Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 22.07.2008, Qupperneq 34
● lh hestar 22. JÚLÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR14 Stóðhesturinn Hágangur frá Narfastöðum er trúlega einn mesti öðlingur í röðum stóðhesta. Eigandi hans er Ingunn Ingólfsdóttir, sem er aðeins átta ára. Hún reið honum sjálf í verðlaunaafhendingu á Landsmóti hestamanna. Hágangur var fjórði í röð sex stóðhesta sem sýnd- ir voru til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi á LM2008. Það vakti mikla athygli þegar Ingunn kom ríðandi á honum í brautina. Hesturinn hlýddi henni í einu og öllu og brá sér hvergi, hvorki við klapp áhorfenda né hávaða úr hátalarakerfinu. Hann er undan Glampa frá Vatnsleysu og Heru frá Herríðarhóli, sem er undan Orra frá Þúfu. Í ættinni eru örir og skapmikl- ir viljahestar. En svona er hrossaræktin. Þar getur allt gerst. Afkvæmi Hágangs eru flest klárhross eins og hann sjálfur, hágeng, viljug og geðgóð. EINSTAKLEGA BARNGÓÐUR OG TRAUSTUR Óhætt er að segja að Hágangur sé einstkalega barn- góður og traustur. Hann hefur látið flest eftir eiganda sínum alveg frá því að hún gat sjálf haldið á beisli og klifrað á bak. Fræg er sýning þeirra í Fluguhöllinni á Sauðárkróki þar sem Hágangi var sleppt lausum og Ingunn, þá aðeins fjögra ára, beislaði hann, príl- aði á bak og reið honum um hallargólfið eins og ekk- ert væri. „Þeirra samband hefur verið alveg sérstakt frá fyrstu tíð,“ segir Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöð- um, faðir Ingunnar. Það hefur aldrei komið upp á að hann hlýði henni ekki í einu og öllu. Ég keypti Há- gang tveggja vetra og það var ákveðið strax að hann yrði hestur Ingunnar og skráður á hana. Hann er af- skaplega þægur og traustur og afkvæmi hans hafa flest verið þæg í tamningu, eftir því sem ég best veit,“ segir Ingólfur. Sérstakt samband frá upphafi Söngkonan Elísabet Alla sló heldur betur í gegn á Landsmóti hestamanna. Hún er aðeins fimm ára, en var ekki vitund tauga- óstyrk þótt áheyrendur væru um fjórtán þúsund. Elísabet Alla var sigurvegari í söngvakeppni barna sem fór fram í Húsa- smiðjugarðinum svokallaða á LM2008, sem var leiksvæði fyrir börn. Hún flutti svo sigurlagið á kvöldvöku á laugardagskvöldið og heillaði viðstadda svo sannarlega upp úr skónum. Elísabet Alla býr á Siglufirði hjá pabba og mömmu og Vigfúsi Fannari bróður. Söng- og leiklistarhæfileikana fékk hún frá Steinu frænku og Öllu ömmu á Sigló. Bróðir hennar, Vigfús Fannar, er líka tónlistarmaður, en segir að litla systir sé bróðurbetrungur á því sviði. Aðaláhugamál fjöl- skyldunnar er þó hestamennskan. Elísabet Alla ríður gjarnan fremst í flokki á hestinum sínum Robba, sem er vindóttur öðlingur. ROSALEGA GAMAN Á LANDSMÓTI „Elísabetu fannst rosalega gaman á Landsmótinu,“ segir móðir henn- ar, Sigríður Vigfúsdóttir. „Húsasmiðjugarðurinn sló alveg í gegn. Það er óskaplega mikill munur að fá fría gæslu fyrir börnin á svona skemmtilegu leiksvæði. Það gerir fjölskyldufólki mun auðveldara fyrir að sækja Lands- mótin og hafa alla með. Þótt börn hafi gaman af hestum þá hafa þau enga eirð í sér að horfa á keppni og sýningar allan daginn. Þetta gefur foreldr- um kost á að sitja lengur í brekkunni og horfa á gæðingana í brautinni.“ En hvernig er það á Sigló, er hestamennskan búin þegar Landsmótið er búið? „Nei, síður en svo,“ segir Sigríður. „Sumarið er aðaltíminn í hesta- mennskunni. Þá erum við með hrossin á Fyrirbarði í Fljótum, sem er ynd- islegasta sveit á Íslandi. Þar er alltaf mikið um að vera, fullt af krökkum og margt brallað; fylgst með folöldunum, hreiðrunum og endalaust hægt að leika sér. Og svo förum við með hestana á Æskulýðsmót Norðurlands á Melgerðismelum. Elísabet Alla verður að sjálfsögðu með, enda nýbúin á viku reiðnámskeiði,“ segir Sigríður. Söng fyrir fjórtán Gári frá Auðsholtshjáleigu hlaut efsta sætið í flokki stóðhesta sem sýndir voru til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi á LM2008. Hefur hann þar með gert sig líklegan í baráttunni um Sleipnisbikarinn að tveimur til fjórum árum liðn- um. Gári er úr ræktun þeirra Gunn- ars Arnarsonar og Kristbjarg- ar Eyvindsdóttur á Auðsholts- hjáleigu, undan Orra frá Þúfu og Limru frá Laugarvatni. Gári braut blað þegar hann hlaut 8,87 fyrir byggingu fjögurra vetra. Afkvæmi hans sverja sig í ætt- ina hvað sköpulagið varðar og eru að auki viljug og glæsileg alhliða hross. Átján þeirra eru með fulln- aðardóm og þar af eru átta með fyrstu verðlaun, eða tæpur helm- ingur. Fjöldi hrossa frá Auðsholtshjá- leigu tók þátt í kynbótasýning- um og gæðingakeppni á LM2008. Til dæmis þá kepptu nafnarnir og frændurnir Eyvindur Gunn- arsson og Eyvindur Hreggviðs- son til úrslita í ungmennaflokki, báðir á hestum frá Auðsholtshjá- leigu. Á ræktunarbússýningunni kom fram myndarlegur hópur frá búinu, sem taldi hvorki fleiri né færri en tuttugu og eitt hross, hvert öðru betra. Glæsilegur ár- angur og myndarlega að staðið. Glæsileg og sterkbyggð Elísabet Alla söng lagið Bahama af mikilli innlifun fyrir Landsmótsgesti. MYND/JENS EINARSSON Ingunn Ingólfsdóttir, átta ára, á stóðhesti sínum, Hágangi frá Narfastöðum, á verðlaunaafhendingu á Landsmóti hestamanna. MYND/JENS EINARSSON Gunnar og Kristbjörg taka við verðlaunum fyrir Gára frá Auðsholtshjáleigu. Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, lengst til vinstri. MYND/JENS EINARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.