Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 18
 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Félög Kauphallar birta nú hvert af öðru uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Flestir greinendur segja lítil kauptækifæri. Markaðir fari ekki að glæðast fyrr en afskriftum ljúki og erlendir markaðir fari að róast. „Við sjáum ekki kauptækifæri fram til áramóta. Afkoman er að versna hjá flestum félögum og hún mun gera það áfram út árið,“ segir Ingólfur. Hann telur að gengis- breytingar og verðbólga hafi þar mikil áhrif. „Afskriftaþörfin mun koma á seinni hluta ársins.“ Ingólfur segir að gengisbreyt- ingar hafi mikil áhrif á rekstrar- félögin. „Það eru félög sem eru að fjármagna sig með erlendri lán- töku. Teymi hefur innlendar tekjur og kemur því illa út úr núverandi þrengingum. Umhverfi flugfélaga er erfitt um þessar mundir. Það bitnar á afkomu Icelandair,“ segir Ingólfur. Önnur félög eins og Össur og Marel standi hins vegar betur. Ingólfur segir mjög erfitt að spá um hvenær markaðir fari að glæð- ast. „Hækkun á skuldatryggingar á- lagi bankanna gefur vísbendingar um að áhættufælni hefur aukist. Aðgangur okkar að erlendum lána- mörkuðum hefur ekki verið að glæðast,“ segir hann. Ellert Guðjónsson, sérfræðingur í greiningu Kaupþings, telur að bankarnir muni skila ágætum upp- gjörum á öðrum ársfjórðungi. „Afskriftir verða samt töluvert hærri í samanburði við undanfarin ár, þó í takti við fyrsta ársfjórð- ung,“ segir hann. Hann segist ekki eiga von á því að nokkurt þeirra rekstrarfélaga sem skráð séu í Kauphöllinni muni skila áberandi góðu uppgjöri. Bakkavör hafi tapað á hlut sínum í írska matvælaframleiðandanum Greencore. Hið sama eigi við um Eimskip eftir tilkynningu um afskrift þeirra á hlut sínum í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holding. Önnur félög eins og Össur og Alfesca standi þó vel. Hið sama eigi við um Marel. Samruninn við hollenska félagið Stork Food Syst- ems eigi þó eftir að sanna sig. Ellert segir þróunina hér heima ráðast af því hvenær erlendir markaðir fara að róast og olían spili þar einnig stórt hlutverk. „Uppgjörin sem nú koma gætu líka gefið einhverjar vísbendingar,“ segir hann. Sandra Fairbairn, sérfræðingur í greiningu Landsbankans, segist ekki telja að uppgjör annars árs- fjórðungs leiði til viðsnúnings á markaðinum. „Það mun frekar ráð- ast af alþjóðlegu samhengi og hvernig lánsfjárkrísan þróast erlendis,“ segir hún. Hún segir greiningu Landsbank- ans búast við auknu útlánatapi hjá bönkum eftir því sem þrengi að hjá fyrirtækjum og heimilum og þókn- anatekjur þeirra minnki í sam- ræmi við það. „Áhrifin af því munu hins vegar koma betur í ljós með haustinu eða þegar líður á veturinn,“ segir Sandra. Einnig má búast við að samdráttur á verðbréfamörkuðum og minna svigrúm til fjármögnun- ar verkefna muni draga úr þókn- anatekjum. annas@markadurinn.is Fá tækifæri í Kaup- höllinni á þessu ári ÓVISSA RÍKIR UM MARKAÐINN Ólíklegt er að markaðurinn taki við sér fyrr en félögin hafa tekið til í rekstri sínum. Staðan á erlendum mörkuðum og olían spila þar einnig stórt hlutverk. FRÉTTABLAÐIÐ/PJÉTUR Færeyska fjármála- fyrirtækið Eik banki tapaði 250 milljón- um króna á fyrri helmingi ársins samanborið við fjögra milljarða hagnað á sama tímabili fyrir ári. Eik banki tapaði rúmlega 360 milljónum á öðrum ársfjórðungi. Eik banki styðst við færeyska reikningsskilastaðla enn um sinn en til stendur að taka upp alþjóðlegu reikningsskilastaðlana IFRS 1. janúar 2009. Í uppgjöri bankans kemur fram að ef farið hefði verið eftir þeim nú liti uppgjörið betur út og hefði sýnt rúmlega 600 milljóna króna hagnað. Munurinn felst í uppfærslu á skráðum eignum bankans og niðurfærir bankinn eignir að andvirði 2,4 milljörðum króna. Lækkunin kemur til meðal annars vegna lækkana á eignarhlut í Spron og Atlantic Petroleum sem hafa lækkað mikið; um 63,5 prósent og 20,8 prósent á tímabilinu. - bþa Kvartmilljarður í tap UPPGJÖR EIK BANKA Efir ársjórðungum Fyrsti ársfjórðungur +122 mkr Annar ársfjórðungur -362 mkr Sex mánaða uppgjör -250 mkr Sættir hafa náðst í deilu farsímaframleiðandans Nokia og ör flögu fram leið and ans Qual comm um einka leyfi. Fyrir tæk in hafa deilt í nærri þrjú ár um eignar rétt og greiðsl ur fyrir einka - leyfi. Far síma - fram leið end ur greiða að meðal tali um fimm prósent af verði hvers síma til Qualcomm. Samkvæmt samningnum, sem er til 15 ára, munu fyrir tækin láta af öllum málaferlum, skiptast á einkaleyfum og leyfis gjald Nokia verður lækkað. Fjár mála stjóri Nokia, sem finnska viðskiptablaðið Kauppalehti ræddi við, segir samninginn mjög hagstæðan. Hlutabréf í báðum félögum hækkuðu í kjölfar tíðindanna. - msh JORMA OLLILA FORSTJÓRI NOKIA Sættir hjá Nokia og Qualcomm Bankastjóri Seðlabanka Nýja-Sjá- lands, Alan Bollard, lækkaði í gær stýrivexti um 0,25 prósentustig úr 8,25 í 8,0 prósent. Lækkunin kemur í kjölfar verri fregna af alþjóðlegum mörkuðum frá síðasta stýrivaxtaákvörðunar- degi. Hann bendir á að erlent láns- fjármagn sé orðið dýrara og því sé mikilvægt að styðja við hagkerfið með aðgengi að ódýrara fjár- magni. Í rökstuðningi með ákvörðuninni segir að minni virkni í efnahagslíf- inu, leiðrétting á húsnæðisverði ásamt háu olíuverði muni draga úr neyslu. Hátt verð á útflutningi og þensluhvetjandi stefna ríkisvalds- ins muni þó hjálpa við að efla hag- kerfið á komandi ári. - bþa Nýsjálendingar lækka stýrivexti Dagurinn í gær var sá veltum- innsti í Kauphöllinni á þessu ári og sá fjórði veltuminnsti frá ársbyrj- un 2006. Veltan nam tæpum 783 milljónum króna og sló þar með fyrra met ársins frá 4. júlí þegar veltan nam 1.098 milljónum króna. Páll Harðarson, forstöðumaður rekstrarsviðs Kauphallarinnar, segir að þetta skýrist af því að deyfð sé yfir markaðinum en helsta skýringin sé þó líklega sumar frí. „Júlí er búinn að vera rólegur en við höfum ekki áhyggj- ur af því að þetta sé viðvarandi ástand,“ segir Páll. -as Lítil velta í Kauphöllinni DAGSVELTA Í KAUPHÖLL Tíu veltuminnstu dagarnir frá því í ársbyrjun 2006 fram til gærdagsins. 20.7.2006 376 milljónir 24.7.2006 477 milljónir 16.6.2006 732 milljónir 24.7.2008 783 milljónir 19.7.2006 812 milljónir 3.7.2006 845 milljónir 9.8.2006 871 milljónir 21.7.2006 1.066 milljónir 19.6.2006 1.078 milljónir 4.7.2008 1.099 milljónir Heimild: Kauphöll Íslands E N N E M M / S ÍA / N M 34 76 9 Fjórfaldur pottur stefnir í 20 milljónir. Er komi› a› flér? Ná›u flér í Lottómi›a fyrir kl. 18.40 á laugardag. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 114 4.168 0,20% Velta: 783 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,94 +0,29% ... Atorka 5,54 +0,00% ... Bakkavör 25,45 +1,19% ... Eimskipafélagið 14,25 +0,00% ... Exista 6,28 -0,48% ... Glitnir 14,98 -0,07% ... Icelandair Group 17,05 +0,00% ... Kaupþing 730,00 -0,69% ... Landsbankinn 22,95 -0,22% ... Marel 84,80 -0,94% ... SPRON 3,00 -3,23% ... Straumur- Burðarás 9,31 +0,54% ... Teymi 1,55 -3,13% ... Össur 85,50 +0,00% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +1,19% KAUPÞING +0,69% STRAUMUR-B.ÁS +0,54% MESTA LÆKKUN FÆREYJA BANKI -2,03% SPRON -3,23% TEYMI -3,13% Umsjón: nánar á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.