Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 70
50 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Ég hef varið stórum hluta æsk- unnar, kannski helst til stórum, við ramb um næturlíf erlendra borga: París, Nice, Frankfurt, Helsinki, London, Barcelona, New York, Orlando, Miami, Los Angeles, Tiju- ana, Kingston, Phoenix, rauðu hverfi Amsterdam, Bangkok … en hef aldrei séð jafn tilviljunarkennd skrílslæti og haft eins mikla ástæðu til að forðast nokkurn borg- arhluta í heiminum,“ segir Vestur- Íslendingurinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Hörður A. Arnarson. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Hörður er að vinna heimildarmynd í sex þáttum um deCODE, genabankann, íslenska þjóð og Kára Stefánsson. Hörður er nú staddur hér á landi við tökur en nú sér fyrir endann á gerð þátt- anna – hann er að vinna þá tvo síð- ustu. Hörður fór í miðborg Reykja- víkur með kvikmyndatökuvél sína um helgina og honum gersamlega blöskraði ástandið. „Föstudagskvöld var ég í mið- borginni að filma hið rómaða nætur líf borgarinnar og varð vitni að því sem getur ekki heitið annað en hroðalegur blettur á menningu okkar. Þarna voru gengi sem réð- ust í hópum á einhvern mann. Þegar ég sneri „kamerunni“ að slagsmálunum kom einn vinur þeirra, fór að abbast upp á mig og heimtaði vélina. Ég má teljast lán- samur að hafa komist heim meira og minna heill heilsu þetta kvöld,“ segir Hörður og honum er brugðið. Hörður, sem hefur verið búsettur úti í Bandaríkjunum um tíu ára skeið, segir að glöggt sé gestsaug- að og telur ástandið í miðborginni til háborinnar skammar. Hann var staddur með vinum sínum frá Bandaríkjunum og blygðaðist sín fyrir framgöngu landa sinna. „Nú á ég fimmtán mínútur af verulega ljótu efni þar sem ungar bullur haga sér eins og verstu vand- alar fyrir framan hóp vegfarenda, sennilega helmingur þeirra útlend- ingar, sem horfðu á eins og þeir væru mættir á Colosseum-sýningu. Þarna var ekki einn einasti lög- reglubíll og ekkert sem minnti á löggæslu,“ segir Hörður og telur þróunina vera slæma. Verði þetta viðtekið, að ofbeldið ráði ríkjum, verði þess eigi langt að bíða að ferðamenn hætti að sækja Reykja- vík heim. Því fyrir liggur að venju- legt fólk getur ekki gengið óhult um miðborgina um helgar. „Mér er sagt að ekki séu nema sjö lögreglubílar sem þjóna öllu höfuðborgarsvæðinu. Það væri kannski verjandi í erlendri borg þar sem 200 þúsund manns búa á mun smærra svæði samanborið við Reykjavík. En þetta er stór- kostleg vanræksla og líkt og borg- in hafi gefist upp og bullurnar ráði ríkjum,“ segir Hörður. jakob@frettabladid.is HÖRÐUR A. ARNARSON: BRUGÐIÐ VEGNA ÁSTANDSINS Í MIÐBORGINNI Brjálaðar bullur ráða öllu í miðborg Reykjavíkur HÖRÐUR A. ARNARSON Hér staddur við tökur í sjónvarpsþáttaröð um Kára Stefáns- son og fór í miðborgina um helgina og er stórlega brugðið vegna ástandsins þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Uppsögnin kom mér í opna skjöldu því hingað til hafa yfir- menn mínir verið mjög ánægðir með mín störf. Ég óska Séð og heyrt og samstarfsfólki mínu alls hins besta og þakka því fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin. Mín bíður að gera lífið skemmtilegra á öðrum vett- vangi og það verður spennandi að takast á við það,“ segir Loftur Atli Eiríksson, fyrrum ritstjóri Séð og heyrt. Honum hefur verið sagt upp störfum hjá útgáfufyrirtækinu Birtíngi og hættir strax. Með Lofti Atla lýkur ákveðnu tímabili en hann hafði verið starfandi við blað- ið í ellefu ár. Þegar hann hóf þar störf sem blaðamaður voru þeir Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson ritstjórar og blaðið kom út á hálfsmánaðar fresti. Á ritstjórninni störfuðu auk þeirra Gerður Kristný Guð- jónsdóttir og Sævar Hreið- arsson. Öll eru þau nú horfin frá blaðinu. Undanfarið ár starf- aði Loftur Atli sem ritstjóri Séð og heyrt við hlið Eiríks Jónssonar. Eiríkur sagðist í samtali við Frétta- blaðið hvorki ráða né reka ritstjóra hjá fyrirtækinu. „En það eru breyt- ingar hjá Séð og heyrt. Þannig að hann er hættur og ég er nú einn ritstjóri. Ekki stendur til að ráða annan ritstjóra,“ segir Eiríkur. Hann hafnar því alfarið að uppsögn Lofts Atla sé til marks um sam- drátt hjá Birtíngi en samdráttur hefur verið mjög til umræðu í samfélaginu að undanförnu – ekki síst á fjölmiðlum. „Nei, það er bara verið að skerpa línurnar,“ segir Eiríkur. Og bætir því við að allt sé á áætlun og vel það hjá Séð og heyrt. Ekkert liggur fyrir hvað Loftur Atli mun taka sér fyrir hendur enda uppsögnin til þess að gera nýtilkomin. Loftur er búinn með mastersnám í menningar- og menntastjórn- un á Bifröst en á eftir að skrifa ritgerðina þar þannig að nú skapast í það minnsta svigrúm til að snúa sér að því nú þegar Séð og heyrt kall- ar ekki lengur á Loft Atla til að gera lífið skemmtilegra. - jbg Loftur Atli ritstjóri Séð og heyrt rekinn LOFTUR ATLI EIRÍKSSON Uppsögnin kom honum í opna skjöldu. EIRÍKUR JÓNSSON Er nú einn ritstjóri Séð og heyrt. „Ég veit ekki til þess að Ísland hafi fengið þessi verðlaun áður,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, söngvari og Eurovisionfari. Eftir hverja Eurovision-keppni fer fram kosning á vefsíðunni escradio.com þar sem valið er besta lagið, besti kven- og karlflytj- andi og besti hópurinn. Eurobandið hreppti síðastnefnda hnossið. „Þetta er mjög skemmtilegt og við fáum einhver verðlaun,“ segir Friðrik. Hann segir þau hafa fengið mikil viðbrögð við framlagi sínu í Eurovision, víðsvegar að úr Evrópu. „Við höfum fengið fyrirspurnir um að spila víða. Til dæmis í Ísrael, en þar eru haldin sérstök Eurovision- kvöld á sunnudagskvöldum,“ segir Friðrik. Hann segir að þótt Eurovision sé ákveðin bóla hér á landi í stuttan tíma á vorin þá sé stór hópur um alla Evrópu sem lifir og hrærist í Eurovision allan ársins hring. „Lagið okkar féll vel í kramið hjá þeim hóp,“ segir hann og hlær. Eurobandið hefur verið duglegt að spila hér á landi og þau Regína og Friðrik hafa ferðast um Skandinavíu og flutt lagið fyrir æsta aðdáendur. Lagið, This is my Life, er gríðarlega vinsælt á sólarströndum og verður til að mynda á geisladisknum Great- est Mallorca hits. - shs Eurobandið besta grúppan BESTA GRÚPPAN Þau Regína og Friðrik hittu í mark hjá dyggum Eurovision-aðdáendum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÁRÉTT 2. hvetja, 6. rykkorn, 8. bók, 9. háð, 11. tveir eins, 12. hökutoppur, 14. hnupla, 16. í röð, 17. á nefi, 18. skelf- ing, 20. grískur bókstafur, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. dægurs, 3. tveir eins, 4. vitsmuna- missir, 5. sigað, 7. heimilistæki, 10. sæti, 13. litningar, 15. heimsálfu, 16. stal, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. ar, 8. rit, 9. gys, 11. tt, 12. skegg, 14. stela, 16. tu, 17. nös, 18. ógn, 20. pí, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. rr, 4. vitglöp, 5. att, 7. ryksuga, 10. set, 13. gen, 15. asíu, 16. tók, 19. nr. „Oftast fæ ég mér hafragraut en stundum fer ég á Kaffitár og fæ mér ristað brauð og DaVinci.“ Bryndís Jakobsdóttir tónlistarkona. Fréttablaðið greindi frá því í gær að baul hestamanna á Landsmóti á Merzedes Club hefði einkum verið vegna takta Haffa Haff sem einhverjum þótti ekki við hæfi á hestamannamóti. Fréttablaðið hafði Egil Einarsson og Valgeir Magnússon í MC fyrir þessu en nú hafa borist ábendingar þess efnis að Haffi hafi ekki orsakað ónægjuna heldur þótti atriði hljómsveitarinnar fulllangt auk þess sem öll tónlist var leikin af bandi og meðlimir þóttust syngja lögin. Þetta sérstaka mál verður sjálfsagt seint útkljáð. Jónína Benediktsdóttir sló í gegn eins og vænta mátti í þætti Sverris Stormskers í gær á Útvarp Sögu og dró hvorugt af sér. Bersöglismál mætti kalla spjall þeirra. Sverrir spurði hana hvernig það mætti vera að hún liti svona vel út en Jónína hefur misst tæp 20 kíló að undanförnu. Jónína sagði að nú hefði hún hreina samvisku og því væri nú þetta fína útlit. Sverrir spurði að bragði hvort hún hefði þá ekki verið með hreina samvisku þegar hún var með Jóhannesi en þá hefði hún litið út eins og fjall. Nei, svaraði þá Jónína og þá höfum við það. Eftir því hefur verið tekið að gamlir haukar hafa snúið aftur á frétta- stofu Stöðvar 2 undanfarið. Hefur meðalaldur og reynsla fréttaliðsins aukist mikið með tilkomu fólks eins og Katrínar Pálsdóttur og Ómars Valdimarssonar. Nú heyr- ist því hvíslað að meðalaldurinn muni hækka til muna í haust þegar einn yngsti fréttamað- urinn hverfur á braut. Um er að ræða Helgu Arnardóttur sem stefnir á meist- aranám í blaða- mennsku við City-háskólann í London. - jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI GANGA.IS Ungmennafélag Íslands Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.