Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 53

Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 53
SUNNUDAGUR 27. júlí 2008 21 Jeff Who? eru í hljóðveri þessa dagana. „Það gengur vonum framar. Þetta verður bara geðveik plata, ég held það. Ég er náttúrlega engan veginn hlutlaus en ég held að við séum allir í skýjunum hérna. Það er bara búið að taka upp trommurn- ar og við erum strax farnir að brosa. Það veitir nú á gott,“ segir Elís Pétursson bassaleikari. „Við erum hérna með honum Axel Árnasyni, hann er að taka okkur upp. Hann er algjör galdramaður á tökkunum.“ Stefnt er á að klára upptökur í lok ágúst og gefa út sem fyrst. „Ég held að það sé bara sami gamli frasinn, bara fyrir Airwaves, þá kemur platan. Það þýðir ekkert annað. Airwaves er ákveðinn hornsteinn sem maður lítur ekki framhjá. Svo er þetta auðvitað tengt jólasölunni. Þú gefur ekki út plötu í desember ef þú ætlar að komast inn í hana.“ Smekkleysa gefur út, eins og með síðustu plötu sveitarinnar. Elís segir ekki miklar breytingar í vændum hvað varðar tónlistina. „Við erum enn samkvæmir sjálfum okkur en færum aðeins út kvíarnar í öllu, allt frá lögum, til spilamennsku, til útsetn- inga.“ Þeir hafa verið lengi að semja nýtt efni. „Það er óhætt að segja það. Síðasta platan okkar kom út 2005 og við höfum verið að semja síðan þá. Svo hafa verið mannabreytingar. Það kom þarna smá tímabil þar sem við þurftum aðeins að anda. En núna erum við búnir að koma þessu öllu á hreint og ætlum bara að kýla á þetta.“ - kbs Leikstjórarnir Sammi og Gunni gerðu nýlega auglýs- ingu fyrir stórfyrirtækið Samsung. Fótboltastjarnan Michael Ballack er í aðal- hlutverki í auglýsingunni. Leikstjórarnir eru komnir á samning við erlenda um- boðsskrifstofu sem gefur þeim tækifæri á frekari verkefnum erlendis. „Við fengum verkefnið eftir að hafa kynnt okkar hugmynd mjög ítarlega, en fjöldi annarra leik- stjóra sóttist eftir því,“ segir leik- stjórinn Samúel Bjarki Péturs- son um Sam- sung-auglýs- ingu sem hann og sam- starfsfélagi hans, Gunnar Páll Ólafsson, gerðu nýverið fyrir þýskan og pólskan markað. „Michael Ballack, fót- boltamaður hjá Chelsea, lék í þýsku útgáfunni en Ebi Smolarek í þeirri pólsku. Öll auglýsingin var tekin upp í Black Island Studios í London sem er eitt af stóru upptöku- verum Bretlands, en við notuðumst við svokallað „green screen“ því í aug- lýsingunni eru fótbolta- mennirnir í hálfgerðum Sin City-heimi sem er allur tölvugerður. Það var samt ákveðið að hafa þennan tilbúna heim nýtískulegri og bjartari en í kvikmyndinni,“ útskýrir Samúel og lætur vel af fótbolta- stjörnu Chelsea. „Við fengum að hafa Michael Ballack í sex klukkustundir á tökustað. Hann lét aðeins bíða eftir sér eins og sannri stjörnu sæmir, en hann var mjög almennileg- ur í alla staði. Gunnar er meiri fótboltaáhugamaður en ég svo hann áttaði sig kannski betur á því hversu mikil stjarna hann er,“ segir Samúel og útskýrir að í þeim skotum sem ekki náðust með Michael var tvífari hans fenginn í hlut- verkið. Um 100 manns komu að gerð aug- lýsingarinnar og eftirvinnslan tók sex vikur. Samúel segir að öllu hafi verið tjaldað til og heilu leik- myndirnar smíðaðar í upp- tökuverinu. „Í báðum auglýsing- um kom fyrir bar, en Þjóðverjarnir vildu nýtískuleg- an bar á meðan Pólverjarnir vildu hafa sinn gamaldags, svo á einni viku voru smíðaðir tveir risastórir, ólíkir barir,“ útskýrir Samúel og segir að rýnihópar hafi haft sitt að segja um lokaútkom- una. „Á einum stað í auglýsing- unni átti til dæmis að koma fyrir köttur með rauð augu. Það var talið of óhuggulegt svo í staðinn var höfð ugla. Þá kom í ljós að uglur boða ógæfu í Kóreu svo við enduðum með hvítan hest,“ bætir hann við og hlær. Samúel og Gunnar eru þrítugir að aldri en hafa skapað sér mikla reynslu sem leikstjórar. Þeir hafa gert tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir á borð við Quarashi, Sálina og Jeff Who? auk þess að hafa leikstýrt auglýsingum fyrir stórfyrirtæki eins og Glitni, Landsbankann, Egils og Toyota. Þeir leikstýrðu nýlega umtöluð- um auglýsingum fyrir Símann þar sem Jón Gnarr fór á kostum í hlutverki Júdasar og Galileo sem og myndbandi Merzedes Club. Spurður um tilkomu Samsung- verkefnisins segir Samúel það hafa komið í gegnum umboðs- skrifstofuna Crossroads sem þeir Gunnar undirrituðu samstarfs- samning við nýverið. Crossroads hefur séð um framleiðslu fjölda auglýsinga úti um allan heim og tónlistarmyndbanda fyrir lista- menn á borð við Britney Spears og Bon Jovi. Skrifstofur fyrir- tækisins eru víðs vegar um Bandaríkin og í Bretlandi, en Samúel og Gunnar eru í samstarfi við fyrirtækið á báðum stöðum. „Við höfum verið hjá Saga film síðastliðin fjögur ár, en komumst í samband við Crossroads á ráð- stefnu í Cannes í fyrra. Þetta er gríðarlega öflugt fyrirtæki sem býður upp á alls kyns spennandi möguleika fyrir okkur Gunnar,“ segir Samúel að lokum. Auglýs- inguna ásamt öðrum verkum þeirra má sjá á heimasíðu þeirra www.samuelandgunnar.com alma@frettabladid.is Gerðu auglýsingu með Ballack FÓTBOLTASTJARNA Á TÖKUSTAÐ Gunni og Sammi ásamt fótboltastjörnunni Michael Ballack á tökustað, en til hægri er Patrick Thiede, hönnunarstjóri auglýsingarinnar. MICHAEL BALLACK Eitt af stærstu nöfn- unum í fótboltanum í dag þó hann tapi öllum úrslitaleikj- um sem hann tekur þátt í. Rapparinn P Diddy er á leið upp að altarinu bráðlega, en hann bað kærustu sinnar fyrir stuttu. Diddy og söngkonan Cassandra Ventura kynntust árið 2006 þegar útgáfufyrirtæki Diddys tók að sér að gefa út tónlist Ventura. „Diddy hefur beðið alla um að þegja um trúlofunina því hann vildi að nánasta fjölskylda fengi að heyra fréttirnar fyrst. Þau hafa ekki ákveðið dagsetn- ingu að svo stöddu en þau eru bæði mjög ánægð og spennt,“ sagði heimild- armaður. Diddy er sautján árum eldri en Ventura en hann var með Kim nokkurri Porter í heil tíu ár og á með henni tvíburadæt- ur. P Diddy bið- ur sér konu Madame Tussaud-vaxmynda- safnið hefur nú bætt í safnið sitt styttu af söngkonunni Amy Winehouse. Foreldrar Amy afhjúpuðu styttuna við hátíðlega athöfn fyrr í vikunni. Faðir Amy sagði að dóttir hans væri að jafna sig eftir að dómur í máli Blake Fielder-Civil féll, en hann var dæmdur í 27 mánaða fangelsi. „Hún hefur það ágætt, hún er öll að braggast og verður sterkari með hverjum deginum. Hún borðar vel og er að bæta á sig. Þessa dagana er hún aðallega að einbeita sér að nýju plötunni sinni,“ sagði Mitch Winehouse. Mitch sagði jafn- framt að Amy væri að reyna að draga úr eiturlyfjanotkun sinni og vonaðist hann til að Blake geri slíkt hið sama. „Ef Blake tekur sig á, sem ég er viss um að hann geri, þá munu hann og Amy eiga gott líf saman og við getum þá fyrst notið þess að vera fjölskylda.“ Þegar Mitch og kona hans, Janis, voru spurð hvernig þeim litist á vaxstyttuna af dóttur sinni slógu þau á létta strengi og sögðust ætla að taka þessa Amy með heim og skila hinni. Amy Winehouse komin í vax AMY KOMIN Á MADAME TUSSAUDS Amy Winehouse og Blake eiginmaður hennar geta orðið ánægð í framtíðinni ef þau hætta neyslu. NORDICPHOTOS/GETTY JEFF WHO? Í STÚDÍÓI Axel Árnason upptökumaður, fremst á myndinni, sér um að taka upp nýja plötu Jeffaranna. Frá vinstri eru þeir Elli, Baddi og Valdi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jeff Who? tekur upp V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . FRÁ MANNFÓLKINU SEM FÆRÐI OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ “…EINHVER BESTA TEIKNIMYND SEM ÉG HEF SÉð.” – KVIKMYNDIR.IS “…EIN BESTA MYND SUMARSINS…” –USA TODAY “…MEISTARVERK.” – NEW YORK MAGAZINE FRUMSÝND 30. JÚLÍ HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTC WALL Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, WALL· E TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG FLEIRA!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.