Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 32

Fréttablaðið - 17.07.2008, Side 32
[ ] Sæþotueigendur flykkjast út á sjó yfir sumartímann og þá er oft gaman að vera í félagsskap með fleirum. „Það segir sig sjálft að þegar einn maður er á sæþotu þorir hann kannski ekki að fara hvert sem er. Þú siglir ekkert einn út í buskann,“ segir Óli Þór Harðarson, einn af stofnendum sæþotuklúbbsins Jet- vik.is í Reykjavík. „Það er að sjálf- sögðu mikið öryggi að hafa ein- hvern annan með sér.“ Óli Þór segir að fólk sem stundi sæþotusiglingar hafi verið svolít- ið eitt í sínu horni þótt margar sæþotur séu á Íslandi og því var Jetvik.is stofnaður. „Við reynum að fá fólk saman í íþróttina.“ Að sögn Óla Þórs var klúbburinn stofnaður í vor og hann segist halda að félagsmenn séu orðnir um tuttugu í dag. „Það er svo sem ekki búið að gera neitt spennandi í sumar. Við ætlum að gera það núna, um leið og við fáum nýju sæþoturnar okkar,“ segir Óli Þór spenntur og bætir við að þær muni koma á næstu dögum. Óli Þór upplýsir að íþróttin sé aðallega stunduð á sumrin, frá apríl og fram í september. „Við erum voða lengi en það er mis- jafnt hvað fólk nennir að þrauka í þessu.“ Á veturna þegar sæþot- urnar eru faldar frá sjónum fer Óli á fjórhjól eða vélsleða. „Ég fer náttúrlega bara í eitthvert annað sport á veturna.“ Þegar Óli Þór er inntur eftir því hvernig tilfinning það sé að stýra sæþotu segir hann að það sé rosa- legt frelsi. „Það eru orðnar svo miklar hömlur í öllu sporti á Íslandi í dag. Ef fólk er á krossara þá er því skipað að vera uppi í Bol- öldu og ef fólk er á fjórhjóli þá má það bara vera þarna en ekki hérna. Ef fólk fer eitthvað aðeins út fyrir þá er komin þyrla að elta það,“ segir Óli Þór hlæjandi. „Fólk er mjög mikið í friði á sæþotunni og hægt að fara hvert sem er, hve- nær sem er.“ Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.jetvik.is. martaf@frettabladid.is Á sæþotu allt sumarið Sæþotusiglingar eru aðallega stundaðar frá apríl og fram í september. MYND/PÉTUR RÓBERT SIGURÐSSON Jetvik.is reynir að ná fólki saman í íþrótt- inni. MYND/PÉTUR RÓBERT SIGURÐSSON Óli Þór Harðarson segir að fólk sé í friði á sæþotunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Línuskautar eru skemmtilegur fararmáti á sumrin. Línu- skautar þjálfa allan líkamann og er mjög góð hreyfing. Tilvalið fyrir vini eða fjölskyldu að skella sér saman á línuskauta.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.