Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 6
6 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR STJÓRNSÝSLA Samþykkt var á bæjarráðsfundi Kópavogs á föstu- dag að ráða í fjórar nýjar stjórn- unarstöður hjá Kópavogsbæ en aðeins eina þeirra á að auglýsa. Samfylkingin er ekki sátt. „Þetta er einfaldlega siðlaust og engin fordæmi eru fyrir slíku á Íslandi,“ segir Guðríður Arnar- dóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. „Það er mjög skýrt í lögum að það á að auglýsa allar opinberar stöður,“ segir Guðríður. „Tekið er fram í starfsmannastefnu Kópa- vogsbæjar að auglýsa eigi allar stöður.“ Stöðurnar sem um ræðir, sem ekki voru auglýstar, eru fram- kvæmdastjóri fræðslusviðs, sviðs- stjóri menningar- og tómstunda- sviðs og ný staða gæðastjóra bæjarins. Umdeildasta ráðningin var framkvæmdastjóri fræðslu- sviðs en sú sem var ráðin, sem áður gegndi stöðu starfsmanna- stjóra í afleysingum, er menntað- ur stjórnmálafræðingur og með meistaragráðu í starfsmanna- stjórnun. „Hún hefur enga reynslu af fræðslumálum,“ segir Guðríður en í starfslýsingu stendur að sá sem gegnir starfinu skuli hafa reynslu af fræðslumálum eða þá reynslu sem best kemur að notum. „Enginn er að draga hennar hæfi í efa en í þessu tilviki er bara ekki réttur maður á réttum stað. Án þess að auglýsa stöðurnar vitum við ekki hvort við erum að ráða hæfasta fólkið.“ Spurður um nauðsyn þess að auglýsa stöðurnar segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, að hæft fólk hafi verið ráðið sem starfaði í öðrum stöðum innan bæjarins og tekur fram að ráðn- ingarnar séu fullkomlega lögleg- ar. Um ráðningu framkvæmda- stjóra fræðslusviðs segir Ómar að það sem til þurfti hefði verið manneskja með stjórnunarhæfi- leika. „Hún sannaði sig sem stjórn- andi þegar hún gegndi embætti starfsmannastjóra til bráðabirgða. Þekking á fræðslumálum er til staðar innan sveitarfélagsins,“ segir Ómar. Samfylkingin skoðar nú málið, að sögn Guðríðar og mun á næst- unni ákveða hvort ákvörðunin verður kærð. Ljóst er hins vegar að óskað verður álits samgöngu- ráðuneytisins, sem fer með yfir- stjórn sveitarstjórnarmála, hvort þetta standist lög. vidirp@frettabladid.is Án þess að auglýsa stöðurnar vitum við ekki hvort við erum að ráða hæfasta fólkið. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ODDVITI SAMFYLKINGARINNAR Í KÓPAVOGI Kópavogsbær ræður í þrjár stöður án þess að auglýsa Ráðið var í þrjár stjórnunarstöður hjá Kópavogsbæ án þess að auglýsa þær. Oddviti Samfylkingar segir þetta ekki standast lög og hyggst kæra. Formaður bæjarráðs segir ráðningarnar fullkomlega löglegar. HAMRABORG Í KÓPAVOGI Umdeild er ráðning framkvæmdastjóra fræðslusviðs hjá Kópavogsbæ, en hún hefur menntun á sviði starfsmannastjórnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓMAR STEFÁNSSON GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR EKVADOR, AP Stjórnlagaþing Ekvadors samþykkti í fyrradag nýja stjórnarskrá sem eykur völd forsetaembættisins. Stjórnar- skráin verður lögð undir þjóðar- atkvæðagreiðslu í september. Forsetinn getur samkvæmt nýju stjórnarskránni rofið þing, hefur völd yfir peningastjórninni og getur setið lengur. Hún gerir núverandi forseta, sósíalistanum Rafael Correa, kleift að halda embætti til ársins 2017. Forsetinn er vinsæll í Ekvador og líklegt að Ekvadorar samþykki nýju stjórnarskrána. - gh Ný stjórnarskrá styrkir forseta: Ekvadorar kjósa um stjórnlög RAFAEL CORREA Stjórnarandstæðingar saka forsetann um að vilja taka sér alræðisvald. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Íslandshreyfingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur skilað bókhaldi sínu inn til Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt lögum, sem sett voru í fyrra, skulu stjórnmálasamtök halda sam- stæðureikning fyrir allar einingar sínar og skila endurskoðuðum reikningum til Ríkisendurskoðun- ar. Íslandshreyfingin eyddi um 30 milljónum króna á síðasta ári. Um 6,5 milljónir söfnuðust og þar að auki fékk flokkurinn 12 milljóna króna styrk frá ríkinu. Sá styrkur er árlegur og fer til stjórnmála- flokka í hlutfalli við fylgi þeirra í síðustu alþingiskosningum. Skuld- ir Íslandshreyfingarinnar nema því um 11,5 millljónum nú. Margrét Sverrisdóttir varafor- maður segir flokkinn koma ágæt- lega út úr kosningaári. „Við höfum einsett okkur að greiða niður allar okkar skuldir eins fljótt og hægt er,“ segir Margrét. Hjá hinum stjórnmálaflokkun- um fengust þær upplýsingar að verið væri að vinna í bókhaldinu. Samfylkingin mun skila sínu inn á allra næstu dögum, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur reikna með að skila með haustinu, Vinstri grænir og Frjálslyndir nefndu ekki neina tímasetningu, en verið væri að vinna í málinu. Eitt af því sem flækir málið er að starfsár flestra stjórnmálafé- laga hefjast að hausti, en bók- haldsár um áramót. - kóp Stjórnmálaflokkar fæstir búnir að skila bókhaldi til Ríkisendurskoðunar: Íslandshreyfingin hefur ein skilað ÍSLANDSHREYFINGIN Aðeins Íslandshreyfingin hefur skilað inn bókhaldi til Ríkisendurskoðunar. Frá blaðamannafundi við stofnun flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA KÍNA Lítill grís hefur vakið mikla athygli í þorpinu Fengzhang í Kína sökum undarlegs útlits. Þorpsbúar flykkjast að heimili Feng Changlin, eiganda gríssins sem segir hann forljótann, engann vilja kaupa grísinn og fjölskyldan sé hrædd við að horfa á hann. Þá segir hann grísinn helst líkjast apa í framan en að auki séu afturlappirnar mun lengri en þær fremri. Því hoppi grísinn um í stað þess að ganga eins og aðrir grísir. Það varð grísnum til lífs að sonur Feng hefur gaman af því að leika við hann og gefur honum mjólk að drekka. Fréttavefurinn ananova greindi frá. - ovd Vanskapaður grís í Kína: Lítill grís með andlit apa APALEGUR GRÍS Í KÍNA Þorpsbúar í Fengzhan í Kína sýna þessum litla grís mikinn áhuga enda er hann mjög sérstakur í útliti. MYND/ANANOVA Kjarnaofni lokað í skyndi Kjarnaofni í kjarnorkuverinu í Rivne í vestanverðri Úkraínu var skyndilega lokað í fyrradag eftir að aðvörun- arkerfi fór í gang. Embættismenn í neyðarástandsráðuneyti landsins sögðu þó enga hættu á ferðum. Geislavirkni sé innan eðlilegra marka. Árið 1986 varð versta kjarnorkuslys sögunnar í Tsjernóbyl í Úkraínu. ÚKRAÍNA BANDARÍKIN, BBC Kaliforníuríki er fyrsta ríkið til þess að banna veit- ingahúsum og verslunum að nota herta fitu (transfitusýrur). Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Hert fita er stór orsakavaldur að hjarta- og æðasjúkdómum. Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri Kaliforníu, segir reglugerð- ina, sem tekur gildi árið 2010, mik- ilvægt skref í framtíð heilbrigðismála. Þeir sem ekki fara að reglunum verða beittir sektum sem munu nema allt að 80 þúsund krónum. Hert fita er grænmetisolía sem hefur verið hert til þess að lengja endingartíma hennar. Fitan er notuð í bakkelsi og kökur, smjörlíki og skyndibitamat. Hert fita hefur ekkert næringargildi. Um leið og dregið er úr neyslu hennar minnka líkur á hjartasjúkdómum. Forseti Fjölskyldulæknaaka- demíunnar í Kaliforníu segir neyslu hertrar fitu aldrei innan öryggismarka, ekki frekar en reyk- ingar. Borgirnar New York, Fíladelfía og Seattle hafa nú þegar lagt bann við hertri fitu. Margir matvæla- framleiðendur og veitingahúsa- keðjur hafa einnig gert tilraunir með efni sem gætu komið í stað olí- unnar og þeirrar matvöru sem inni- heldur hana. - hþj Veitingahús og verslanir beittar sektum árið 2010 Hert fita bönnuð í Kaliforníu HAMBORGARI OG FRANSKAR GÆTU VERIÐ HOLLARI Matur á skyndibitastöð- um inniheldur oft mikið af transfitu en hún eykur líkur á hjartasjúkdómum og hefur ekkert næringargildi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNSÝSLA Reglugerð um vernd og aðstoð við fatlaða og hreyfi- hamlaða farþega í flugi tók gildi í gær. Meðal aðstoðar sem á að veita er að komast um borð í loftfar, koma farangri um borð, komast úr loftfari, endurheimta farangur á komustað, fara í gegnum tollskoðun og fleira. Reglugerðinni er ætlað að tryggja að rekstraraðilar flugvalla og flugrekendur veiti þessum farþegahópi nægilega aðstoð og sporna þannig við mismunun gagnvart þeim. Reglugerðin er innleiðing á reglugerð frá Evrópuráðinu og Evrópuþinginu. - vsp Reglur um aðstoð við fatlaða: Fatlaðir fái aukna aðstoð Er rétt að slá Bitruvirkjun af? Já 44,7% Nei 55,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú sigurtillöguna um nýja byggingu Listaháskólans? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.