Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 17. júlí 2008 45 GOLF Opna breska meistaramótið hefst í dag á hinum glæsilega Royal Birkdale-golfvelli. Tiger Woods, sem unnið hefur mótið þrí- vegis, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og spilar ekki meira á árinu. Einnig er óvissa með þátt- töku Padraigs Harrington sem vann mótið í fyrra eftir umspil gegn Sergio Garcia. Harrington er meiddur á úlnliði og hefur lítið getað æft síðustu daga. Hann tók til að mynda aðeins tvö högg á æfingunni í gær. „Ef þetta væri ekki opna breska hefði ég þegar dregið mig úr mót- inu. En maður leggur aukalega á sig til þess að taka þátt í þessu móti,“ sagði Harrington sem er í holli með Justin Leonard og Retief Goosen. Fjarvera Tigers mun eðlilega hafa nokkur áhrif á sjónvarps- áhorf og þá aðallega í Bandaríkj- unum þar sem búist er við 30 pró- senta minna áhorfi en ella þar sem Tiger er fjarverandi. Engu að síður er búist við miklum áhuga heima- manna á mótinu. Ekki síst í ljósi þess að Evrópubúa hefur aldrei tekist að vinna opna breska á Royal Birkdale. Heimamenn hafa mikla trú á Lee Westwood en hann varð þriðji á opna bandaríska mótinu á dögun- um og lék vel. Einnig bíða margir spenntir eftir því að sjá Sergio Garcia sem var mjög nálægt sigri í fyrra. Svo eru spænskir íþróttamenn afar heitir þessa dagana - Spánn vann EM og Rafael Nadal vann ævin- týralegan sigur á Wimbledon-mót- inu í tennis. Justin Rose verður einnig undir smásjánni næstu daga en það var einmitt á Royal Birkdale fyrir tíu árum sem hann skaust óvænt fram á sjónarsviðið. Rose var þá aðeins 17 ára gamall áhugamaður og lenti í fjórða sæti á mótinu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og í dag er Rose níundi á heimslistan- um. „Það væri ekki hægt að búa til betra handrit að þessu. Ef þetta er mín vika verður þetta rosaleg saga. Ég hef alltaf sagt að til þess að búa til aðra sögu um mig á mótinu verði ég einfaldlega að vinna það. Það er eðlilega markmiðið og það væri svo sætt ef markmiðið næðist,“ sagði Rose. „Ég gleymi samt aldrei mótinu fyrir tíu árum síðan. Það var sannkölluð ævintýravika og stuðningur áhorfenda ótrúlegur. Það var staðið upp fyrir mér á nán- ast hverri holu og fólk segist aldrei hafa heyrt önnur eins læti á golf- velli. Mér leið eins og Jack Nick- laus,“ sagði Rose og brosti. Maður fólksins, hinn skrautlegi John Daly, er meiddur, líkt og Harr- ington, en hefur ákveðið að hlusta ekki á lækna og spila. „Það hefur verið mjög erfitt að spila allt þetta ár vegna meiðsl- anna. Það var reyndar sama sagan líka á síðasta ári,“ sagði Daly létt- ur. „Ég hef hingað til hlustað á læknana mína og látið þá laga það sem hefur þurft að laga. Þetta er reyndar í fyrsta skipti í tvö ár sem ég hlusta ekki á læknana.“ henry@frettabladid.is © GRAPHIC NEWS Clubhouse Royal Birkdale Southport BREYTINGAR Á VELLINUM Lengd vallarins 142 metrum hefur verið bætt við lengd vallarins síðan mótið fór síðast fram á Royal Birkdale árið 1998. Aðalbreytingar Níunda holan færð 23 metra til vinstri. Ný flöt er á 17. holunni og það 23 metrum aftar en síðast. Annað: Búið að bæta við 20 nýjum sandglompum. Sjö flatir hækkaðar og sex nýir teigar einnig búnir til. Opna breska meistaramótið 2008 fer fram á Royal Birkdale-vellinum VÖLLURINN HOLU FYRIR HOLU Hola par metrar hola par metrar 1 4 411 10 4 373 2 4 385 11 4 399 3 4 412 12 3 168 4 3 184 13 4 456 5 4 316 14 3 184 6 4 456 15 5 497 7 3 163 16 4 401 8 4 418 17 5 523 9 4 379 18 4 433 Út 34 3124 Inn 36 3160 Samt. 70 6559 Heimild: R&A Championships Limited Enginn Tiger Woods og meistarinn meiddur Opna breska meistaramótið hefst í dag en þetta er í 137. skipti sem mótið er haldið. Það er erfiðara en oft áður og spá fyrir um sigur- vegara enda er Tiger Woods meiddur. Meistari síðasta árs, Írinn Padraig Harrington, er einnig meiddur og óljóst hversu mikið, eða hvort, hann getur tekið þátt á Royal Birkdale-vellinum. DALY Tekur reyk á æfingu í gær og er af mörgum talinn til alls líklegur. JUSTIN ROSE Sló í gegn á Royal Birkdale-vellinum fyrir tíu árum, aðeins 17 ára áhugamaður. Hann ætlar sér stóra hluti að þessu sinni. MYND/GRAPHIC NEWS ÞRENNA HJÁ SPÁNVERJUM? Spánverjinn Sergio Garcia er efstur á blaði hjá veðmöngurum fyrir opna breska meistaramótið. Garcia segist ætla að ná þrennunni fyrir landa sína en spænska landsliðið vann EM og síðan vann Rafael Nadal, vinur Garcias, Wimbledon-mótið í tennis á dögunum. Garcia sést hér á æfingu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES + Bókaðu flug á www.icelandair.is * ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 30 64 0 7 2 0 0 8 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.