Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 31
í fyrra sagði hann að ég ætti ekki möguleika á að komast inn í ágúst- hópinn. Ég sagðist bara víst ætla að komast, missti þessi fimm prósent eins og skot og komst inn á Reykja- lund í ágúst í fyrra,“ segir Katrín. Baunaréttir og grænmeti „Ég ólst upp við mjög hollan mat og móðir mín var dugleg að gera alls kyns baunarétti sem voru ekki á boðstólum á hverju heim- ili þegar ég var krakki. Hún lagði mikið upp úr því að ég, eldri syst- ir mín og bróðir borðuðum allt- af grænmeti með matnum,“ út- skýrir Katrín og minnist þess að grænmetisréttirnir hafi farið mis- vel í heimilisfólkið. „Pabbi var svo hæverskur að þegar hann var ekki par hrifinn af einhverjum heilsu- rétti sem mamma bjó til sagði hann bara „mikið rosalega hlýtur þetta að vera hollt, Guðlaug mín,“ segir Katrín og hlær. Hún segir mataræðið ekki hafa verið vandamálið heldur hafi hún þyngst óhóflega mikið á meðgöngu barna sinna. „Þegar við Björn höfðum verið saman í tvö ár varð ég ófrísk að lítilli stúlku sem fæddist andvana eftir fulla meðgöngu árið 2002. Það var vissulega erfitt, en það var engin skýring á því að hún fædd- ist andvana. Ég var í raun fegin því að vita ekki ástæðuna því þá gat ég ekki stressað mig yfir því þegar ég varð svo ólétt að tvíbur- unum ári síðar. Mér leið rosalega vel á meðgöngunni með tvíburana og var aldrei óróleg, en ég fann svolítið fyrir því að fólkið í kring- um mig var orðið stressað þegar fæðingin nálgaðist. Drengirnir voru teknir með keisaraskurði og það gekk allt eins og í sögu,“ segir Katrín, en eftir fæðinguna fannst henni erfitt að losna við aukakílóin sem hún hafði bætt á sig. „Ég hef borðað hollan mat til margra ára, en vandamálið var fyrst og fremst að ég borðaði of mikið á móti því hvað ég hreyfði mig lítið. Mér finnst allur matur góður og var bara of gráðug,” segir Katrín og hlær við. Aldrei erfitt Þegar Katrín komst að á Reykja- lundi í ágúst í fyrra mætti hún þrjá daga vikunnar milli klukkan átta og fjögur. Þar fékk hún bæði fyrirlestra og fræðslu um offitu, fjölbreytta hreyfingu og næring- arráðgjöf. Árangurinn lét ekki á sér standa og eftir að Katrín hafði verið þar í fimm vikur fór henni að snúast hugur varðandi hjáveituað- gerðina. Eftir mikla hvatningu og góðan árangur ákvað hún að gang- ast ekki undir aðgerðina, en telur hana þó vera lausn á erfiðu vanda- máli fyrir mjög marga. „Þegar ég fór að sjá árangur- inn varð ég enn meira tvístígandi. Svona aðgerð er náttúrlega mikið inngrip og krefst þess að maður sé undir reglulegu eftirliti allt sitt líf, svo það er mjög gott að vera laus við hana. Fyrir suma er slík aðgerð ef til vill óhjákvæmileg, en svo eru aðrir sem eru komnir vel á veg og gætu vel haldið sér í formi með uppteknum hætti,“ segir Katrín og telur nauðsynlegt að fólk full- reyni sjálft að ná tökum á þyngd- inni áður en það kýs að fara í að- gerð. „Það hjálpaði mér gífurlega að komast á Reykjalund. Þó svo að ég væri ekki að uppgötva eitthvað nýtt fékk ég þann stuðning sem ég þurfti á að halda. Ég borðaði aldrei meira en 1.500 hitaeiningar á dag, hélt matardagbók og hreyfði mig á hverjum einasta degi svo þetta gerðist jafnt og þétt, en ég er viss um að hreyfing skiptir sköpum,“ útskýrir Katrín sem mun halda áfram að fara á Reykjalund með reglulegu millibili næsta árið, eða þar til tveggja ára aðhaldi lýkur. Spurð hvort það hafi ekki reynst erfitt að fækka hitaeiningafjöldan- um í upphafi frá því sem hún var vön segir Katrín svo ekki vera. „Þetta voru aldrei átök og satt best að segja fannst mér þessi breyting ekkert erfið. Auðvit- að þurfti maður að fara út í þetta með mjög jákvæðu hugarfari og ef maður hugsar jákvætt um hlut- ina eru þeir bara skemmtilegir. Ég vissi að þetta myndi ekki gerast á mjög stuttum tíma og var tilbúin að breyta um lífsstíl til frambúð- ar,” bætir hún við. Magnið skiptir máli Nú er komið rúmt ár síðan Katr- ín breytti um lífsstíl og síðan þá hefur hún misst 30 kíló. Aðspurð segist hún vissulega hugsa um hvað hún lætur ofan í sig en ekki neita sér um ákveðnar fæðuteg- undir. „Ég borða allan mat og það er ekkert sem ég sleppi. Ég borða bara minni skammta og vel held- ur fituminni tegundir ef ég fæ mér til dæmis ís í eftirrétt. Í veislum borða ég líka þær veitingar sem eru á boðstólum en fæ mér bara einu sinni á diskinn. Það er allt í lagi að leyfa sér að borða einstaka kökusneið svo lengi sem maður getur stoppað eftir einn skammt,“ útskýrir Katrín. „Auðvitað sleppi ég ruslfæði, svo sem unnum kjötvörum, en annars er ekkert sem ég er með á algjörum bannlista. Í dag er orðið nokkuð innbyggt hjá mér hvað það eru margar hitaeiningar í tiltekn- um mat svo ég veit nokkurn veg- inn hvað ég má leyfa mér. Svo þegar það eru veislur borða ég minna yfir daginn til að fara ekki langt yfir dagsskammtinn,“ bætir hún við. „Hreyfing er líka orðin algjör- lega fastur liður í mínu lífi og mér líður illa ef ég hreyfi mig ekki eitt- hvað á hverjum degi. Astminn er orðinn mun skárri eftir að þolið varð betra og ég nýt þess að fara í langar göngur og læt veðrið aldrei stöðva mig. Ég held nefnilega að fólki vaxi oft í augum að hreyfa sig og geri sér erfitt fyrir með því að vera að keyra langar vegalengdir í líkamsræktarstöðvar þegar það getur einfaldlega gengið út úr hús- inu heima hjá sér og fengið fína hreyfingu í næsta nágrenni,“ út- skýrir Katrín. Aðspurð segist hún hafa náð því markmiði sem hún setti sér í upp- hafi. „Ég er ekki komin í kjörþyngd, enda er það ekki það sem skiptir mig máli því ég leitast ekki eftir að verða mjó útlitsins vegna. Mig langaði til að verða heilbrigðari og koma mér í form til að geta hreyft mig almennilega. Í dag get ég gengið á fjöll svo markmiði mínu er svo sannarlega náð,“ segir Katr- ín að lokum. Katrín Cýrusdóttir er dugleg að ganga á fjöll í kringum heimili sitt að Kiðafelli í Kjós og fer gjarnan leiðir sem fáir þekkja. FÖSTUDAGUR/ANTON Í HNOTSKURN Stjörnumerki: Sporðdreki. Uppáhaldsmatur: Sushi. Besti tími dagsins: Morgunninn. Uppáhaldsdrykkur: Maður getur ekki verið án kaffis. Draumafríið: Skíðaferð í Alpana með fjölskyldunni. Bíllinn minn er: Allt of stór og eyðir allt of miklu. Skemmtilegast: Að vera úti í nátt- úrunni í sveitinni minni og ganga á fjöll. Leiðinlegast: Að þrífa – enda gerir Bjössi maðurinn minn það oft. Hverju myndirðu sleppa ef þú þyrftir að spara: Fatakaupum og allri þessari óþarfa eyðslu. Mesta freistingin: Matur. Diskurinn í spilaranum: Múgsefjun. Uppáhaldsborgin: London. Besta bókin: Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jó- hannesdóttur. 66°Norður markaður á annari hæð í Faxafeni 12. Allt fyrir Verslunarmannahelgina! Dúnsvefnpoki 12.800 kr. Sjóstakkar frá 1.500 kr. Sjóhattur 1.500 kr. Óbrjótanleg fl aska 1.000 kr. 25. JÚLÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.