Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 52
28 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Til skamms tíma voru sjóræningja- útgáfur (eða „bootleggar“) mjög eftirsóttar meðal tónlistaraðdáenda. Þetta var sériðnaður til hliðar við opinbera útgáfubransann. Oftast voru þetta tónleikaupptökur í misjöfnum gæðum og óútgefið efni. Ég man vel eftir öllum sjóræningja- sölunum á Camden-markaðnum og svo var Kiddi í Hljómalind líka með fínar tónleikaútgáfur frá Ítalíu, en höfundarréttarlög þar í landi eru öðruvísi en annars staðar. Sá sem tekur upp á útgáfuréttinn … Með tilkomu skráarskiptaforrita og netsins eru hins vegar allar sjóræningjaútgáfurnar falar án greiðslu á netinu rétt eins og aðrar útgáfur þannig að fágæti þeirra er að mestu fyrir bí. Undanfarið hafa líka nokkrar af eftirsóttustu sjóræningjaútgáfunum fengið opinbera útgáfu, sem er auðvitað skynsamlegasta leiðin til þess að höfundar efnis fái greitt og aðdáendur fái gæðavöru í hendurnar. Ágætt dæmi er The Bootleg Series með Bob Dylan. Nýlega gaf EMI út einn eftirsóttasta bootleg David Bowie, útvarpsupptöku af tónleikum hans með Spiders From Mars-bandinu í Santa Monica í Kaliforníu 20. október 1972. Þetta voru tónleikar á fyrsta Ameríkutúr Bowies og hann er í fantastuði. Lagalistinn er hrein snilld, 18 lög; Ziggy, Changes, Life on Mars?, Five Years, Space Oddity, Moonage Daydream, With of a Circle, Jean Genie o.s.frv., en líka My Death eftir Jacques Brel og Velvet- slagarinn Waiting For The Man … Bandið auðvitað frábært, ekki síst gítarhetjan Mick Ronson. Þessi nýja útgáfa kemur í flottri öskju með auglýsingaefni og blaðagreinum frá þessum tíma. Hún er unnin með þátttöku Bowies sjálfs. Mikið gleðiefni fyrir Bowie-aðdáendur þó að einhverjir séu óhressir með að hluti af kynnningum Bowies hafi verið klipptur burt. Sjóræningjaútgáfa upp á yfirborðið BOWIE OG RONSON Santa Monica- tónleikarnir frá 1972 hafa lengi verið eftirsóttir meðal aðdáenda. > Plata vikunnar Atomstation - Exile Republic ★★ „Atomstation gefur skít í frumleika og rokkar að hætti pungsveittra kana. Spilagleði sveitarinnar ætti auðveldlega að smita keyrsluþyrsta rokk- hausa.“ - KG > Í SPILARANUM Dr. Dog - Fate The Hold Steady - Stay Positive Fleet Foxes - Fleet Foxes Villi Valli - Í tímans rás Conor Oberst - Conor Oberst DR. DOGCONOR OBERST Fáar hljómsveitir fá eins mikið pláss hjá pressunni um þessar mundir og hljómsveitin Black Kids frá Flórída. Frumburður sveit- arinnar var að koma út en ótrúlegar væntingar hafa verið um plötuna. Steinþór Helgi Arnsteinsson athug- aði hvort Black Kids sé enn ein oflofsbólan eða hafi virkilega eitthvað fram- bærilegt fram að færa. Í upphafi árs settu helstu miðlar, á borð við BBC og Rolling Stone, saman lista yfir þá listamenn sem þeir þóttu líklegir til að slá í gegn á árinu 2008. Nokkur nöfn á þessum listum hafa þegar slegið í gegn og má þar til dæmis nefna MGMT, Duffy og Santogold. Önnur hljóm- sveit sem var ofarlega á öllum þess- um spekingslistum var Black Kids frá borginni Jacksonville í Flórída. Væntingarnar til sveitarinnar hafa í raun verið ótrúlegar en nú er plat- an, Partie Traumatic, komin út og sitt sýnist hverjum. Frá sömu borg og Limp Bizkit Black Kids á ekki að baki langan starfsaldur. Hún var stofnuð í byrj- un árs 2006 í Jacksonville en borgin er líklegast þekktust fyrir að hafa alið af sér hina ótrúlegu hljómsveit Limp Bizkit. Black Kids eru hins vegar eins langt frá því að líkjast lina kexinu og hugsast getur. Hljómsveitin er saman sett af fimm einstaklingum, þar af einu systkinapari. Þau hittust öll í sunnu- dagsskóla en að sögn eins meðlima Black Kids er það frábær staður til þess að kynnast einstaklingum af hinu kyninu. Eins og The Go! Team að spila Arcade Fire Eftir frábæra frammistöðu Black Kids á tónlistarhátíð í Georgíu- fylki í ágúst í fyrra hófst fárið. Blaðamenn NME, Guardian og Vice, meðal annarra, stóðu agndofa og í kjölfarið tóku háskólaútvarps- stöðvarnar við sér. Stuttu seinna gaf sveitin út fjög- urra laga EP-plötu frítt til niður- hals á MySpace-síðu sinni. Formúl- an var síðan frekar fyrirsjáanleg eftir það. Tónlistarbloggarar hömp- uðu sveitinni í hástert og sögðu hana eins og The Go! Team að spila Arcade Fire með kímni Architect- ure in Helsinki. Blanda sem fær hvaða indí-krakka sem er til að missa legvatnið. Pitchfork gefur skít í frumburðinn Vinsældir Black Kids getur sveitin ekki síst þakkað indí-biblíunni Pitchfork Media. Miðillinn var ekki lengi að blása upp bóluna og smellti einkunninni 8,4 á fyrrnefnda EP- plötu, Wizard of Ahhhs, sem verður að teljast frábær einkunn fyrir ein- göngu fjögur lög. Sérstaklega vakti lagið I’m Not Gonna Teach Your Boyfriend How To Dance With You mikla lukku. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís því Partie Traumatic fékk vægast sagt háðulega útreið hjá Pitchfork. Dómurinn var mynd af tveimur pug-hundum, mjög sorg- legum á svip, sem á stóð Sorry :-/. Einkunnin fyrir ofan var líka grát- brosleg, 0,0, en henni var þó seinna breytt í 3,3. Ég veit ekki alveg hvort er betra (Þetta toppar þó ekki dóm Pitchfork um plötu Jet, Shine On, en þar mátti sjá myndband af apa að pissa upp í munninn á sér). Black Kids eiga gott skilið Flestir dómarnir eru þó töluvert jákvæðari um Partie Traumatic enda ekkert skrítið því hér er um fína plötu að ræða. Hún var tekin upp af Bernard Butler, fyrrverandi gítarleikara Suede, og er hin fínasta gæðagítarpoppsplata. Vissulega anga sum lögin af fljót- færni og klisju en meirihlutinn er grípandi gleðigjafar með skemmti- legum textum. Black Kids eiga alveg rétt á því að slá í gegn. Pitchfork getur bara hoppað upp í r******** á sér! Skúrkar eða snillingar? BLACK KIDS Fyrsta plata sveitarinnar fær víðast hvar góða dóma. Pitchfork rakkar þó plötuna niður, eftir að hafa verið einn af miðlunum sem hóf bandið upp til skýjanna þegar það var að byrja. Bertel Ólafsson er 38 ára Garð- bæingur í útlegð í Hafnarfirði. Hann er viðskiptafræðingur hjá Icelandic Cargo og hefur stundað tónlistarsköpun undir nafninu Ruddinn síðustu árin. „Þetta hefur komið í staðinn fyrir sjónvarpsgláp,“ segir Bertel Ruddi. „Konan heldur líka fast um fjarstýringuna svo þetta er mjög gott fyrirkomulag. Hún horfir á Lost eða einhverja vitleysu en ég læðist upp í stúdíóið. Maður hefur frítíma eftir að það er búið að svæfa, svona eftir níu, og ég reyni að sinna þessu tvisvar til þrisvar í viku.“ Bertel hefur ekki staðið í hljóm- sveitarmennsku að neinu gagni og kann vel við tölvutæknina og ein- veruna. „Það er gott að geta gert tónlist á eigin forsendum og ráðið þessu alveg sjálfur,“ segir hann. „Þetta er gefandi og skemmtilegt. Fátt er betra en að standa upp frá tölvunni þegar gott lag er tilbúið og ganga sáttur til náða. Þetta er bara mitt golf. En ég spila reyndar golf líka.“ En hvað með þetta nafn, Rudd- inn? „Það er nú bara nafn sem festist á mig í djamminu í gamla daga. Maður átti það til að segja sína meiningu umbúðalaust. Ruddinn er þó engan veginn lýsandi fyrir tónlistina, þetta er frekar „melló“. Mínar uppáhalds-hljómsveitir eru New Order og Joy Division og það heyrist kannski aðeins.“ Fyrsti diskur Ruddans var heimabrugg og kom út í ársbyrjun 2007. Nú er kominn út „Ruddinn 2“, sem er „alvöru“. „Ég vona að mér sé að fara eitthvað fram. Diskurinn byrjar á greddurokki og fer svo í poppaðari og melód- ískari áttir. Þetta er fyrst og fremst poppplata með broddi.“ Plötunni er dreift af 12 tónum og af Lakeland Records í Bret- landi. Ruddinn er þegar byrjaður á næstu plötu og er að íhuga leiðir til að flytja efnið á tónleikum. „Ég er að tala við nokkra gamla metal- hausa upp á tónleikahald. Það kemur allt í ljós.“ - glh Ruddinn spilar popp með broddi RUDDINN ER EKKERT RUDDALEGUR Bertel Ólafsson læðist í heimastúdíóið á meðan konan horfir á sjónvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Færeyska hljómsveitin Boys in a Band gefur út fyrstu plötu sína á mánu- daginn næsta. Platan kallast Black Diamond Train. Sveitin er mörg- um Íslendingum að góðu kunn eftir frábæra tón- leika á Airwaves-hátíð- inni í fyrra. Boys in a Band spila hressilegt rokk og hefur sveitin vakið talsverða athygli síðasta árið. Til að mynda sigraði sveitin í Global Battle of the Bands í London í desem- ber. Sigurlaunin, 100 þúsund dollara, not uðu þeir til að taka upp plötuna og gefa hana sjálfir út í Færeyjum og á Íslandi. Boys in a Band eru vænt- anlegir til Íslands til að fylgja plötunni eftir. Þeir spila á Innipúkanum á Nasa um verslunarmannahelgina og sömuleiðis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þá troða þeir upp á Dillon. Boys in a Band stefna svo á að fara tónleikaferðalag um Ísland í október. Færeyingar taka sviðið BOYS IN A BAND Færeyskir rokkarar gefa út fyrstu plötu sína eftir helgi. Þeir eru væntanlegir til Íslands til tónleikahalds. V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . FRÁ MANNFÓLKINU SEM FÆRÐI OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ “…EINHVER BESTA TEIKNIMYND SEM ÉG HEF SÉð.” – KVIKMYNDIR.IS “…EIN BESTA MYND SUMARSINS…” –USA TODAY “…MEISTARVERK.” – NEW YORK MAGAZINE FRUMSÝND 30. JÚLÍ HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTC WALL Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, WALL· E TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG FLEIRA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.