Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 40
1. Vertu
heima í
kvöld.
Hvort
heldurðu
að sé eft-
irminni-
legra,
leiðindakvöld heima að horfa á sjón-
varpið eða ofneysla áfengis á bar í
miðbænum? Þegar vinnufélagarn-
ir spyrja hvernig helgin var þarftu ekki
að rifja upp gleymd augnablik enda
manstu nákvæmlega hvar þú varst og
hvað þú gerðir.
2. Vertu brjálaður/brjál-
uð í skapinu.
Þá meina ég í trylltu
skapi. Hreyttu ónotum
og fúkyrðum í einstakl-
inga sem eiga það ekki
skilið og beittu vini
og samstarfsfólk
andlegu ofbeldi.
Dagurinn verð-
ur lengi í minnum
hafður sem „brjálaði
föstudagurinn“.
3. Pakkaðu þér í pappamassa.
Fáðu vini til að pakka þér inn eins og
múmíu. Dagurinn mun aldrei gleym-
ast – sérstaklega ekki ef þú ferð með
dæmið lengra og lætur koma þér fyrir
á fjölförnum stað.
4. Borðaðu eitthvað ógeðslegt.
Þú munt ávallt minnast dagsins sem
þú borðaðir viðbjóðinn – maður borðar
daglega þannig að þú munt að öllum
líkindum minnast hans á hverjum degi.
5. Labbaðu afturábak allan daginn.
Þú munt aldrei gleyma þessum föstu-
degi. Þú vekur mikla athygli og dagur-
inn verður ekki aðeins eftirminnilegur
fyrir þig, heldur einnig vinnufélaga, vini
og fjölskyldu.
Atli Fannar
Bjarkason,
ritstjóri
Monitor.
FÖSTU
DAGUR
LEIÐIR TIL
AÐ GERA
FÖSTUDAG
ÓGLEYM-
ANLEGAN5
Ólöf Helga Arnalds er fædd
04.01.1980. Útkoman úr því
er 23 sem er jafnt og 5. Ólöf
er mjög jarðbundin kona og
heillar alla með látleysi sínu
og einlægni. Allt sem hún
segir virðist vera vandlega
ígrundað en samt leikur hún lífið af fingrum
fram. Hún hefur mjög þægilega nærveru og
er ansi húmorísk.
Þar sem hún er talan 5 á hún gott með að
koma fyrir sig orði og semja bæði sögur og
söngva. Hún ætti að nota talandann til að
koma sér áfram, sem hún er að sjálfsögðu
að gera. Ólöf er á árstölunni 6 sem er ofsa-
lega sterk tala, en til að sjá á hvaða tölu við-
komandi er leggjum við saman fæðingar-
dag og bætum við 2008. Árstalan 6 er afar
mikil frjósemistala sem þýðir að allt mun
margfaldast í höndunum á henni. Þetta
er líka oft mikið sprengjuár og hreinsar
út gamalt og bætir við nýju mjög hratt,
svo Ólöf veit trúlega ekki hvaðan á sig
stendur veðrið um þessar mundir.
Ólöf er á hápunkti árstölunn-
ar núna og ætti að fara inn í tíð-
indamikið ferli frá september.
Hún á auðvelt með að fá fólk
til að vinna með sér og er ógleymanleg þeim
sem þekkja hana. Hún á eftir að ná
miklum árangri erlendis og þótt
furðulegt megi virðast á Amer-
íka eitthvað eftir að koma við
sögu. Ólöf er dugleg í því að
hjálpa öðrum og veita góð ráð.
Hún þarf að passa sig á því í
framtíðinni að vera vel jarð-
tengd og muna eftir uppruna
sínum. Hún er að fara inn
í frábæra tíma og ekkert
fær hana stöðvað.
www.klingenberg.is
SIGRÍÐUR KLINGENBERG spáir fyrir Ólöfu Helgu Arnalds
Á leið inn í frábæra tíma
16 • FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008