könnunarinnar er að kanna áhrif fyrirhugaðs Axarveg- ar á umferðarvenjur vegfarenda á Austurlandi og fá upplýsingar um umferð á svæðinu. - ges Vegagerðin spyr ökumenn: Umferð könnuð á Austurlandi SVEITARSTJÓRNIR „Uppsagnir starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. úti um landið sýna einstefnuhugs- un stjórnenda þess, grafa undan hlutverki þess sem menningar- og fréttamiðils á landsvísu og rýra það traust, sem það hefur áunnið sér í hugum landsmanna um áratuga skeið,“ segir í samþykkt bæjarráðs Ísafjarðar sem mótmælir uppsögn annars tveggja starfsmanna ríkis- útvarpsins á Ísafirði: „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur útvarps- stjóra til að endurskoða þessa ákvörðun þegar í stað og beinir því enn fremur til menntamála- ráðherra, sem fulltrúa eigenda Ríkisútvarpsins ohf., að sjá til þess að þessari vanhugsuðu ráðstöfun verði hnekkt.“ - gar Bæjarráð Ísafjarðar mótmælir: Vanhugsaðar uppsagnir hjá Ríkisútvarpinu SÖFN Unnið er að stofnun jarð- skjálftaseturs á Kópaskeri. Að því er kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins Norðurþings er fyrsti vísirinn að safninu sýning á myndum og efni tengdu jarð- hræringunum í Öxarfirði 1975 og Kópaskersskjálftanum 1976. Sýningin er á undirbúningstigi en opna á forsýningu í sumar til að kynna heimamönnum og gestum starfið til þessa, verkefnin framundan og framtíðarsýn Skjálftafélagsins. Sýningin verður opin alla daga milli klukkan eitt og fimm í sumar og aðgangur verður ókeypis. - gar Nýtt safn tekur á sig mynd: Skjálftasetur á Kópaskeri KÓPASKER Harður skjálfti skók byggðina árið 1976. Þóknun lögmanns of lítil Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps segir að óbyggðanefnd hafi ákvarðað lögmanni jarðeigenda í hreppnum of lága þóknun fyrir að flytja mál þeirra vegna þjóðlendakrafna ríkisins. Þókn- unin sé í engu samræmi við aðra úrskurði og nægi engan veginn til að standa undir lögfræðikostnaðinum. Óbyggðanefnd hafnaði öllum þjóð- lendukröfum ríkisins til landsvæða innan marka Grýtubakkahrepps. ÞJÓÐLENDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.