Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 54
30 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslenska poppinu. Sveitina skipa fjórar stúlkur fæddar 1993, þær Silvía, Auður, Lilja og Margrét. Tvær koma úr Árbænum, ein úr Grafarvogi og ein frá Norð- lingaholti. Þetta er því ekta úthverfaband. „Þetta er popprokk hjá okkur, eitthvað svoleiðis,“ segir Silvía. „Við kynntumst á Sönglist, nám- skeiði hjá Borgarleikhúsinu, og okkur langaði bara til að stofna svona hljómsveit. Þetta vantaði alveg hérna á Íslandi. Við erum ekkert líkar Nylon enda búum við til lögin okkar sjálfar og við erum kraftmeiri en þær. Við erum ekki alveg jafn miklir ljúfl- ingar og þær. Við syngjum ekki með spariröddunum. Við gætum þó alveg sungið með sparirödd- unum ef við værum með einhver sparilög.“ Fyrir síðustu jól sömdu stelp- urnar fyrsta lagið sitt, jólalagið Jól án þín. Þær mættu galvaskar í jólaþorpið í Hafnar- firði þar sem Gunni og Felix voru að skemmta. „Þær komu nú bara og báðu um að fá að syngja lagið sitt á sviðinu,“ segir Gunnar Helgason. „Það var nú auðsótt mál. Við Felix féllum alveg í stafi yfir þessu hjá þeim, þetta var svo gott. Ég hvatti þær eindregið til að halda áfram og síðan höfum við verið í sambandi. Ég el nú ekki þann draum í brjósti mér að vera einhver Einar Bárð- arson en ef ég gerði það myndi ég tvímælalaust verða umboðsmað- urinn þeirra. Ég sé mikla framtíð í þessu hjá þeim. Þær syngja mjög vel og af fullum krafti. Það er gaman að sjá svona ungar stelpur standa svona keikar og syngja fullar sjálfstrausts.“ Silvía segir þær stelpurnar hafa samið slatta af lögum síðan – lög eins og Ég veit hvað ég vil, Það sem þú gerðir og Friends Forever – og þær fengu Hall Ing- ólfsson til að búa til undirspil. Með þetta ætla þær að troða upp á næstunni – „Draumurinn er auðvitað að gera plötu, en fyrst er að stofna Myspace-síðu og koma fyrsta laginu í spilun. Það getur í sjálfu sér verið hvaða lag sem er, þau eru öll jafngóð.“ En hvað á þetta nafn á hljóm- sveitinni – Kári? – að fyrirstilla? „Það er nú það,“ segir Silvía leyndardómsfull. „Okkur fannst þetta nafn bara fyndið og skemmtilegt því fólk fer að spá í því hver þessi Kári sé. Hver er það? Nú, hann er þessi sem er alltaf í felum!“ Kári? treður upp í Grundar- firði nú á laugardaginn og verður á Neistaflugi í Nes- kaupstað um verslunar- mannahelgina. Auk þess að flytja eigið efni ætla þær að hjálpa Gunna og Felix í nokkr- um lögum. gunnarh@frettabladid.is Miklu kraftmeiri en Nylon FULLAR SJÁLFSTRAUSTS OG SYNGJA KEIKAR EIGIN LÖG Stúlknasveitin Kári? gæti orðið næsta stórmál í íslensku poppi. Frá vinstri eru þær Lilja, Silvía, Auður og Margrét. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN GERÐIST UMBOÐSMAÐ- UR HEFÐI ÉG METNAÐ Í ÞAÐ Gunnar Helga- son segir Kára? eiga framtíðina fyrir sér. Leikkonurnar Elma Lísa Gunn- arsdóttir og María Heba Þor- kelsdóttir verða með flóamark- að í húsnæði Félags íslenskra leikara á Lindargötu nú um helgina. „Við höldum okkur bara á heimaslóðum, engin ástæða til að fara með þetta neitt út í hérað,“ segir María Heba og hlær við. Hún og Elma Lísa eru engir nýgræðlingar í markaðshaldi, þó María segi Elmu þó hafa yfirhöndina. „Hún er náttúrulega útskrif- uð með mastersgráðu í flóamörkuðum. Ég hef bara aðeins dýft litlu tánni ofan í þetta í sam- anburði við hana,“ segir hún og hlær við. Þær stöllur bjóða gestum og gangandi aðstoð við að klæða sig upp fyrir öll tækifæri. „Okkur finnst gaman að fá að stílisera fólk og dúllast. Það eru alltaf einhverjir sem að nýta sér það að fá smá aðstoð við stíliseringu, enda ýmislegt skemmtilegt sem gerist á flóamörkuðum,“ segir María Heba. Þeir sem eru á hött- unum eftir dressi fyrir Gay Pride gætu einnig fund- ið eitthvað við sitt hæfi hjá leikkonun- um. „Það er fullt af pallíettum og glamúr og gersem- um hjá okkur, svo það er sko aldrei að vita,“ segir hún. Flóamarkaðurinn verður með heimilislegum formerkj- um. „Það verður heitt á könn- unni og ekki ólíklegt að mað- urinn minn skelli í eins og eina sort eða tvær,“ segir María Heba. Flóamarkaðurinn fer fram á Lindargötu 6, og er opinn frá 11 til 18 á laugardag, en 13 til 17 á sunnudag. - sun Stílisera viðskiptavinina MASTERSGRÁÐA Elma Lísa Gunnars- dóttir er þaulreynd í flóamarkaðshaldi. HEIMILSLEGT María Heba Þorkels- dóttir lofar heitu kaffi og heimilis- legri stemningu á markaðnum. > HATAR RÆKTINA Leikarinn James McAvoy sést nú á hvíta tjaldinu í hlutverki leigumorðingja í myndinni Wanted, þar sem hann er í fantaformi. Hann er það hins vegar ekki lengur, því McAvoy kveðst ekki hafa farið í ræktina síðan tökum lauk. „Í hreinskilni sagt myndi ég frekar borða hundaskít en fara í ræktina,“ segir hann. ATÓMSTÖÐIN Hefur í nógu að snúast um helgina. Hljómsveitin Atómstöðin mun hafa í nógu að snúast um helgina því í kvöld verður blásið til mótmælendatónleika á horninu hans Helga Hóseassonar á Langholtsvegi og með þeim er ætlað að vekja athygli á málefnum Helga. „Við vildum sýna Helga þakklæti og stuðning í verki. Hann er orðinn níræður og treystir sér ekki lengra en út á þetta götuhorn og þess vegna ætlum við að fara þangað og standa með honum eins og hann stendur með sannfæringu sinni. Helgi er það sem miklu fleiri Íslendingar ættu að vera, við sitjum og kvörtum yfir kaffinu en gerum aldrei neitt,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, söngvari. Tónleikarnir hefjast klukkan 19 og standa yfir í um klukkustund. Annað kvöld verður hljómveitin svo með útgáfutónleika á Organ og þar mun kenna ýmissa grasa. Trúbadorinn JoJo mun hefja kvöldið og skemmta gestum með söng sínum og gítarleik, því næst mun harmónikkuleikari stíga á svið og leika fyrir dansi, einnig mun hljómsveitin Vicky Pollard taka nokkur lög og mun Stjáni Stuð klára kvöldið og þeyta skífum fram undir morgun. - sm Standa með Helga Hóseassyni Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.