Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 28
MORGUNMATURINN: Það eru djúsbarir á næstum hverju götuhorni með ógrynni ferskra ávaxta og brauðmeti, án efa langbestu stað- irnir til að byrja daginn. SKYNDIBITINN: Acai, ekki spurning! Acai er búið til úr berjum sem vaxa í skógum Amaz- on, sem er frosnum blandað saman við gurana. Acai er yfirgengilega ljúft á bragðið og fæst á næstum hverju götuhorni í Ríó á undir 100 krónur. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Mér finnst mest rómó að borða uppi í rúmi, og þá helst súkkulaðiköku. LÍKAMSRÆKTIN: Það á víst að brenna kaloríum að liggja í sólbaði og svitna og ég get ófeimin sagt að mér finnist það langbesta „lík- amsræktin“. Það er alls ekki óvenju- legt að sjá stælta kroppa skokka eftir ströndum Ríó og þá helst á Ipanema- strönd. UPPÁHALDSVERSLUN: Ég get ekki sagt að það sé frábært að versla í Ríó en mér dettur verslunar- miðstöðin Barra Shoping helst í hug, með rándýrum verslunum fyrir fína og fræga fólkið. Annars er voða ljúft að rölta um „Hippie fair-útimarkað sem haldinn er um helgar á torgi í Ipanema. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Lít- ill sushi-veitingastaður í verslunarhverfi Rochina, stærsta fátækrahverfi Ríó. Það eru ekki margir túristar sem leggja leið sína þangað, en í einu öngstrætinu er þessi litli demantur sem býður upp á ljúffengt sushi og fer vel með budd- una í þokkabót. HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEG- INUM: Best væri að byrja daginn á því að fá sér morgunmat á djúsbar og arka svo niður á strönd til að sýna sig og sjá aðra. Síðdegis er fínt að skella sér á fótboltaleik á Maracana-leikvangi. Brassar eru vægt til orða tekið vitlausir í fótbolta og er stemningin á leikvang- inum engu lík. Um kvöldið væri fínt að fara til Lapa sem er einhvers konar 101 Ríó-búa með ógrynni skemmtistaða og bara. Ég held mikið upp á Clube dos Democáticos sem var stofnaður árið 1867 og hann býr yfir ólýsanleg- um sjarma. Þar er eingöngu spiluð lif- andi tónlist og þá helst samba. Allt frá ömmum og öfum til ungs fólks sækir þennan stað og dansar tryllt sömbu fram á rauða nótt. borgin mín RIO DE JANEIRO ANNA SMÁRADÓTTIR starfsmaður á sambýli Birgir Örn Steinarsson blaða- maður, betur þekktur sem Biggi í Maus, gekk að eiga unnustu sína, Kolbrúnu Magneu Kristjánsdótt- ur, um síðustu helgi. „Þetta var eini heiðríki sólar- dagurinn við Akureyri í sumar, vinir mínir komu frá útlöndum og þetta var bara alveg frábært,“ segir hinn nýbakaði eiginmaður, en brúðkaupið fór fram í Grundar- kirkju í Eyjafjarðarsveit. Birgir söng sjálfur lag Togga, Þú komst við hjartað í mér, í at- höfninni, og þá spilaði Brim í brúðkaupinu. Birgir segir það magnaða tilfinningu að vera kvæntur maður. „Ég held að við höfum alveg verið búin að gera þessa skuldbindingu við hvort annað áður,“ segir hann. „Líðanin er ekk- ert öðruvísi, maður er bara fárán- lega hamingjusamur.“ Parið ætlar þó ekki í brúð- kaupsferð í bráð. „Við erum bara búin með alla peningana okkar eftir þetta brúðkaup og hún er með barni þannig að við bíðum með það. Við fórum líka á Hróars- keldu fyrr í sumar, það var svona snemmbúin brúðkaupsferð.“ Barnið er væntanlegt í heiminn í nóvember. Söng sjálfur í brúðkaupinu Birgir Örn Steinarsson er nýbakaður eiginmaður og verðandi faðir. Þ etta er grillaður gaman- leikur um kerlingar sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Þær eru á besta skeiði ævinnar þótt illa inrættir kalli það stundum „erfiða skeið- ið“,“ segir Sigrún Edda Björns- dóttir leikkona um nýjan gaman- leik sem nú er í undirbúningi, en á móti henni munu leika Helga Braga Jónsdóttir og Edda Björg- vinsdóttir. Leikritið verður sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur undir leikstjórn Maríu Sigurðar- dóttur og stefnt er á frumsýningu í mars á næsta ári. „Gísli Rúnar Jónsson er að leggja lokahönd á þýðinguna, en nafnið er enn þá leyndarmál. Konur ættu að hafa mjög gaman af þessu verki og eiginmönnum mun gefast einstakt tækifæri til að hlæja að konum sínum á þessari sýningu. Breski grín- istinn Jenny Eclair samdi verk- ið og það er virkilega fyndið, en hún hefur samið fyrir grínista á borð við Dame Ednu og Billy Connely,“ segir Sigrún Edda. Spurð hvenær æfingar hefjist segir hún undirbúninginn byrja strax í haust. „Við ætlum að setja í gírinn fyrir norðan strax eftir áramót og mála Akureyrar- bæ rauðan,“ segir Sigrún Edda að lokum. Þrjár gamanleikkonur sameinast á Akureyri Nýr gamanleikur í undirbúningi Leikkonurnar þrjár brugðu sér í Kringluna til að athuga með búninga fyrir sýning- una. Sigrún Edda, Helga Braga og Edda Björgvins munu leika kerlingar á besta skeiði ævinnar í grilluðum gamanleik hjá LA. 4 • FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.