Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 25. júlí 2008
Parques Majeures er franskur leik-
og gjörningahópur sem hefur sér-
hæft sig í sýningum á nýstárlegri
hreyfimyndalist. Hópurinn er um
þessar mundir hér á landi í boði
fyrirtækjanna Adami og Spedidam
og hefur ferðast um landið með
sýningu sína Skin & the Whales.
Hún var til að mynda sýnd á Húsa-
vík nú um síðustu helgi.
Þeir höfuðborgarbúar sem eru
sérlega áhugasamir um franska
gjörningalist geta nú tekið gleði
sína þar sem að sýningin verður
sett upp í Norræna húsinu nú um
helgina. Höfundur sýningarinnar
er Marc Joseph Sigaud, en hún
byggist upp í kringum hreyfimynd-
ir sem varpað er í leikmyndina og
að auki hreyfa leikarar sig inn og
úr mynd. Sýningin skiptist upp í
þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlut-
arnir takast á við mannslíkamann
en þriðji hlutinn, Whales, fjallar
um samband mannlegs eðlis við
náttúruna. Þessi síðasti kafli verks-
ins varð reyndar til fyrir tilstuðlan
fyrstu ferðar Marcs Joseph til
Húsavíkur fyrir tveimur árum og
má því halda því fram að íslensk
náttúra hafi enn á ný sannað áhrifa-
mátt sinn.
Sýningarnar í Norræna húsinu
fara fram í kvöld og annað kvöld kl.
20. Aðgangur er ókeypis og öllum
opinn. - vþ
Frönsk leik-
og gjörningalist
Tónlistarhópurinn Njúton stendur
í stórræðum þessa dagana. Hópur-
inn heldur þrenna tónleika á næst-
unni; í dag og annað kvöld og svo
um verslunarmannahelgina.
Njúton kemur fram í Ketilhús-
inu á Akureyri í dag kl. 12 á vegum
Listasumars á Akureyri. Á efnis-
skrá tónleikanna eru verk eftir
Þuríði Jónsdóttur, Karólínu Eiríks-
dóttur og Ragnhildi Gísladóttur.
Einnig verða frumflutt verk eftir
Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur
og Þráin Hjálmarsson.
Á sunnudag kl. 16 kemur Njúton
svo fram í íbúð á jarðhæð á Grett-
isgötu 18 í Reykjavík. Tónleikarn-
ir eru styrktir af Hlaðvarpanum,
menningarsjóði kvenna á Íslandi,
og verður því einungis flutt tónlist
eftir konur, þeirra á meðal Malin
Bång og Mist Þorkelsdóttur. Tón-
leikarnir eru unnir í samstarfi við
myndlistarkonuna Ingibjörgu
Magnadóttur.
Njúton tekur svo þátt í tónlistar-
hátíðinni í Skálholti laugardaginn
2. ágúst kl. 21. Þar mun hópurinn
leika verk eftir Malin Bång, Önnu
S. Þorvaldsdóttur, Ragnhildi Gísla-
dóttur, Helga Guðmundsson og
Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.
Njúton skipa að þessu sinni þau
Berglind María Tómasdóttir
flautuleikari, Grímur Helgason
klarinettuleikari, Hildur Ársæls-
dóttir sem leikur á sög og fiðlu,
Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari
og Frank Aarnink slagverksleik-
ari. - vþ
Njútón á ferðalagi
Mánudaginn 21. júlí kom út hjá bókaforlaginu Bjarti LJÓÐA-
SAFN 1978-2008 eftir Sjón. Er þetta
sérstök hátíðarútgáfa, í tilefni þess að
nákvæmlega 30 ár eru liðin síðan hans
fyrsta ljóðabók, Sýnir, leit dagsins ljós. Í
þessu heildarsafni eru prentaðar ellefu
ljóðabækur skáldsins, sem margar hafa
verið ófáanlegar um
langt skeið. Sjón (f.
1962) er ljóðskáld
og sagnahöfundur
sem hóf feril sinn
með ljóðabókinni
Sýnir sumarið 1978.
Á níunda áratugnum
var hann í farar-
broddi þeirra ungu
skálda sem leituðust við að endurnýja
íslenska ljóðlist með tækjum súrreal-
ismans. Jafnframt því að hafa samið
ellefu ljóðabækur hefur Sjón ritað
söngtexta, líbrettó, kvikmyndahandrit
og sex skáldsögur. Bókin er 380 bls. og
er prentuð á Englandi.
JPV útgáfa gefur út rit eftir Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson sem
hefur að geyma allt það sem nauðsyn-
legt er að vita um furðudýr og ferlegar
ófreskjur úr íslenskum þjóðsagnaarfi.
Bókin, Íslenskar kynjaskepnur, kemur
út á bæði íslensku og ensku og heitir
hún í þýðingu Meeting with Monsters.
Skepnurnar sem fjallað er um í bókinni
skutu landsmönnum skelk í bringu á
fyrri öldum en hafa að mestu haldið
sig til hlés síðustu ár. Skepnunum og
sérkennum þeirra eru gerð nákvæm
skil í texta og heimkynni þeirra og
birtingarstaðir eru sýndir á korti. Einnig
prýða bókina einstæðar myndir sem
varpa nýju ljósi á þennan þátt í arfi
Íslendinga.
Jón Baldur
Hlíðberg er
myndlistar-
maður og Sig-
urður Ægisson,
þjóðfræðingur
og guðfræð-
ingur að
mennt, hefur í
gegnum tíðina
skrifað jöfnum höndum um náttúru-
fræði, þjóðfræði og guðfræði. Íslenskar
kynjaskepnur er þriðja samstarfsverk-
efni þeirra félaga en fyrr hafa þeir gefið
út í sameiningu Ísfygla: íslenskir fuglar
= aves islandicæ og Íslenskir hvalir fyrr
og nú. Bókin er 136 bls. og prentuð í
Slóveníu.
Út er komið Stafróf dýranna eftir Halldór Á. Elvarsson í ódýrri og
handhægri útgáfu með mjúkum
spjöldum en þessi vinsæla bók kom út
innbundin árið 2006. Þetta er bók sem
kennir ungum bókaormum stafina í
stafrófinu.
Bókstafirnir
frá a til ö
eru kynntir
til sögunnar
með hjálp
þrjátíu og
tveggja
dýra úr öllum heimshornum. Léttum
fróðleik um dýrin er fléttað saman
við fyrstu skrefin í lestrarnámi með
einföldum texta og sniðugum mynd-
um. Höfundurinn gerir lestrarnámið
mjög spennandi í þessu skemmtilega
stafrófskveri fyrir fróðleiksfús börn sem
langar að kynnast stöfunum. Mál og
menning gefur út.
NÝJAR BÆKUR
MARC JOSEPH SIGAUD Höfundur sýn-
ingarinnar Skin & the Whales sem sýnd
verður í Norræna húsinu um helgina.
SKÁLHOLTSKIRKJA -Tónlistarhópurinn
Njútón kemur fram í kirkjunni um versl-
unarmannahelgina.