Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 27. júlí 2008 17 „Nafnið mitt kemur úr Ísfirðingasögu, þannig að þetta er gam- alt nafn,“ segir Bjargey Ólafsdóttir, kvikmyndagerðakona og myndlistarmaður, og bætir við að það þýði náð. Bjargey var skírð í höfuðið á ömmu sinni en nafnið hefur þó ekki verið í ættinni „Ég er með gælunafn innan fjölskyldunnar,“ segir Bjargey „Ég átti erfitt með að sætta mig við nafnið mitt þegar ég var yngri og fann því upp á gælunafninu. Þegar ég varð unglingur þá áttaði ég mig á sérstöðu nafnsins og hvað það er fallegt og sérstakt.“ Bjargey segir að bæði Íslendingar og útlendingar ruglist á nafni hennar. „Íslendingar rugla nafninu stundum við Bjarney því það er algengara.“ Og sem kvikmynda- og myndlistarkona fer Bjarg- ey víða og útlendingar eiga oft í vandræðum með nafnið. „Ég er oft kölluð bara B. Það er mjög algengt. Útlendingar rugla þessu líka stundum við Björk þegar ég segi það. Þeir segja margir: Oh, like Björk?“ segir Bjargey hlæjandi og bætir við að það sé svolítið fyndið vegna þess að í eyrum okkar Íslendinga hljómar það ekk- ert líkt. -mmf NAFNIÐ MITT: BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Nafn sem oft er ruglað saman við Björk Rússneski karlakórinn frá St. Basil-dómkirkjunni í Moskvu heldur áfram för sinni um land- ið og í dag heldur hann tónleika í Hólakirkju. Á efnisskrá kórsins kennir ýmissa grasa, en þar má finna rússnesk þjóðlög, miðalda- tónlist og lög eftir rússnesk tón- skáld. Kórinn var bannaður árið 1931 af kommúnistastjórn Sóvíetríkj- anna en er kommúnistar misstu völd árið 1991 kom kórinn saman aftur. Hann hefur síðan getið sér gott orð og ferðast víða, en hann kom fram meðal annars á listahá- tíð í Reykjavík árið 2004. Tónleikarnir hefjast kl. 13.00 og er aðgangur ókeypis. -tg Rússneskur karlakór syngur St. Basil Karlakórinn var bannaður á Sóvíettímanum. NORDIC PHOTOS/GETTY Í kvöld eru síðustu tónleikar Sam- hljóms, tónlistarhátíðar í Reyk- holti. Auður Hafsteinsdóttir og Pálína Árnadóttir fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari, Bryndís Halla Gylfadótt- ir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Händel, Dohnányi og Dvorák. Tónleikarnir fara fram klukk- an 16.00 í Skálholtskirkju og er að- gangseyrir 2.500 krónur. Tónlistarhátíðin í Reykholti hefur fyrir löngu fest sig í sessi hjá unnendum klassískrar tónlist- ar en þetta er 11. árið sem hún er haldin. - tg Samhljóm líkur Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 í Skálholts- kirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AFMÆLI INGVI HRAFN JÓNS- SON fjölmiðlamaður og veiðimaður er 66 ára í dag HAUKUR HEIÐAR HAUKSSON söngvari Diktu er 26 ára í dag MAYA RUDOLPH leikkona er 36 ára í dag BYLGJAN ER ÓMISSANDI UM VERSLUNARMANNAHELGINA Farið verður um víðan völl í gríni og alvöru. Fréttir af öllu því sem gerist ásamt bestu tónlistinni. Stórskotalið Bylgjunnar verður á vaktinni alla helgina: Simmi og Jói, Sveppi og Svansí, Heimir Karls, Ásgeir Páll og Bragi. UPPI Á PALLI, INNI Í TJALDI, Í HJÓLHÝSI, HÚSBÍL EÐA HEIMA. ÞAÐ ER SAMA HVAR ÞÚ VERÐUR – VIÐ VERÐUM ÞAR. SUÐURLAND: Kirkjubæjarklaustur - 97,9 Mýrdalssandur og Skeiðarársandur - 94,5 Vík í Mýrdal - 100,9 og 94,5 Vestmannaeyjar - 100,9 Laugarvatn og Flúðir - 91,8 Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn - 97,9 VESTURLAND: Borgarnes - 91,7 Borgarfjörður - 96,4 Borgarfjörður, Skorradalur - 101,9 Ólafsvík - 92,1 Grundafjörður - 104,1 Stykkishólmur - 100,9 Búðardalur - 97,9 REYKJAVÍK OG SUÐVESTURHORNIÐ: Reykjavík - 98,9 Mosfellsbær - 91,4 Grindavík - 96,0 AUSTURLAND: Vopnafjörður - 104,1 Egilsstaðir - 98,9 Seyðisfjörður - 89,7 Neskaupstaður - 98,9 Eskifjörður - 97,9 Reyðarfjörður - 94,8 Fáskrúðsfjörður - 103,0 Hornafjörður - 100,9 Djúpivogur - 104,1 Stöðvarfjörður - 98,9 NORÐURLAND: Hrútafjarðarháls - 99,5 Blönduós - 98,9 Skagafjörður - 97,9 Siglufjörður - 102,3 Ólafsfjörður - 100,6 Dalvík - 97,9 Akureyri og nágrenni - 92,7 Húsavík - 100,9 Raufarhöfn og Þórshöfn - 100,5 VESTFIRÐIR: Patreksfjörður - 101,3 Bolungarvík - 94,9 Ísafjörður og nágrenni - 97,9 Tálknafjörður - 104,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.