Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 8
8 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR SKULDABRÉF N1 HF. TEKIN TIL VIÐSKIPTA Á OMX NORDIC EXCHANGE ICELAND HF. N1 hf. hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. Heildarnafnverð skuldabréfanna sem nú eru tekin til viðskipta er 2.000.000.000 kr. í einum flokki. Nafnverð hverrar einingar er 10.000.000 kr. Skuldabréfin eru óverðtryggð og greiðir bréfið árlega 20,30% fasta vexti af höfuðstól. Fyrsti vaxtadagur er 11. júlí 2008. Fyrsti vaxtagjalddagi er 13. júlí 2009 og annar og síðasti vaxtagjalddagi er 11. janúar 2010. Höfuðstól bréfanna ber að endurgreiða í einni greiðslu á lokagjalddaga þann 11. janúar 2010. Auðkenni flokksins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er N1 08 1 og ISIN IS0000018315. OMX Nordic Exchange Iceland hf. mun taka skuldabréfin til viðskipta þann 25. júlí 2008. Umsjón með sölu skuldabréfanna og töku til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. er Glitnir banki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík. Lýsinguna og önnur gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá N1 hf, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi og á heimasíðu N1 hf. www.n1.is fram til lokadags skuldabréfanna. Reykjavík, 25. júlí 2008. Auglýsingasími – Mest lesið ÞÝSKALAND, AP „Ný kynslóð, okkar kynslóð, verður að setja mark sitt á söguna,“ sagði Barack Obama, forsetaefni bandaríska Demó- krataflokksins, í ræðu sem hann flutti við Sigursúluna í Berlín í gær. Meira en tvö hundruð þúsund manns voru mætt til að hlýða á ræðu hans, þar sem hann sagði nauðsynlegt að rífa niður múra milli trúarbragða, kynþátta og þjóða. „Þegar þið, þýska þjóðin, rifuð niður þennan múr,“ sagði hann og átti þá við Berlínarmúrinn, sem stóð ekki langt frá ræðustað hans, „þá hrundu niður múrar um heim allan.“ Nú þurfi að halda áfram því starfi. Hann kom víða við í ræðu sinni við Sigursúluna í Berlín í gær. Hann hvatti Evrópubúa og Banda- ríkjamenn til að starfa saman að því að „vinna bug á hryðjuverkum og þurrka upp þann öfgabrunn sem nærir þau“. Ljúka þurfi stríðinu í Írak, krefja Írana um að hætta við kjarn- orkuáform sín og efla baráttuna gegn talibönum í Afganistan. Barack Obama fetaði í fótspor Bandaríkjaforsetanna Johns F. Kennedy og Ronalds Reagan í gær með því að flytja ræðu undir berum himni í Berlín. Mótherji hans, John McCain, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sagðist þó frekar vilja flytja ræðu þar þegar hann væri orðinn for- seti Bandaríkjanna heldur en sem forsetaframbjóðandi. „Hann er að tala til Þjóðverja, Berlínarbúa, en kjarninn í boð- skapnum, hinn raunverulegi boð- skapur, er ætlaður kjósendum hans í Bandaríkjunum,“ sagði Eck- art van Klaeden, þingmaður í íhaldsflokki Angelu Merkel kansl- ara. Í mannfjöldanum í Berlín var ungur Bandaríkjamaður, Vernon Thomas frá Omaha í Nebraska, sem sagði ótrúlegt að sjá hve mik- inn stuðning Obama hafi í Þýska- landi: „Mér finnst þetta undravert. Hér í Berlín er fleira fólk komið til að sjá hann heldur en í heima- bæ mínum,“ sagði Thomas, sem tvisvar hefur hlýtt á Obama flytja ræðu í Omaha. Obama hitti fyrr um daginn Angelu Merkel, kanslara Þýska- lands, og Klaus Wowereit borgar- stjóra. gudsteinn@frettabladid.is Vill rífa fleiri múra niður Meira en tvö hundruð þúsund manns hlýddu á ræðu Baracks Obama í Berlín í gær. Obama hvatti Evrópu- menn og Bandaríkjamenn til að starfa saman. OBAMA Í BERLÍN Forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins var tekið eins og popp- stjörnu í Berlín í gær, þar sem meira en tvö hundruð þúsund manns hlýddu á ræðu hans við Sigursúluna á 17. júní-stræti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Verjandi Jóns Ólafsson- ar, Ragnar Aðalsteinsson, sem og ákæruvaldið, fengu ekki að tjá sig um kröfur sínar og rök um skipan Sigurðar G. Guðjónssonar sem annars verjanda Jóns. Ragnar hefur sagt að málið sé réttarfars- leg mistök. „Þegar við mættum til þing- halds í fyrradag las dómarinn úrskurðarorðin upp, án þess að heyra sjónarmið aðila. Það er grundvallarregla að við fáum að tjá okkur,“ segir Ragnar. Úrskurðað var í fyrradag að ekki mætti skipa Sigurð sem verj- anda Jóns því möguleiki væri á að hann væri vitni í málinu, en hann var eitt sinn forstjóri Norðurljósa. „Sigurður hefur aldrei verið yfir- heyrður sem vitni í þessu máli,“ segir Ragnar. „Sakborningur [Jón Ólafsson] ætti að vera í bestu aðstöðunni til að meta hvort verj- andi geti sinnt starfi sínu af trú- mennsku.“ Jón Ólafsson, ásamt þremur öðrum sem störfuðu hjá Norðurljósum, er ákærður fyrir að hafa svikið 360 milljónir króna undan skatti. Í lögum um meðferð opinberra mála segir: „ekki má skipa eða tilnefna þann mann verj- anda sem kann að verða kvaddur til að bera vitni“. Ákvörðunin hefur verið kærð til Hæstaréttar. - vsp Ragnar Aðalsteinsson ósáttur við úrskurð: Fengu ekki að tjá sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.