Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 34
t íska
ferskleiki dagsins í dag
KATE MOSS GERIR SNYRTIVÖRUR
Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur þegar sent frá sér eitt ilmvatn, Kate by Kate Moss,
og er með annað í bígerð. Hún ætlar nú einnig að leggja nafn sitt við snyrtivörur sem
fyrirtækið Coty mun framleiða. Það er einnig fyrirtækið á bak við Rimmel-snyrtivöru-
línuna, en Kate hefur verið andlit hennar árum saman.
Stórt skal það vera
1. Armböndin frá Accessorize standa alveg ein og sér, en þeim má líka
hrúga saman til að ýkja stærðina enn frekar. 2. Hálskeðjan úr Spúútnik
ætti að falla vel í kramið hjá þeim sem finnst stærðin skipta máli, en hún
er ekki jafnþung og hún lítur út fyrir að vera. 3. Litskrúðugt og áberandi
úr Topshop. 4. Grafískt og flott viðarhálsmen frá Oasis. 5. Stórir og flottir
eyrnalokkar úr Accessorize. 6. Áberandi flottur hringur frá Oasis. 7. Burberry
Prorsum sýndi risastórar hálsfestar. 8. Givenchy hlóð hálskeðjunum á sínar
fyrirsætur.
Útsölurnar standa í fullum blóma og verið er að rýma til fyrir haust-
vörunum sem hvað úr hverju taka að streyma inn í verslanir. Ég
er ein þeirra sem eru allsendis ekki tilbúnir til að sleppa tök-
unum á sumrinu nú þegar, enda heill yfirlýstur sumarmán-
uður eftir. Um leið og haustvörurnar berast og kápurnar
fara að skjóta upp kollinum kemur þó óneitanlega dálít-
ill fiðringur í fingurna sem halda traustataki í budd-
una. Þeir sem vilja daðra aðeins við haustið, án þess
þó að skipta sumarkjólum og hælaskóm út fyrir
gráan ullarfatnað, þótt fallegur sé, geta hins
vegar tileinkað sér eitt heitasta tískufyrirbæri
haustsins: stóra skartgripi.
Stór og klunnaleg armbönd, fyrirferðarmikil háls-
men og eyrnalokkar voru í aðalhlutverki á tísku-
pöllunum þegar helstu hönnuðir heims sýndu línur
sínar fyrir komandi haust. Burberry Prorsum lagði
áherslu á einn stóran skartgrip, en einnig má til-
einka sér hugsun Givenchy
og hlaða á sig hverri keðjunni á
fætur annarri þangað til hálsinn
mótmælir sökum þunga.
Konur eiga aldrei nóg af tvennu:
skóm og skarti. Báðir hlutir geta
gerbreytt annars hlutlausum
klæðnaði og sett á hann sterkan svip,
eins og fyrirsæta Givenchy sannar.
Skart hefur þar að auki þann kost að
það þarf ekki að kosta skyrtuna, ef
svo má að orði komast.
sunna@frettabladid.is1
2
3
4
5
6
7
8
10 • FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008
Útsölulok á morgun
50% afsláttur
af útsöluvörum
Opið
föstudag 11-18.30
laugardag 11-1