Fréttablaðið - 27.07.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 27.07.2008, Síða 12
12 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embættið að nýju þann 1. ágúst næstkomandi en þá hefur hann setið í þrjú kjörtímabil. Fréttablaðið rifjar upp síðustu fjögur ár forsetans í embætti í gegnum linsur ljósmyndara blaðsins. Fjórða kjör- tímabil forseta að hefjast GEORGE BUSH ELDRI MEÐ FORSETAHJÓNUNUM Fyrrum Bandaríkjaforsetinn George Bush eldri kom hingað til lands í boði forseta Íslands í júlí fyrir tveimur árum. Hann fékk þá tækifæri til að reyna sig við veiðistöngina á Bessastöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BEÐIST LAUSNAR Geir H. Haarde biðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt á Bessastöðum 18. maí á síðasta ári. Ólafur Ragnar Grímsson fól Geir að mynda nýja ríkisstjórn. Ólafur Ragnar sat þá í þriðja sinn á Bessastöðum þegar gengið var til Alþingis- kosninga en hafði ekki veitt umboð til stjórnarmyndunar áður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÖLMIÐLAFRUMVARPINU HAFNAÐ Mikil eftirvænting ríkti þegar Ólafur Ragnar Grímsson boðaði til blaðamannafundar þann 2. júní 2004 vegna fjölmiðlafrumvarps ríkisstjórnarflokkanna. Á fundinum tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hefði ákveðið að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarpið og var það í fyrsta skipti sem forseti Íslands neitaði að staðfesta lög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AL GORE HEILSAÐ MEÐ VIRKTUM Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore heimsótti Ísland í apríl og snæddi kvöldverð á Bessastöðum ásamt fulltrúum úr íslensku fræða- og vísindasamfélagi. Al Gore lét þau orð falla að Ísland og Ólafur Ragnar Grímsson hafi mikilvægu forystuhlutverki að gegna í loftslagsmálum á heimsvísu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SETTUR Í EMBÆTTI Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, veifa til viðstaddra af svölum Alþingishússins við þriðju embættisveitingu forsetans í ágúst árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SMAKKAÐ Á AFMÆLISKÖKUNNI Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff glöddust með Hafnfirðingum á hundrað ára afmæli kaupstaðarins þann 1. júní. Forsetahjónin þáðu bita af hundrað metra langri afmælisköku í Strandgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ODDAFLUG FORSETAHJÓNANNA Flogið var með fríðu föruneyti norður til Akureyrar og austur til Egilsstaða að njóta myndlistar í tengslum við Listahátíð í Reykjavík í maí. Sólin náði að brjótast fram þrátt fyrir að vorið væri enn ókomið nyrðra og eystra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.