Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 33
MATUR, MANNLÍF, MENNTUN OG MÚSÍK LÍFRÆNT FJÖR Á SÓLHEIMUM „Þetta er í fyrsta skipti sem við erum með svona lífrænan dag, en við hugsum þetta sem árlegan við- burð sem við ætlum að byggja upp smám saman,“ segir Bergþóra Hlíð- kvist Skúladóttir, forstöðumaður Sesseljuhúss á Sólheimum, um líf- rænan dag sem haldinn verður á Sólheimum á morgun. „Hinir góð- kunnu kokkar, Beggi og Pacas, matreiða og selja góðgæti úr líf- rænt ræktuðu hráefni í kaffihúsinu Grænu könnunni frá klukkan eitt og á Rauða torgi Sólheima verður kynning á lífrænt ræktuðu græn- meti og trjáplöntum auk fræðslu og kynningu á námsmöguleikum í líf- rænni ræktun. Okkur finnst mikil- vægt að tala jákvætt um lífræna ræktun, en umfjöllunin hefur verið heldur neikvæð að undanförnu,“ út- skýrir Bergþóra. „Þar sem Menn- ingarveisla Sólheima stendur sem hæst verða tónleikar með Ragga Bjarna og Þorgeiri Ástvaldssyni í kirkjunni klukkan tvö, en í Menning- arveislunni eru í boði fjölbreyttar list- og umhverfissýningar,“ bætir hún við og segir alla vera velkomna á Sólheima, en aðgangur er ókeypis. Áhugasömum er bent á að skoða dagskrána á vefsíðunum sesselj- uhus.is og solheim- ar.is. Beggi og Pacas munu selja lífrænt góðgæti á Sólheimum á morgun. Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, forstöðu- maður Sesseljuhúss á Sólheimum. Þ etta var mikið púl til að byrja með,“ segir María Björg Ágústsdóttir, mark- maður KR í Landsbanka- deild kvenna. María, eða Maja eins og hún er kölluð, á strangt nám að baki. Hún er BA í hagfræði frá Harvard og MS í stjórnunarfræð- um frá Oxford. Hún hóf nám í Harvard haustið 2002 eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Verzlunar- skóla Íslands um vorið. Algengt er að íslenskir knatt- spyrnumenn og -konur fari í há- skóla í Bandaríkjunum. Skólar þessir eru misgóðir „Ég mæli með því að fólk kynni sér vel hvað er í boði þar sem Bandaríkin bjóða upp á svo marga spennandi skóla. Eins og til dæmis Guðrún Sóley [Gunnarsdóttir] sem var í hörku- skóla með hörkufótboltaliði,“ segir Maja en hún byrjaði að kynna sér bandaríska háskóla tveimur árum áður en hún fór út. María hafði svo sjálf samband við Harvard á sínum tíma. „Mig minnir að ein- hver í landsliðinu hafi sagt mér frá því að Harvard vantaði mark- mann. Þó vill enginn kannast við að hafa sagt mér frá því í dag svo það er spurning hvort einhver hafi verið að tala við mig að handan, “ segir Maja og hlær. Flestir íþróttamenn sem fara til Bandaríkjanna í háskóla fá svokallaðan hæfileikastyrk en slíkt er ekki í boði hjá Harvard. „Harvard er öðruvísi, þeir gefa ekki hæfileikastyrki. Númer eitt er að komast inn og svo bjóða þeir upp á aðstoð, financial aid eða styrk eftir þörfum á góðri ís- lensku,“ segir María sem þurfti því sjálf að borga hluta námsins. María segir að fyrstu önnina í Harvard hafi hún ekki horft á sjón- varp fyrr en í desember sökum anna. „Þetta var samt aldrei of mikið þó ég hugsi oft eftir á hvern- ig ég fór eiginlega að þessu. Ég naut mín svo vel þarna og maður var svo þakklátur að fá að læra þarna. Svo var þetta miklu þægi- legra umhverfi og hlýrra en ég hafði ímyndað mér að það væri áður en ég fór út. Auk þess hitti ég margt fólk sem var hvert öðru áhugaverðara,“ segir María sem fór beint í Oxford að loknu námi í Harvard og lauk námi þar síðasta sumar. Að námi loknu hóf hún störf innan Fjárstýringar hjá Glitni. Knattspyrnukonur eru duglegar að mennta sig samhliða boltanum Hámenntaðar í boltanum Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR. Er með BS í fjármálahagfræði frá Notre Dame-háskólanum og MS í fjármála- hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar nú hjá Seðlabanka Íslands. Katrín Jónsdóttir, Val. Lærði læknis- fræði meðan hún spilaði fótbolta með Kolbotn í Noregi. Hún starfar nú sem heilsugæslulæknir. Þóra Helgadóttir, Anderlecht. Er með BS í stærðfræði og BA í sögu frá Duke University en í dag starfar hún hjá Deutch Post í Belgíu. Ásthildur Helgadóttir. Er með BS í verk- fræði frá Wanderbilt University en tók mastersgráðu í Malmö. Í dag starfar Ásthildur hjá Landsbankanum. María Björg Ágústdóttir er með BA-gráðu í hagfræði frá Harvard og MS-gráðu í stjórnunarfræðum frá Oxford. Hún starfar hjá Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SMÁRALIND I KRINGLAN SMÁRALIND VERÐ BOMBA ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR Á 500 - 4000 KR. VERÐ SPRENGJA ALLAR ÚTSÖLUVÖRUR Á 500 - 3.000 KR. 25. JÚLÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.