Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.07.2008, Blaðsíða 60
40 17. júlí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > FOX FITNAR Megan Fox var skipað að bæta á sig um fimm kílóum áður en tökur á næstu Transformers- mynd hófust. Leikstjóri mynd- anna, Michael Bay, ku nefni- lega ekki vera hrifinn af allt of títlulegum stelpum. Fox lét ekki á sér standa og hámar nú í sig kökur á hverju kvöldi til að mæta kröfum Bays. Nýtt myndaband með Merz- edes Club lítur dagsins ljós á næstu dögum og er um teiknimyndamyndband að ræða. Hilmar Birgir Haraldsson hefur gert teiknimyndafígúrur úr með- limum Merzedes Club en nýtt myndband þeirra er framleitt af Pipar auglýsingastofu og hefur vinnsla nú staðið yfir í um 3 vikur. Myndbandið er við lagið „I wanna touch you“ sem er titillag plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku. Nú standa yfir breytingar á teikningunum þar sem teikna þarf Möggu Eddu Gnarrsdóttur inn í teiknimyndina en hún var nýlega tekin í hljóm- sveitina sem fer innan tíðar til Portúgal til að skemmta á Club Kiss. „Nú er bara spurningin hvort myndbandið nær að skáka vin- sældum Frelsis-myndbandsins sem fór á lista Youtube í Þýska- landi, Belgíu, Hollandi, Bretlandi, Canada og Nýjasjálandi. Það myndband er nú komið með tæp- lega 300.000 skoðanir á netinu,“ segir Valgeir Magnússon umboðs- maður hljómsveitarinnar. Myndbandið er unnið í sams konar stíl og myndirnar um Family Guy. jakob@frettabladid.is Merzedes Club í teiknimynd HINN ÓGURLEGI GAZ-MAN Ekki er hægt að segja annað en vöðvastæltir meðlim- ir MC henti vel í teiknimyndina. REBEKKA SÖNGKONA Myndar skemmti- legan kontrast við vöðvatröllin en mynd- irnar eru í stíl við Family Guy. TEIKNIMYNDAVÆNIR Þarna eru dans- ararnir og söngvararnir Gaz-man og Cerez4 í góðum gír. PARTÝ-HANZ OG GILLZENEGGER Jafnvel nöfnin eru líkt og um teiknimynda- fígúrur sé að ræða. Sienna Miller hefur búið hjá nýjasta kærastanum, olíuerfingjanum Balthazar Getty, í rétt um mánuð, eða nánast frá því að hún sleit sambandi sínu og Rhys Ifans í síðasta mánuði. Getty er harðgiftur, en vinir Siennu halda því fram að hjónaband hans og Rosettu Millington hafi staðið á brauðfótum mánuðum saman og Sienna tengist því ekki neitt. Getty og Millington eiga saman fjögur börn. Barnastjarnan Miley Cyrus, sem olli nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjun- um fyrr á árinu þegar hún sat fyrir hálfnakin á myndum sem birtust í Vanity Fair, segist ekki ætla að stunda kynlíf fyrr en hún giftir sig. Hún segir hring sem hún ber stöðugt tákna loforð sem hún hefur gefið sjálfri sér og fjölskyldu sinni um skírlífi. Hvort Miley stendur við það eður ei á eftir að koma í ljós, en hún virðist nú stefna hraðbyri í að verða næsta Britney Spears, sem var með svipaðar yfir- lýsingar á sínum tíma. FRÉTTIR AF FÓLKI Kate Hudson hefur tekið að sér hlutverk í söngva- myndinni Nine, sem byggð er á söngleik sem naut mikilla vinsælda á Broad- way. Söngleikurinn er aftur á móti byggður á mynd ítalska leikstjórans Federico Fellini, 8½. Hlutverk Hudson ku hafa verið skrifað sérstaklega fyrir hana, eftir að aðstandendur myndarinnar heill- uðust af söng- og danshæfileikum leikkonunnar. Meðal annarra leikara í myndinni eru Daniel Day-Lewis, Nicole Kidman, Penelope Cruz, Judi Dench og Sophia Loren. Jake Gyllenhaal er í blótsyrðaátaki. Það er ekki sjálfskipað, heldur eitt af skilyrðunum sem kærasta hans, Reese Witherspoon, setti fyrir því að hann flyttist inn á heimili hennar og barnanna Övu og Deacon, sem Reese á með Ryan Phill- ippe. „Jake var vanur að blóta eins og sjóari, en ekki lengur. Ef hann gerir það þarf hann að biðjast afsökunar,“ segir vinur leikar- ans. FRÉTTIR AF FÓLKI Næsta föstudag stendur til að taka upp auglýsingu fyrir BYR, sem framleiðendur fullyrða að verði „magnaðasta sjónvarps- auglýsing fyrr og síðar“. Þar verður Páll Óskar Hjálmtýsson fremstur í flokki, en auglýsingin á að vera í söngleikja- stíl, með skrúðgöngu og dansatriðum sem fléttast um söngvar- ann vinsæla. Pegasus sér um framleiðslu auglýsingarinnar, sem á að kynna námsmannaþjón- ustu BYRs. Páll Óskar er ekki óvanur auglýsingagerð en hann hefur áður auglýst Rís og fleira. Auglýst hefur verið eftir þátttak- endum í skrúðgönguna á Facebook og víðar. Ekkert hefur hins vegar verið gefið upp um hvaða lag mun heyrast í auglýsingunni. „Menn verða bara að bíða og sjá en ég veit að Páll fór á lokadansæfingu í gær og hann segir mér það að þetta sé geðveik „choreograph“-ía. Þetta verður eitthvað mjög Páls Óskars-vænt,“ sagði Helga Jónasdóttir hjá BYR. Páll Óskar ku hafa verið valinn vegna þess að „hann er sá flottasti. Auk þess sem hann er mjög meðvitaður um sína fjárhags- legu heilsu.“ Engar tölur liggja frammi um kostnað við auglýsinguna, sem var sett í uppboð. Eina sem stendur í vegi fyrir framleiðslu og þá sýningu auglýsingarinnar á þessu stigi er veðrið. „Eins og Páll Óskar sagði, nú liggjum við á bæn að fá sól og heiðan himinn,“ sagði Helga. Um 130 statistar og þrír danshópar, break- danshópur, fimleikahópur og hefð- bundinn danshópur koma fram í auglýsingunni. -kbs Páll Óskvar í söngvamyndagír FLOTTASTUR Páll Óskar Hjálmtýrsson auglýsir BYR FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ÚTSALA ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR Á 1.000 - 7.000 KR. SMÁRALIND ÚTSALA ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR Á 500 - 4.000 KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.