Fréttablaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 28
MORGUNMATURINN:
Það eru djúsbarir á næstum hverju
götuhorni með ógrynni ferskra ávaxta
og brauðmeti, án efa langbestu stað-
irnir til að byrja daginn.
SKYNDIBITINN:
Acai, ekki spurning! Acai er búið til
úr berjum sem vaxa í skógum Amaz-
on, sem er frosnum blandað saman
við gurana. Acai er yfirgengilega ljúft
á bragðið og fæst á næstum hverju
götuhorni í Ríó á undir 100 krónur.
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Mér finnst
mest rómó að borða uppi í rúmi, og þá
helst súkkulaðiköku.
LÍKAMSRÆKTIN:
Það á víst að brenna kaloríum að liggja
í sólbaði og svitna og ég get ófeimin
sagt að mér finnist það langbesta „lík-
amsræktin“. Það er alls ekki óvenju-
legt að sjá stælta kroppa skokka eftir
ströndum Ríó og þá helst á Ipanema-
strönd.
UPPÁHALDSVERSLUN:
Ég get ekki sagt að það sé frábært að
versla í Ríó en mér dettur verslunar-
miðstöðin Barra Shoping helst í hug,
með rándýrum verslunum fyrir fína og
fræga fólkið. Annars er voða ljúft að
rölta um „Hippie fair-útimarkað sem
haldinn er um helgar á torgi í Ipanema.
BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Lít-
ill sushi-veitingastaður í verslunarhverfi
Rochina, stærsta fátækrahverfi Ríó.
Það eru ekki margir túristar sem leggja
leið sína þangað, en í einu öngstrætinu
er þessi litli demantur sem býður upp
á ljúffengt sushi og fer vel með budd-
una í þokkabót.
HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEG-
INUM:
Best væri að byrja daginn á því að
fá sér morgunmat á djúsbar og arka
svo niður á strönd til að sýna sig og
sjá aðra. Síðdegis er fínt að skella sér
á fótboltaleik á Maracana-leikvangi.
Brassar eru vægt til orða tekið vitlausir
í fótbolta og er stemningin á leikvang-
inum engu lík. Um kvöldið væri fínt að
fara til Lapa sem er einhvers konar 101
Ríó-búa með ógrynni skemmtistaða
og bara. Ég held mikið upp á Clube
dos Democáticos sem var stofnaður
árið 1867 og hann býr yfir ólýsanleg-
um sjarma. Þar er eingöngu spiluð lif-
andi tónlist og þá helst samba. Allt frá
ömmum og öfum til ungs fólks sækir
þennan stað og dansar tryllt sömbu
fram á rauða nótt.
borgin mín
RIO DE JANEIRO
ANNA SMÁRADÓTTIR starfsmaður á sambýli
Birgir Örn Steinarsson blaða-
maður, betur þekktur sem Biggi í
Maus, gekk að eiga unnustu sína,
Kolbrúnu Magneu Kristjánsdótt-
ur, um síðustu helgi.
„Þetta var eini heiðríki sólar-
dagurinn við Akureyri í sumar,
vinir mínir komu frá útlöndum
og þetta var bara alveg frábært,“
segir hinn nýbakaði eiginmaður,
en brúðkaupið fór fram í Grundar-
kirkju í Eyjafjarðarsveit.
Birgir söng sjálfur lag Togga,
Þú komst við hjartað í mér, í at-
höfninni, og þá spilaði Brim í
brúðkaupinu.
Birgir segir það magnaða
tilfinningu að vera kvæntur
maður. „Ég held að við höfum
alveg verið búin að gera þessa
skuldbindingu við hvort annað
áður,“ segir hann. „Líðanin er ekk-
ert öðruvísi, maður er bara fárán-
lega hamingjusamur.“
Parið ætlar þó ekki í brúð-
kaupsferð í bráð. „Við erum bara
búin með alla peningana okkar
eftir þetta brúðkaup og hún er
með barni þannig að við bíðum
með það. Við fórum líka á Hróars-
keldu fyrr í sumar, það var svona
snemmbúin brúðkaupsferð.“
Barnið er væntanlegt í heiminn í
nóvember.
Söng sjálfur í
brúðkaupinu
Birgir Örn Steinarsson er nýbakaður eiginmaður og verðandi faðir.
Þ
etta er grillaður gaman-
leikur um kerlingar sem
eru ekki allar þar sem þær
eru séðar. Þær eru á besta
skeiði ævinnar þótt illa inrættir
kalli það stundum „erfiða skeið-
ið“,“ segir Sigrún Edda Björns-
dóttir leikkona um nýjan gaman-
leik sem nú er í undirbúningi, en
á móti henni munu leika Helga
Braga Jónsdóttir og Edda Björg-
vinsdóttir. Leikritið verður sýnt
hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur
undir leikstjórn Maríu Sigurðar-
dóttur og stefnt er á frumsýningu
í mars á næsta ári.
„Gísli Rúnar Jónsson er að
leggja lokahönd á þýðinguna,
en nafnið er enn þá leyndarmál.
Konur ættu að hafa mjög gaman
af þessu verki og eiginmönnum
mun gefast einstakt tækifæri
til að hlæja að konum sínum á
þessari sýningu. Breski grín-
istinn Jenny Eclair samdi verk-
ið og það er virkilega fyndið, en
hún hefur samið fyrir grínista
á borð við Dame Ednu og Billy
Connely,“ segir Sigrún Edda.
Spurð hvenær æfingar hefjist
segir hún undirbúninginn byrja
strax í haust. „Við ætlum að
setja í gírinn fyrir norðan strax
eftir áramót og mála Akureyrar-
bæ rauðan,“ segir Sigrún Edda
að lokum.
Þrjár gamanleikkonur sameinast á Akureyri
Nýr gamanleikur í
undirbúningi
Leikkonurnar þrjár brugðu sér í Kringluna til að athuga með búninga fyrir sýning-
una.
Sigrún Edda, Helga Braga og Edda
Björgvins munu leika kerlingar á besta
skeiði ævinnar í grilluðum gamanleik
hjá LA.
4 • FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008