Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 62
38 25. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. tryggur, 6. á fæti, 8. örn, 9. þangað
til, 11. 950, 12. yrkja, 14. ýfun, 16. til,
17. kæla, 18. almætti, 20. ónefndur,
21. nabbi.
LÓÐRÉTT
1. marðardýr, 3. guð, 4. niðurstaða,
5. pili, 7. glaður, 10. hallandi, 13. þrí,
15. einn milljarðasti, 16. temja, 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. trúr, 6. tá, 8. ari, 9. uns,
11. lm, 12. rækta, 14. gárun, 16. að,
17. ísa, 18. guð, 20. nn, 21. arða.
LÓÐRÉTT: 1. otur, 3. ra, 4. úrlausn, 5.
rim, 7. ánægður, 10. ská, 13. trí, 15.
nanó, 16. aga, 19. ðð.
Það til marks um að tímarnir líða
þegar spyrst að poppstjörnur á
borð við Ragnhildi Gísladóttur og
Engilbert Jensen, sem virðast eilíf-
lega ung, eru orðin amma og afi.
Engilbert gefur reyndar lítið fyrir
það sem fréttir því hann er fyrir
löngu orðinn langafi.
„En, jú, ég var að verða afi. Hún
Erna okkar Röggu var að eignast
litla stúlku. Sextán merkur og var
tekin með keisaraskurði. Þetta
þykir stórt úti í Danmörku þar sem
Erna býr. Hún flutti nýlega til
Esbjerg frá Kaupmannahöfn. Ég
held að ég sjálfur hafi verið 22
merkur. Þetta eru dvellar,“ segir
Engilbert sem fagnar þessu nýja
barnabarni. Fyrst ekki kom dreng-
ur var því ekki til að dreifa að
þarna væri kominn lítill Engilbert
heldur hefur stúlkan verið nefnd
Sól.
Sjálfur er Jensen hress og ber
sig vel. Hann segist reyna að láta
sér líða vel í ellinni eins og kostur
er. Engilbert er einhver frægasti
stangveiði- og fluguhnýtingamað-
ur landsins. Hann fór í Reykja-
dal inn um daginn og náði þar þrem-
ur silfruðum á eigin flugur. Segist
lítið vera í laxinum og vill helst
bara veiða silung. Lítið er hins
vegar að gera í tónlistinni þó Engil-
bert, sem gerði garðinn frægan
með Hljómum eins og allir þekkja,
sé með einhverja sérstæðustu og
bestu rödd íslenskrar rokksögu og
þó víðar væri leitað. Er röddin ekk-
ert farin að gefa eftir þó árin líði.
„Nei, nei, ég er alveg rólegur þó
ég sé ekki búinn að leggja upp laup-
ana. Það var reyndar hringt í mig
um daginn. Þarna, Baggalútur, já.
Þeir báðu mig um að syngja bút úr
lagi fyrir sig. Jú, jú, ég sagði þeim
að það væri allt í lagi með það. En
vildi auðvitað fá eitthvað fyrir það
og nefndi einhverja tölu. Þeir höfðu
svo samband til baka og sögðu að
ég væri dýrari en Bó. Ég sagði að
þeir gætu þá bara notast við hann.
Ég hef ekkert heyrt í þeim síðan,“
segir Engilbert. jakob@frettabladid.is
ENGILBERT JENSEN: EKKI FYRSTA BARNABARNIÐ ENDA LANGAFI
Jensen dýrari en Bó
ENGILBERT AFI
Engilbert Jensen, til vinstri,
telur það ekki til mikilla frétta
að hann sé orðinn afi, fyrir
löngu orðinn langafi. Rokk-
stjarnan Ragnhildur Gísladótt-
ir, tákn eilífrar æsku Íslands,
er nú orðin amma. Bó tengist
barninu ekkert en verður að
una því að Engilbert rukki meira
fyrir söng en hann.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
„Þetta er eitthvert voða dæmi. Ég
veit bara ekki hvað ég má segja
því ég skrifaði undir langan samn-
ing og vil bara segja sem minnst.
No comment,“ segir Stefán Hallur
Stefánsson leikari sem er einn
fjölmargra sem leika í umfangs-
mikilli auglýsingu fyrir Den Tyne
tyggigúmmí sem tekin er upp hér
á landi. Tökur hófust á miðviku-
dag og fara fram um allt land en
það eru fyrrum Gus Gus-meðlim-
irnir Árni & Kinski sem gera aug-
lýsinguna, eða auglýsingarnar því
um fjölmargar senur er að ræða.
Meðal íslenskra leikara í aug-
lýsingunni eru auk Stefáns þeir
Friðrik Friðriksson og Þorvaldur
Davíð Kristjánsson auk fjölda
áhugaleikara á borð við Jón Atla
Helgason, klippara og tísku-
mógúl.
Tökurnar á miðvikudag fóru
meðal annars fram á Gráa kettin-
um og í portinu á bakvið Alþjóða-
húsið við Hverfisgötu. Þá var
senan sem skartar Jóni Atla og
fleirum tekin upp í bílskúr í mið-
bænum.
Í dag heldur hópur á Vík í Mýr-
dal þar sem tekið verður upp í
fjörunni en einnig er samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins stefnt
að því að taka upp á Mýrdalsjökli.
Fjöldi fólks kemur fram í auglýs-
ingunni, eða á að giska kringum
fimmtíu manns. Auglýsingarnar
verða svo sýndar í Púertó Ríkó,
Kanada og í Bandaríkjunum.
- shs
Fjöldi Íslendinga í tyggjó-auglýsingu
Vilhelm Anton Jónsson, betur
þekktur sem Villi naglbítur, heldur
tónleika á Borgarfirði eystri í kvöld
ásamt hljómsveit. Það er að segja ef
hann kemst. Þegar Fréttablaðið
heyrði í honum í gær var útlitið
frekar slæmt. „Bíllinn minn er á
verkstæði. Ég lánaði bílinn minn og
það voru einhverjir Frakkar sem
skemmdu hann. Ég veit ekki hvort
ég verð búinn að fá hann nógu
snemma. En það eru mjög góðir
menn að sinna honum og sjá um
þetta allt. Það eru allir að gera allt
sem þeir geta, nema frönsku túr-
istarnir. Þeir eru ekki velkomnir á
tónleikana. Hreinn hjá bílaleigunni
hefur staðið sig eins og hetja.“ Vil-
helm er staddur í Reykjavík. „Við
ætluðum að keyra norður, ég, kær-
asta mín, sonur okkar og tvær vin-
konur okkar. Þetta átti að vera hóp-
ferð með smá útilegustemningu.
Svo vitum við ekkert, erum bara
búin að pakka og bíðum með tjaldið
og töskurnar inni í stofu.“ En er
enginn annar á bíl? „Nei, ekki svona
stórum. Þetta er sko gamall Land-
rover. Við erum með svo mikið dót,
hljómsveitargræjur, barnadót,
svefnpoka fyrir fimm manns … Svo
vantar okkur reyndar líka far fyrir
kontrabassaleikarann, frá Laugum
í Reykjadal á Borgarfjörð. Annars
er þetta allt í góðu,“ segir Vilhelm
og hlær. „Ég er pínu stressaður
núna, ég var bara að fá símtalið um
að hann yrði líklega ekki klár. En
þetta hlýtur að ganga.“ Restin af
hljómsveitinni býr fyrir norðan og
kemst leiðar sinnar. Vilhelm er í
góðum gír fyrir tónleikana, þrátt
fyrir vandræðin. „Þetta verður
örugglega þrusustuð.“ - kbs
Villa vantar far á eigin tónleika
SAKNAR LANDROVERSINS Vilhelm er í
basli með að komast á eigin tónleika.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
„Ég hlusta ekki á neitt spes í
vinnunni heldur set yfirleitt
eitthvað electro á. Til dæmis
Daft Punk og Yelle. Ég hef ekki
verið að hlusta á neitt annað
upp á síðkastið. Róisín Murphy
var líklega það síðasta.“
Egill Moran Friðriksson vinnur hjá
Vodafone.
STEFÁN
HALLUR
Vill ekkert
segja um
tyggjó-
auglýsing-
una enda
með lang-
an samning
á borðinu.
ÞORVALDUR DAVÍÐ
Fer með hlutverk
í auglýsing-
unni sem
verður sýnd í
Bandaríkjunum
þar sem hann
nemur leik-
list.
JÓN ATLI
HELGASON
Klipparinn
geðþekki
leikur í aug-
lýsing-
unni.
Magni Ásgeirsson og
ættingjar hans á Borg-
arfirði eystri standa
fyrir tónlistarhátíð-
inni Bræðslunni á
morgun. Hátíðin
er lágstemmd og
niðri á jörðinni og
þurfa poppstjörn-
urnar, meðal annars Eivör og Dísa,
að láta sér nægja tveggja manna
kojur. Damien Rice fær þó að vera
einn í herbergi enda er hann eina
alþjóðlega stjarnan á svæðinu.
Magni vill ekki bendla hátíðina við
„krútt” og finnst þetta frekar vera
„dúllulegir” tónleikar.
Það er annars að frétta af tónlist-
arferli Magna að Á móti sól hefur
tekið upp grunna að
nýrri plötu sem búast
má við í nóvember.
Hljómsveitin gerði
síðast plötu með
frumsömdu efni
árið 2001. Nýtt lag,
„Til þín”, er farið að
heyrast af plötunni
og samdi Eyrún Huld, barnsmóðir
Magna, textann með honum. Á
móti sól verður svo á Þjóðhátíð en
þar hefur sveitin verið síðan Magni
gekk í bandið 2001.
Sandkorn DV eru oft svo skrýtin
að engin leið er að svara þeirri
furðulegu veruleikasýn sem þar
birtist. Þó gerir Andrés Magnús-
son, blaðamaður Viðskiptablaðs-
ins, tilraun til þess á síðu sinni en
í slúðri Reynis Traustasonar og
félaga er hann nefndur sem hugs-
anlegur höfundur ræmu um sögu
FL Group sem vakið hefur athygli á
netinu. Ekki er laust við að Andrés
sé móðgaður yfir að vera kenndur
við verkið; hann hefði sett mál FL
Group með miklu skiplagðari hætti,
vandað betur til tæknilegra atriða
að ekki sé minnst á málfar og
leturnotkun. „Ég myndi t.d. aldrei
nota eintóma upphafsstafi, enskar
gæsalappir eða greinarmerki með
þeim hætti, sem þar er gert,” segir
Andrés sem með því lætur að liggja
að þarna séu DV-menn
að tala um eitthvað sem
þeir ekki þekki auk þess
sem hann myndi aldrei
senda frá sér neitt nafn-
laust eins og Sandkyrn-
ingur DV gerir.
- glh/jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
STÓR HUMAR, LÚÐA,
LAX, TÚNFISKUR
Úrval skrétta á grillið