Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 46
26 FERÐALÖG FÖSTUDAGUR Byrjaðu á að fara á Café Motu á Trafalgar Street þar sem boðið er upp á breskan morgunmat allan daginn – bakaðar baunir, egg, pylsur og besta beikon í heimi. Skelltu þér svo í The Royal Pavilion – þú trúir þessu ekki fyrr en þú sérð það. Skálinn er höll í Mið-Austurlandastíl, þar sem Georg fjórði, 19. aldar spjátrungs- konungur, geymdi hjákonur sínar og hélt partí. Hvert herbergi er hannað með fjör í huga og allt er svo fáránlega yfirdrifið að þú getur ekki annað en hrifist með. Kristalsljósakróna sem vegur eitt tonn, einhver? Um kvöldið er gott að gera eins og innfæddir og borða á makró- bíótískum ökólógískum grænmet- isfæðisstað. Food for Friends er tilvalinn í því skyni. Að því búnu geturðu syndgað örlítið og drukk- ið fylli þína á The Hop Poles, sem býður upp á góðan bjór, furðulega tónlist og ruglingslegar innrétt- ingar. Gættu þín samt að stálklóin í loftinu hrifsi þig ekki upp þegar síst varir. LAUGARDAGUR Í Brighton eru bóhemar á hverju strái enda er sagt að önnur hver manneskja í borginni sé listamað- ur af einhverri sort. Flipp í klæða- burði er einkenni þessa þjóðfé- lagshóps. North Laine er góður staður til að sjá þessa kynlegu kvisti – þeir sækja í þessar þröngu götur sem eru fullar af sérviskuleg- um búðum, mörkuðum, kaffihúsum og götulistamönnum. Það er enda- laust hægt að vafra þarna um – í lok dags gætirðu hafa fjárfest í tígrismynstruðum samfestingi, fengið göt í geirvörturnar, drukk- ið yfir þig af ferskum engifersafa með þangi og keypt uppblásinn blómavasa. Sértu í rómantískum hugleið- ingum er ganga um The Old Lanes ómissandi. Þessu skemmtilega hverfi svipar til North Laine – bara þrengri götur með endalaus- um skartgripaverslunum – og afhelgaðri kirkju þar sem hægt er að horfa á fótbolta. Allir sem koma til Brighton verða að sjá ströndina. Fyrir hug- djarfa mannfræðinga er gaman að ganga út á hina frægu Brighton Pier (bryggjan) og fara í gegnum háværa spilakassasalina og í „tív- olíið“ – samansafn hrörlegra leik- tækja sem líta út fyrir að vera meira hættuleg en spennandi. Nálægt bryggjunni er svo sædýra- safn sem skemmtilegt er að skoða. Steinsnar frá er svo huggulega tehúsið The Mock Turtle. Staður- inn er innréttaður að hætti ömmu og afa og býður upp á æðislegar skonsur og te sem frú Marple hefði orðið hreykin af. Um kvöldið er hægt að fara á einhvern fjölmargra sjávarrétta- staða í borginni – ferskt sjávar- fang er auðfengið og ljúffengt. Eftir það er pöbbarölt viðeigandi og ef hugur er í fólki getur klúbb- ahopp tekið við. Miðbærinn er troðinn af afþreyingu. Þið finnið bækling um skemmtanalíf í Brighton á flestum kaffihúsum. Annars gildir heilræðið leitið og þér munuð finna. Allir nema hörð- ustu djammhaukar ættu þó að forðast klúbba með löngum röðum af fólki í pínupilsum og hlýrabol- um. Dæmi um slíkan stað er „Reykjavik Icehouse“ – sem ku vera í daprara lagi, þrátt fyrir nafnið. SUNNUDAGUR Á sunnudögum kemur ekki annað til greina en að fá sér sunnudags- steik á pöbbnum – Sunday Roast, eins og innfæddir kalla hana. Ölkráin Yeoman, sem er nærri lest- arstöðinni, er fremst á meðal jafn- ingja í þeim efnum. Til að reyta af sér hitaeiningarnar að átinu loknu mæli ég með rölti um Kemp Town (stundum kallað „Camp Town“ enda er hverfið afar vinsælt á meðal samkynhneigðra). Þar halda sig áhugaverðir furðufuglar sem margir hverjir reka ýmsar búðir í óræðum tilgangi. Þar má líka finna verst þefjandi bar í heimi – ekki óttast að erfitt sé að finna hann, þú gengur bara á lyktina. Hún er svo stæk að engu líkara er en að fasta- gestirnir hafi verið dánir í nokkurn tíma. En enn þá sitja þeir að sumbli. Það er vel hægt að svolgra í sig einn bjór meðan maður heldur niðri í sér andanum. Eftir á má svo fá sér frískt loft á nektarströndinni sem er þar skammt frá. Aðgang fá einungis allsberir svo hinir spé- hræddu verða að leita annað. 24 TÍMAR Í BRIGHTON Það þarf engum að leiðast í Brighton. Borgin býður upp á sitthvað forvitnilegt og skrýtið enda er hún þekkt fyrir að vera samastaður frjálslyndra grænmetisætuhippa, róttækra listamanna og léttklæddra strandverja. Þórhildur Ólafsdóttir stundar nám í Brigthon og kann að njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þórhildur Ólafsdóttir Frábær gisting m/ hálfu fæði –örfáar íbúðir í bo ði! Ströndin og bryggjan með tívolíinu eru helsta kennileiti Brighton. N O R D IC PH O TO S/G ETTY IM A G ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.