Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 16
16 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Tilkynningum til barna- verndaryfirvalda fjölgaði um nær fjórðung milli áranna 2006 og 2007 eða 22 prósent. Alls bárust 6.893 tilkynningar til barna- verndarnefnda árið 2006 en í fyrra voru tilkynningarn- ar 8.410 talsins. Jafngildir það því að á hverjum degi hafi barnaverndarnefndum landsins borist 23 tilkynn- ingar að jafnaði. Steinunn Bergmann, félagsfræð- ingur hjá Barnaverndarstofu, sem fer með stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðuneytisins, segir tæp 30 prósent tilkynningana hafa borist vegna vanrækslu for- eldranna. Þá hafi um ein af hverj- um fimm tilkynningum verið vegna ofbeldis foreldra hvort sem um var að ræða tilfinningalegt, lík- amlegt, eða kynferðislegt ofbeldi, um helmingur tilkynningana sé svo vegna áhættuhegðunar ung- menna. Nálgast hættumörk Í byrjun nóvember á síðasta ári var ljóst að mikil fjölgun tilkynn- inga hafði orðið milli ára. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, sagði þá í viðtali við Fréttablaðið að alvarlegt væri að þótt þeim málum sem bærist á borð sveitarfélaga fjölgi mjög á fimm ára tímabili hefði starfs- mönnum barnaverndarnefnda ekki fjölgað svo merkjanlegt væri. Álag væri nú orðið mjög mikið á starfsmenn. „Það sem veldur mér helst áhyggjum er að með auknu álagi á starfsmenn gefst þeim minni tími til að sinna alvarlegum málum. Ég velti fyrir mér hvort við séum ekki komin að hættu- mörkum hvað þetta varðar,“ sagði Bragi. Hann benti þó á að fjölgun tilkynninga þyrfti ekki að vera alslæm. Mikill hluti þeirra myndi skýrast af breyttum starfsháttum lögreglu og vaxandi trausti almennings á barnavernd. Auk þess mætti einnig benda á að mörg þessara mála væru ekki af alvar- legum toga en þeim yrði engu að síður að sinna. Hlutfallslega færri mál könnuð Í skýrslunni nú birtir Barnavernd- arstofa í fyrsta sinn tölur yfir fjölda þeirra mála sem nefndirnar ákveða að kanna samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Það sem kemur í ljós þegar rýnt er í þær tölur er að þótt þeim til- kynningum sem hafa borist á borð barnaverndanefnda hafi fjölgað gríðarlega síðustu þrjú ár er ekki teljandi breyting á fjölda þeirra mála sem barnarverndarnefndir sinna. En eftir því sem fram kemur í gögnum Barnaverndastofu eru þetta að jafnaði mál er varða 2.100 til 2.200 börn. Einnig kemur þar fram að sífellt lægra hlutfall mála sem tilkynnt eru til barnaverndar- nefnda leiðir til könnunar og hugs- anlegra afskipta af hálfu nefnd- anna. Þannig var þetta hlutfall um 45 prósent á árinu 2006 en 52,5 pró- sent fjórum árum áður. Steinunn segir tvær skýringar kunna að liggja að baki því að starfsmenn barnaverndarnefnda sinna hlutfallslega færri málum en áður. Önnur sé að fjölgun hafi orðið á þeim málum sem álitin eru létt- vægari þar sem þröskuldur fólks gagnvart misfellum á aðbúnaði barna sé mun lægri en áður var. Hin skýringin kunni þó að felast í því að barnaverndarnefndir kom- ist ekki yfir fleiri mál vegna ónógs mannafla. Steinunn segist þó ekki óttast að stærri mál verði útundan vegna þessa. Þau hafi ávallt forgang í kerfinu. „Hins vegar óttast ég að þetta verði til þess að minni málum sé ekki sinnt í tæka tíð og hætt við að þau þróist til verri vegar,“ segir hún. Vandi vegna vaxandi fíkniefna- neyslu Mikil umræða skapaðist um aðstæður barna vímuefnaneytenda fyrr á þessu ári eftir að ættingjar ungrar tveggja barna móður sem lést frá börnum sínum vegna neyslu gagnrýndu aðgerðaleysi barnaverndar. Barnaverndarstofa aflaði upplýsinga á landsvísu um ástand þessara mála í kjölfar umræðunnar og gagnrýni ættingj- anna. Athugunin leiddi í ljós að árið 2007 og til maí á þessu ári komu barnaverndarnefndir að málum sex mæðra og eins föður sem höfðu haft forsjá barns og létust af völd- um vímuefnaneyslu og geðræns vanda. Foreldrarnir sem létust áttu samtals tólf börn sem þeir höfðu forsjá yfir. Að auki komu fram upplýsingar um andlát fjögurra foreldra af sömu ástæðum, sem ekki höfðu forsjá barna sinna. Um er að ræða tvær mæður og tvo feður sem samtals áttu sjö börn sem ýmist lutu forsjá hins foreldr- isins, náinna aðstandenda eða ann- arra fósturforeldra. Tölurnar tóku yfir íbúa alls landsins en flest málin voru úr Reykjavík. Þá er vert að benda á að í svörum barnaverndarnefnda landsins við fyrirspurn Barnaverndarstofu kom fram að fjölmargir foreldrar sem nefndirnar hafa nú afskipti af geti talist í lífshættu vegna neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum. Steinunn bendir á að nái fólk að yfirstíga fíknisjúkdóminn sé það yfirleitt ekki verri foreldrar en aðrir. „Foreldrar sem eru í neyslu eru þó engan veginn hæfir til að annast börnin,“ segir hún en bend- ir á að úrræði fyrir foreldra sem glími við fíkn séu mörg og fjöl- breytt. Börn í fóstri Á árunum 2004 til 2007 fjölgaði til- kynningum um vanrækslu á umsjón barna og eftirliti um 657 mál, eða úr 1.513 í 2.170 yfir allt landið. Fréttablaðið fjallaði um málið í maí og sagði Bragi veruleg- an hluta þessara tilteknu tilkynn- inga kominn til vegna fíkniefna- neyslu foreldra. Samhliða fjölgun þessara tilkynninga hefði börnum í tímabundnu fóstri fjölgað en tals- verður hluti þeirra barna sem send eru í fóstur eru börn vímuefna- neytenda. Í fyrra voru alls 138 börn í tíma- bundnu fóstri yfir allt landið á vegum barnaverndarnefnda. Heildarfjöldi barna í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda var í fyrra 357 samtals. Markmiðið með tímabundnu fóstri er að barn- ið fari heim á ný og eru foreldrar með forsjá barnsins á meðan það er í fóstri. Í tölum frá Barnavernd- arstofu kemur einnig fram að börn sem voru í varanlegu, tímabundnu eða styrktu fóstri á Íslandi voru samtals 308 árið 2003. Sá fjöldi var óbreyttur árið 2004 en árið 2005 voru börnin orðin 326 talsins. Árið 2006 voru þau 343 en í fyrra voru börn í fóstri samtals 357. Skýringu á þessari fjölgun segir Steinunn einnig geta falist í því að mun færri börn eru nú send á með- ferðarheimili en áður. Í skýrslunni kemur einnig fram að í fyrra fjölgaði þeim sem vildu gerast fósturforeldrar. Steinun segir ekkert slegið af kröfum til þeirra sem sækja um leyfi til að vera fósturforeldrar þótt aukin þörf hafi verið á þessu úrræði. Ítarleg athugun fari ávallt fram svo hægt sé að ábyrgjast öryggi barnsins sem best. Gagnrýni á ónóga gæslu sem komið hefur upp vegna lögreglurannsóknar á máli stúlku, sem kveðst hafa verið mis- notuð meðan hún var í fóstri, svar- ar Steinunn þannig til að tölfræði sýni ekki fram á að börn hjá fóstur- foreldrum séu í meiri hættu á mis- notkun en önnur. Aldrei sé hægt að útiloka að slík mál komi upp. FRÉTTASKÝRING: Yfirlit yfir störf barnaverndarnefnda Alla daga frá10 til 22 800 5555 BRAGI GUÐBRANDSSON Forstjóri Barnaverndarstofu hefur bent á að starfsfólki barnaverndarnefnda hafi ekki fjölgað í hlutfalli við gríðarlega fjölgun tilkynninga. STEINUNN BERGMANN Félagsráðgjafi hjá Barnverndarstofu segir að stærri mál fái ávallt forgang. Mikil fjölgun mála geti þó orðið til þess að þeim málum sem talin eru léttvægari er ekki sinnt og geta þau því þróast á verri veg vegna aðgerðaleysis. OFBELDI OG ÁHÆTTUHEGÐUN Tæp 30 prósent tilkynninganna bárust vegna vanrækslu foreldra. Um ein af hverjum fimm tilkynningum vegna ofbeldis foreldra, hvort sem um var að ræða tilfinningalegt, líkamlegt, eða eða kynferðislegt ofbeldi. Um helmingur tilkynninganna var vegna áhættuhegðunar ungmenna. Barnaverndaryfirvöld fá sífellt fleiri mál sem þau ná ekki að komast yfir FRÉTTASKÝRING KAREN D. KJARTANSDÓTTIR karen@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.