Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 20
20 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 SPOTTIÐ UMRÆÐAN Einar Kristinn Guðfinnsson svarar Guðna Ágústssyni Þrátt fyrir að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, rembist eins og mest hann má í grein í Fréttablaðinu í gær, getur hann ekki dregið athygli frá því sem ég vatkti máls á daginn í áður í grein í sama blaði. Framsóknarflokkurinn er afskaplega einn og einmana í gagn- rýni á tímabundna ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar í starf efnahagsráðgjafa í forsætisráðuneytið. Gagnrýni Framsóknar er eitt dæmið um þann farveg sem forysta flokksins hefur kosið sér. Flokkurinn heyr nú kapp við VG um neikvæðni og er nú orðinn alltaf-á-móti- flokkur eins og ég nefndi í fyrradag. Öðruvísi mér áður brá, svo ég segi það enn. Ég vakti líka athygli á því að gagnrýni forystu- manna Framsóknar í þessu tiltekna máli hitti fyrir þann foringja flokksins sem maður bjóst síst við. Steingrím Hermannsson. Einfaldlega vegna þess að á sama tíma og hann var á tíma- mótum eðlilega hylltur af flokki sínum, er ómögulegt að sjá annað en málflutningur forystumanna Framsóknar nú, gæti átt við sams konar ákvarðanir þessa fyrrum formanns Framsóknarflokksins Þetta var ofureinfaldlega það sem sagði í grein minni. Það er skiljanlegt að Guðni sneiði hjá þessu. Og er þetta þó í sjálfu sér ekki stórt mál, þó ekki hafi ég í þetta sinn getað stillt mig um að benda á þessa undarlegu þversögn, með grein í þessu blaði. Þessa tvíhyggju og þar með á mótsagnirnar í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins núna var ástæðulaust að láta liggja á milli hluta. En kjarni málsins er þá þessi. Almennt er því vel tekið að ráðinn sé til verka snjall og virtur hagfræðingur á tímum þegar þörf er á því að taka vel á málum, rétt eins og ríkisstjórnin hefur unnið að. Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Það hljóta Framsóknarmenn þá að eiga við sig sjálfa í öllu sínu basli. Ríkisstjórnin hefur unnið að margs konar efnahagsaðgerðum, eins og kunnugt er. Það breytir því hins vegar ekki, að ástandið sem við er að glíma, er alvarlegt og af margvíslegum rótum runnið. Einfaldar töfralausnir fyrirfinnast því ekki þó sumir kjósi að láta svo. Verkefnið verður því viðvarandi á næstunni. Þar þarf bæði að taka á, á sviði ríkisfjármála, peningamála, við eflingu fjármálastöðugleika og síðast en ekki síst eflingu atvinnulífsins, einkanlega á sviði gjaldeyrissköpunar, til þess að styrkja forsendur hagkerfisins. Það er verkefnið sem ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir og vinnur að, algjörlega óháð sífrinu úr herbúðum Framsóknar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Enn rembist Framsókn EINAR KRISTINN GUÐFINNSSON Þótt Framsókn slái sinn falska tón í því máli þá hefur enginn áhyggjur af því. Þeir um það og það varðar mig að minnsta kosti litlu þótt þeir verði sér til skammar. Skoðunarferðir Þrjátíu og eitthvað Samfylkingarmenn sem styðja verndun neðri hluta Þjórs- ár heimsóttu íbúa á nærliggjandi jörð- um í gærkvöldi og fengu sér meðal annars súpu og brauð á lífræna búinu Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Þá var svæðið sem fer undir vatn, ef virkjun verður að veruleika, skoðað. Auðvitað er þetta hið besta mál enda æskilegt að fólk í stjórnmálum – sem og á öðrum sviðum þjóðlífsins – kynni sér vel þau mál sem það hefur skoðanir á. Svo er bara að sjá hversu margir Samfylk- ingarmenn fara í skoðunarferð um Helguvík þar sem framkvæmdir við nýtt álver eru hafnar. Samfylkingar- fólk sem styður þá framkvæmd hlýtur að efna til slíkrar heimsóknar. Borgarfulltrúinn og ráðherrann Svo virðist sem að í Birni Bjarnasyni hafi búið tveir menn á árunum 2003 til 2006 en á þessu árabili var hann bæði borgarfulltrúi í Reykjavík og dómsmálaráðherra. Björn hefur upplýst að í dómsmálaráðherratíð sinni hafi aðeins einn borgar- stjóri – Ólafur F. Magnússon – óskað eftir fundi með honum um löggæslu- mál í borginni en þá söguskýringu undrast reyndar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Fréttablaðinu í gær. Hvað sem því líður virðist Björn hafa gætt þess vel að blanda ekki saman þessum tveimur störfum sínum og ekki nálgast löggæslumál í Reykjavík sem dómsmálaráðherra á vettvangi borgarinnar og ekki sem borgarfulltrúi á vettvangi ráðuneytisins. Þarf að fara að uppfæra ferilskrána Það er svo önnur saga að í ferilskrá Björns á heimasíðu Alþingis er þess ekki getið að hann var kosinn til setu í borgarstjórninni kjörtímabil- ið 2002-2006. bjorn@frettabladid.is Íslensk gæðaframleiðsla Viðhaldsfrítt efni Endalausir möguleikar Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Sérhönnuð fyrir íslenska veðráttu Markísur S íðustu fréttir sem berast frá Kína eru á þá leið að stjórn- völd þar í landi gangi hart fram í að þagga niður mótmæli foreldra barna sem létust þegar skólabyggingar hrundu í jarðskjálftum í Sichuan-héraði í maí síðastliðnum. Bæði sé borið á fólk, því hótað vilji það ekki láta af mótmæl- um og komið í veg fyrir að hægt sé að rannsaka hvort kastað hafi verið til höndum í byggingu skólanna sem hrundu. Fjölmiðlum er bannað að fjalla um málið. Svo hafa kínversk stjórnvöld líka látið þau boð út ganga að óvelkomnir á leikana væru geðfatlaðir, alnæmissjúkir og fleiri, auk þess sem margvísleg ritskoðun er þar stunduð, hvort heldur hún snýr að fjölmiðlum eða interneti. Þá hefur heldur ekki lagst vel í fólk hér heima viðbrögð kín- verskra stjórnvalda eftir að Björk Guðmundsdóttir tengdi á tón- leikum sínum þar í mars lagið Declare Independence við stöðu mála í Tíbet. Fyrr í þessum mánuði birti kínverska menningar- málaráðuneytið tilkynningu um að ekki yrði hleypt inn í landið skemmtikröftum sem áður hefðu haft í frammi athæfi „sem ógnað gæti fullveldi kínverska ríkisins“. Ekki var upplýst um hverjir væru á svörtum lista, en fréttastofan Xinhua sagði þó ljóst að Björk væri á honum. Því er ekki að undra að umdeild sé heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, til Kína vegna Ólympíuleikanna í næsta mánuði og vera hans á lokahátíð leikanna. Vera fulltrúa annarra þjóða á leikunum er ekki síður umdeild. Samtök á borð við Blaðamenn án landamæra hafa kallað eftir því að ráðamenn sniðgangi Ólympíuleikana og lýsi með því vanþóknun á þeirri rit- skoðun sem viðgengst í Kína og viðurkenni að kínversk stjórnvöld hafi slegið slöku við í að koma á umbótum sem voru skilyrði þess að Alþjóðaólympíusambandið heimilaði að leikarnir yrðu haldnir í Peking. Velt er upp þeirri spurningu hvort vera kunni að viðskipta- hagsmunir vestrænna fyrirtækja sem renni hýru auga til ógnar- stórra markaða í Kína hafi orðið til þess að slakað sé á kröfum og skilaboð um nauðsynlegar umbætur séu hljóðari en annars. Viðskiptahagsmunir mega hins vegar ekki verða til þess að brot á mannréttindum séu látin óátalin. Ákvörðunin um hvort mætt skuli á leikana snýst hins vegar um skoðanir á því hvernig best verður knúið á um breytingar til hins betra í Kína. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins lýsti forsetinn skoðun sinni ágætlega og kveðst hafa á síðustu árum sannfærst um að vænlegasta leið- in til að styrkja mannréttindi og lýðræðisþróun í Kína sé að eiga jákvæðar viðræður við kínverska ráðamenn og sýna þeim virð- ingu og sóma, um leið og þeir séu tengdir inn í alþjóðlega umræðu. „Aðrar aðferðir, sem einkennast af fjandskap, skila ekki jafn mikl- um árangri,“ segir forsetinn. Við spyrjum því að leikslokum. Ætla má að tignargestir við- staddir lokahátíðarhöld leikanna hafi tækifæri til að benda vald- höfum í Kína á þá þætti sem betur mega fara og árétta vestræn viðhorf um gildi mál-, rit-, og skoðanafrelsis. Eftir stendur að ef til vill hefði Alþjóðaólympíusambandið átt að sjá það árið 2001, þegar staðsetning leikanna í ár var ákveðin, að Peking væri ekki heppilegasti staðurinn fyrir stærsta íþróttavið- burð heims og að tilefni hafi verið til að endurskoða ákvörðunina þegar örfáum dögum eftir úthlutun breyttist allur tónn í orðræðu kínverskra ráðamanna um ráðgerðar umbætur í mannréttinda- málum. Ólympíuleikarnir í Peking í Kína: Að mæta eða ekki ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.