Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 48
28 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Bílasalan Bíll.is hefur verið starfandi í 10 ár en Bíll.is var fyrsta bílasalan hér á landi til að notfæra sér netið til að selja bíla. G. Birnir Ásgeirsson er stofnandi og eigandi bill.is og hefur starfað við bíla- sölu í tvo áratugi. „Ég eign- aðist bílasöluna Skeifuna árið 1988 og þar byrjaði ég í þessum geira. Seldi hana tíu árum seinna og stofnaði Bíll.is og því má segja að ég fagni tuttugu ára starfsferli mínum sem bílasölumaður og tíu ára afmæli Bíll.is,“ segir Birnir. Fyrir tíu árum var engin bílasala komin á netið og var Bíll.is sú fyrsta sem kom inn á þann markað. Á síðunni var hægt að skoða og skrá bíla. „Þessu var rosalega vel tekið, þetta var nýjung sem aldrei hafði sést áður hér á landi. Heimasíðan hefur alltaf verið í stöðugri þróun og er alltaf að bæta sig. Í dag er síðan mjög öflug og örugglega sú öflugasta, þótt ég segi sjálfur frá,“ lýsir Birnir. Þrátt fyrir að Birnir hafi selt bíla í tuttugu ár eru engin þreytumerki að sjá á honum. „Það sem stendur upp úr eftir öll þessi ár er að mér þykir þetta alltaf jafn skemmtilegt. Ég er fer- tugur í dag og hef því eytt hálfri ævinni á bílasölu sem er frábært,“ segir Birnir. mikael@frettabladid.is BÍLL.IS: FAGNAR 10 ÁRA STARFSAFMÆLI Hálfa ævina á bílasölu STOLTUR EIGANDI G. Birnir Ásgeirsson stofnaði Bíll.is og hefur starfað þar frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DAVID HASSELHOFF, LEIKARI OG SÖNGVARI, ER 56 ÁRA. „Það eru mörg deyjandi börn þarna úti og þeirra hinsta ósk er að hitta mig.“ David Hasselhoff er þekktast- ur fyrir sjónvarpsþættina Knight Rider og Baywatch. David hefur einnig notið mikilla vinsælda fyrir söng sinn og þá helst í Þýskalandi, Sviss og Austurríki. MERKISATBURÐIR 1751 Á Þingvöllum voru Inn- réttingarnar stofnaðar. 1930 Graf Zeppelin-loftskipið þýska kom til Íslands og flaug yfir alla suðurströnd landsins. Það kom aftur ári síðar. 1932 Á Skólavörðuholti í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Leifi heppna Ei- ríkssyni. 1946 Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik við Dani. Leikurinn fór 0-3 fyrir Dani. 1980 Saddam Hussein varð for- seti Íraks. 1991 Arnór Guðjohnsen jafnaði afrek Ríkharðs Jónsson- ar með því að skora fjögur mörk í landsleik í knatt- spyrnu gegn Tyrkjum. Disneyland er markaðs- sett sem glaðlegasti staður- inn á jörðinni. Disneyland- garðurinn í Anaheim í Kali- forníu var opnaður 17. júlí árið 1955 og var sá fyrsti á vegum Walt Disney-sam- steypunnar. Þennan dag voru vel valdir gestir og fjöl- miðlar aðeins boðnir og við- burðurinn sendur út um öll Bandaríkin. Dagurinn gekk ekki alveg upp þar sem garðurinn var yfirfullur af fólki, því það mættu fleiri en höfðu verið boðnir. Ekki bætti mikill hiti þennan dag úr skák, til dæmis þornuðu allir gos- brunnar í garðinum upp og nýlagt malbik í garðinum varð svo mjúkt fyrir kven- kynsgesti í háhælaskóm að þær sukku. Allur matur kláraðist og gasleki varð til þess að loka varð þremur svæðum garðsins. Þetta dró ekki úr vinsæld- um garðsins því frá opnun garðsins hafa um 520 millj- ónir manna heimsótt garð- inn. Á síðasta ári heimsóttu yfir fimmtán milljón manns garðinn og gerðu hann að næstmest heimsótta skemmtigarð heims. Sá mest sótti er Disney-garður- inn í Flórída. ÞETTA GERÐIST: 17 JÚLÍ 1955 Disneyland opnað í fyrsta sinn Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri grænna, alþingismaður og formaður BSRB, er sextugur í dag. Hann tekur á móti gestum við heimili sitt að Grímshaga í Reykjavík á milli klukkan 17 og 20. Allir vinir og velunnarar vel- komnir. Ögmundur fæddist í Reykja- vík 1948 og eru foreldrar hans Jónas B. Jónsson fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen hús- móðir. Ögmundur 60 ára í dag ÖGMUNDUR JÓNASSON Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Pétursdóttir frá Norðurgarði, Grænumörk 5, Selfossi, sem lést sunnudaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 15.00. Jónas Guðmundsson Sólveig Jóhannsdóttir Ragnheiður Eiríksdóttir Gunnar Haraldsson Sigmar Eiríksson Sigríður Ástmundsdóttir Pétur Eiríksson Jóna Jónsdóttir Sævar Eiríksson Inga Finnbogadóttir Valdimar Eiríksson Guðbjörg Hrafnsdóttir Soffía Ellertsdóttir Tómas Tómasson barnabörn og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn Sigurðsson fæddur á Kópaskeri 7. mars 1936, lést í Hamborg hinn 7. júlí síðastliðinn. Útför hans fer fram í dag, fimmtudag 17. júlí, frá Neskirkju kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda Hannelore Sigurðsson Halldóra Björnsdóttir Grímur Friðgeirsson Sigfríður Björnsdóttir Sigurður Björnsson Birta Björnsdóttir Kristinn Dagur Gissurarson og barnabörn. 90 ára afmæli Sigfús B. Sigurðsson Goðalandi 6, Reykjavík, verður 90 ára föstudaginn 18. júlí. Af því tilefni tekur Sigfús á móti gestum í safnaðarheimili Seljakirkju 18. júlí kl. 17.00. Ætting jar og vinir hjartanlega velkomnir. Gjafi r eru vinsamlegast afþakkaðar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi, langafi og bróðir, Þráinn Pálsson lést á heimili sínu, Heiðarbrún 67, hinn 10. júlí. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14.00. Auður Aðalsteinsdóttir Andrea Margrét Þráinsdóttir Guðjón Sigurðsson Aðalsteinn Dagsson Selma D. Ásmundsdóttir Ómar Geirsson Aksonesuda Sangmee Emma Geirsdóttir Kristján V. Grétarsson Andrea Margrét Þorvaldsdóttir afabörn, langafabörn og systkini. Ástkæra móðir okkar, amma og lang- amma, Marselía Kristinsdóttir Skúlagötu 80, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 11. júlí 2008. Ómar Eggertsson Eggert Eggertsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Alexandersson frá Grindavík, Prestastíg 11, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut föstudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 18. júlí kl. 14.00. Hildur Júlíusdóttir Almar Eiríksson Kittý Magnúsdóttir Leifur Eiríksson Þórey G. Guðmundsdóttir Margrét B. Eiríksdóttir Edvard G. Guðnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær afi okkar, tengdafaðir og langafi, Sverrir Hermannsson húsasmíðameistari, lengst af til heimilis að Aðalstræti 38 Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. júlí klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Auður Elva Jónsdóttir Snæbjörn Magnússon Guðrún Lilja Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson Sverrir Már Jónsson Jón Ásmundsson Sigrún Gunnarsdóttir Birkir Már, Katrín og Nói. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað- ir og afi, Bergsteinn Gizurarson sem lést miðvikudaginn 9. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. júlí kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á sagn- fræðisjóð dr. Björns Þorsteinssonar í vörslu Háskóla Íslands, s. 525 4000. Marta Bergmann Gizur Bergsteinsson Bylgja Kærnested og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.