Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 32
Bíómyndin Mamma Mia! hefur tröllriðið öllu síðustu vikur, en eins og flestir vita er hún byggð á samnefndum söngleik sem skrifaður var í kringum vinsælustu lög sænsku sveitarinnar Abba. Það eru ekki bara íslenskir Abba-unnendur sem flykkjast á myndina, því hún hefur notið gríðarlegra vinsælda hvar sem hún hefur komið á hvíta tjaldið og óhætt er að segja að nýtt Abba-fár sé í uppsiglingu. Plötur og safn- plötur með hljómsveitinni hafa rokið út úr tónlistarverslunum eins og heitar lummur og þess eflaust skamms að bíða að útvíðar smekkbuxur skjóti upp kollinum í búðargluggum. Ef þú átt glóðvolga miða á Mamma Mia! í vasanum er ekki úr vegi að rifja upp nokkra af textunum sem fyrir koma í myndinni, svo hægt sé að syngja með fullum hálsi. Hér koma nokkrir klassískir molar, þar sem textasmíðahæfileikar tvíeykisins Björns og Benny lýsa í gegn. Nýtt Abbafár Mamma Mia! hefur verið gríðarlega vinsæl hvar sem hún hefur verið sýnd. HONEY, HONEY Honey honey, how you thrill me, ah-hah, honey honey. Honey honey, nearly kill me, ah- hah, honey honey MAMMA MIA I don’t know how but I suddenly lose control. There’s a fire within my soul. Just one look and I can hear a bell ring One more look and I forget every- thing, w-o-o-o-oh CHIQUITITA Chiquitita, you and I know how the heartaches come and they go and the scars they’re leaving. You’ll be dancing once again and the pain will end. You will have no time for grieving OUR LAST SUMMER And now you’re working in a bank, the family man, the football fan and your name is Harry. How dull it seems. Yet you’re the hero of my dreams VOULEZ-VOUS Voulez-vous (ah-ha). Take it now or leave it (ah-ha). Now is all we get (ah-ha). Nothing promised, no regrets. Voulez-vous (ah-ha). Ain’t no big decision (ah-ha). You know what to do (ah-ha). I can still say voulez-vous. I DO, I DO, I DO, I DO, I DO Love me or leave me, make your choice but believe me: I love you. I do, I do, I do, I do, I do. I can’t conceal it, don’t you see, can’t you feel it? Don’t you too? I do, I do, I do, I do, I do. „Ég var búin að hugsa þetta í nokkra mánuði, en ákvað að kýla á þetta þegar ég var úti að borða á afmælisdaginn minn, 17. júlí, með kærastanum,“ segir Ása Ottesen starfsmaður í Gyllta kettinum um heimasíðuna trend-land.blogspot. com sem hún opnaði nýverið. „Ég hafði séð nokkrar svona bloggsíður hjá breskum stelpum og fannst einmitt vanta blað eða net- síðu á Íslandi sem fjallar einungis um tísku. Ég ætla því að einblína á tískuna hérna heima, vera með tískuviðtal við eina steplu í mán- uði og skrifa um þau „trend“ sem eru í gangi hér á landi,“ segir Ása sem hefur fengið góðar viðtökur frá því hún opnaði síðuna. „Ég er búin að vera á fullu að svara fyrirspurnum frá stelp- um um hvar vissar flíkur fást, en það er einmitt það sem ég vil geta komið á framfæri svo stelpur og konur viti hvar þær geti keypt það sem þeim finnst flott. Vefsíð- an er líka alveg óháð svo ég mæli ekkert frekar með einni búð en annari,“ segir Ása Aðspurð segist hún versla víða og ekki eiga neina eina uppáhalds- búð. „Mér finnst skórnir í Kron æðislegir og finnst til dæmis gaman að kíkja í Zöru, en ég versla líka mikið á eBay og þegar ég er erlendis. Það skiptir mig engu máli frá hvaða merki flík er svo lengi sem mér finnst hún flott, svo ég myndi alveg eins kaupa kjól í Skarthúsinu frekar en mun dýr- ari kjól í Trilogiu ef mér fyndist hann flottur. Ég væri löngu farin á hausin ef ég myndi bara versla í dýrustu búðunum og ég held að ungar stelpur sækist eftir fötum á viðráðanlegu verði,“ bætir hún við og útilokar ekki möguleikann á netverslun í framtíðinni. „Það er aldrei að vita nema maður fái einhverjar verslanir eða hönnuði inn í þetta með sér seinna meir, ef vel gengur,“ segir Ása að lokum. alma@frettabladid.is Nýtt íslenskt tísku-blogg Ása Ottesen skrifar um tísku Morgunverður er ómissandi að margra mati og er oft sagður vera mikilvægasta máltíð dagsins. Hollur morgunverður þarf hvorki að vera flókinn né tímafrek- ur. Jógúrtdrykkinn hér að neðan er fljótlegt að útbúa í morgunsárið, en hann er einnig kjörinn sem léttur drykkur milli mála. JÓGÚRTDRYKKUR MEÐ DÖÐLUM OG VANILLU (FYRIR TVO) 1 bolli Létt AB-mjólk eða hrein jógúrt 1 bolli Léttmjólk, undanrenna eða sojamjólk 1 bolli steinlausar mjúkar döðlur 1/2 tsk. vanilludropar 2 bollar ísmolar Setjið jógúrt/AB-mjólk, mjólk, döðlur og vanilludropa í blandara. Hrærið þar til döðlurnar hafa maukast vel og blandan er orðin þykk. Bætið ísmolum út í og hrærið áfram þar til ísinn hefur molnað. Skiptið í tvö stór glös og njótið vel. Jógúrtdrykkur með döðlum og vanillu LOSTÆTI VIKUNNAR Ása opnaði nýverið tísku-bloggsíðuna trend-land.blogspot.com, en henni fannst vanta blað eða netsíðu tileinkaða tísku á Íslandi. 8 • FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.