Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 51
SUNNUDAGUR 27. júlí 2008 19 Lagt hefur verið til fyrir borgar- stjórn hinnar annars umburðar- lyndu San Fransisco-borgar í Bandaríkjunum að lögleiða bann við list sem sýnir dýr misnotuð eða beitt ofbeldi og jafnframt list sem sýnir dýr drepin. Borgarfulltrúinn Christine Gar- cia segir lögin setja listheiminum mikilvæg mörk. „Ef við leyfum því að viðgangast að það þyki ásættanlegt að pynta og drepa dýr í þágu listar, þá er það óhjákvæmi- legt að sífellt fleiri listamenn muni beita slíkum aðferðum til þess að öðlast frægð, enda alkunna að ofbeldisfull list vekur umtal og athygli.“ Hugmyndin að banninu kvikn- aði í kjölfar sýningar í safninu San Fransico Art Institute. Þar sýndi listamaðurinn Adel Abdessemed myndbandsverk sem innihélt myndskeið af slátrun sex dýra. Myndbandsverkið fékk aðeins að standa í viku þar sem safninu barst fjöldi kvartana og hótana frá öfgafullum dýraverndunarsinn- um. Safnið vill þó meina að slátrun- in sem fór fram í verkinu hafi verið dæmigerð fyrir matvæla- iðnaðinn í Mexíkó, en þar voru myndirnar teknar, og að ekki hafi verið beitt óvenju hörkulegum drápsaðferðum. Þetta sama verk var sýnt í Frakklandi fyrr á árinu án þess að yfir því væri kvartað. Hins vegar var hætt við sýningu á verkinu í Skotlandi vegna ótta við mótmæli dýraverndunarsinna. - vþ Kl. 16 Tónlistarhópurinn Njúton kemur fram í íbúð á jarðhæð á Grettisgötu 18 í dag kl. 16. Þar flytja þau verk eftir Ragnhildi Gísladóttur, Þuríði Jónsdóttur, Malin Bång, Karólínu Eiríksdóttur, Mist Þorkelsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Tónleikarnir eru í samstarfi við Ingibjörgu Magnadóttur myndlistar- mann og er aðgangseyrir 1.500 kr. menning@frettabladid.is Í dag kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Höskuldar Björnssonar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Höskuldur skipar sérstakan sess í íslenskri listasögu en hann var lengi vel helsti fuglamálari Íslands. „Sýningin ber nafnið Á ferð með fuglum, en þar má sjá á níunda tug verka eftir Höskuld. Þetta eru aðallega olíumálverk og vatnslita- myndir en einnig má þar finna teikningar og verk unnin með blandaðri tækni,“ segir Hrafnhild- ur Schram, sýningarstjóri sýning- arinnar. „Þáttur Höskuldar í íslenskri listasögu er merkur en hann var fyrstur til að kanna áður ónýtt myndefni úr íslenskri nátt- úru – fuglalífið. Hann notaði þetta myndefni á markvissan hátt og það varð með tímanum veigamesti þátturinn í listsköpun hans.“ Fuglar höfðu fyrir þann tíma einkum verið viðfangsefni útskurðarmanna úr alþýðustétt, sem unnu bæði úr beini og tré, að ógleymdum leirverkum Guð- mundar frá Miðdal sem fóru víða og eru nú í miklum metum. Áhuga- menn um þennan þátt myndtúlk- unar hafa ekki enn áttað sig á hinu mikla magni verka sem til eru eftir Höskuld sem nú má sjá hluta af í Hveragerði. Sérstaða Höskuldar sem helsta fuglamálara landsins hélst vel fram á sjöunda áratuginn og í hugum margra landsmanna lifir hann enn sem slíkur. Hundruð verka hans eru enn til á heimilum landsmanna af eldri kynslóðinni, en sökum þess að hann hélt áfram að mála dýralíf og landslag féll hann í skuggann af fyrirferðar- meiri samtíðarmönnum á þeim árum sem örfáir málarar nutu almennrar athygli. Höskuldur átti þó alltaf sína aðdáendur. Hann var einnig afkastamikill landslags- málari en hann málaði fyrst og fremst á Suður- og Suðausturlandi og einbeitti sér meðal annars að fjarlægum sjóndeildarhringnum og óendanlegum himni hins víð- áttumikla landslags. Höskuldur fæddist í Dilksnesi í Nesjum á Hornafirði 26. júlí árið 1907 en bjó síðustu sautján ár ævi sinnar í Hveragerði þar sem hann lést árið 1963. „Hveragerði var sannkölluð listamannanýlenda á árunum eftir stríð, en þá bjó hér fjöldi þjóðþekktra listamanna; listmálarar og myndhöggvarar, tónskáld, rithöfundar og skáld,“ segir Inga Jónsdóttir, safnstjóri LÁ, og bætir við að tímabært sé að rifja upp þessa merku sögu og heiðra minningu listamannanna. Litamannanýlendan í Hveragerði var alkunn á þeim árum þegar menn á borð við Kristmann Guð- mundsson, Jóhannes úr Kötlum og Kristinn Pétursson bjuggu þar - auk Höskuldar. „Við bjóðum áhugasama vel- komna á opnunina í dag en þá mun Hörður Friðþjófsson leika valin lög á klassískan gítar. Svo er safn- ið opið alla daga í sumar frá kl. 12- 18, en þar má kaupa kaffi og með- læti, glugga í upplýsingarit um myndlist og leyfa yngstu kynslóð- inni að njóta sín í barnahorninu,“ segir Inga. pbb@frettabladid.is Fuglamyndir Höskuldar MYNDLIST Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði verður opnuð í dag sýning með fjölda verka eftir Höskuld Björnsson sem var afkastamikill málari og einbeitti sér að fugla- myndum. MYND: LISTASAFN ÁRNESINGA MYNDLIST Höskuldur Björnsson listmál- ari (1907-1963) - sjálfsmynd. Dýr vernduð fyrir listamönnum GEITUR Í GÓÐU YFIRLÆTI Það er ljótt að vera vondur við dýrin. Þýski listamaðurinn Alexander Steig fer mikinn á Akureyri þessa helgina. Í gær var opnuð í Gallerí Boxi, Kaupvangsstræti 10, sýn- ingin Polaris, en þar sýnir Steig þrjú myndbandsverk. Í dag kl. 11 opnar Steig svo sýninguna TV-tra- iner í sýningarrýminu Kunstraum Wohnraum sem er til húsa á heim- ili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýningin TV-Trainer byggir á gjörningi og myndbandsinnsetn- ingu og hefur þegar verið sýnt í Musée d´Art Moderne et Cont- emporain de Strassbourg, Dar- tington Gallery í Totnes á Bret- landi og í MoNA í Poznan í Póllandi. Sýningin stendur í Kun- straum Wohnraum til 13. sept- ember. - vþ Sjónvarpsþjálfarinn GÓÐ LÍKAMSRÆKT Brot úr verki Alex- anders Steig sem sýnt er í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Hinn þekkti finnski orgelleikari Kalevi Kiviniemi leikur á tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Í orgelheiminum er hann þekktur fyrir vandaðar umritanir á verkum tónskálda sem skrifuðu lítið eða ekkert fyrir orgel, eins og til dæmis Wagner og Rachmaninoff. Þá stóð hann fyrir orgelhátíðinni í Lathi í mörg ár. Hann hefur leikið inn á meira en 100 hljómdiska og er virtur spuna- maður. Efnisskrá tónleikanna er mjög finnsk og gefur þannig mjög góða innsýn í finnska orgeltónlist frá því um aldamótin 1900 og fram til dagsins í dag. Það er þjóðartónskáld Finna, Jean Sibelius, sem hljómar fyrst. Intrada op. 111a var skrifað árið 1925 í tilefni af heimsókn sænsku konungshjónanna. Seinna verkið er Surusoitto, eða Útfarartónlist op 111b, sem jafnframt var síðasta verkið sem Sibel- ius skrifaði fyrir hljóðfæri. Þá leikur hann Lux aet- erna, eitt af þekktari verkum finnska tónskáldsins Joonas Kokkonen sem hann skrifaði árið 1974. Á efnis- skránni er einnig Útfararmars eftir samtíðarmann Sibeliusar, Oskar Merikanto, þekktan höf- und ættjarðarlaga og kórtón- listar. Þá leikur Kiviniemi einnig tvo spuna, annars vegar um tvö stef eftir Sibelius og hins vegar um íslenskt stef. Inn á milli leik- ur einnig Kiviniemi hljómsveit- arkafla sem hann hefur umritað úr óratóríunni Rédemption eftir César Fransk og þrjár stuttar umritanir sem Kiviniemi hefur gert á verkum eftir Franz Liszt: Konsert í Des-dúr, Huggun í Des-dúr og Fantasie. Tónleikunum lýkur á Finlandia eftir Jean Sibeli- us. - vþ Finnsk orgeltónlist hljómar í kvöld HALLGRÍMSKIRKJA Hýsir tónleika finnska orgelleikarans Kalevi Kiviniemi í kvöld. > Ekki missa af … tónleikum Hildigunnar Halldórsdóttur fiðluleikara og Sigurðar Halldórssonar sellóleikara í Skálholtskirkju kl. 15 í dag. Þar leika þau Sjö spökur eftir Hafliða Hallgríms- son og flétta inn í þær tveimur einleiksþáttum úr Offerto fyrir fiðlu og þremur einleiks- þáttum úr Solitaire fyrir selló. Aðgangur er ókeypis. Þær Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona og Jón- ína Erna Arnardóttir píanóleikari halda tónleika í stofunni á Gljúfrasteini í dag kl. 16. Á efnisskránni verða lög við texta Halldórs Laxness eftir tónskáldin Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Jórunni Viðars og Atla Heimi Sveinsson. Lagavalið kemur frá stórum hluta af höfundarverki Halldórs en meðal verka eru Únglíngurinn í skóginum og Íslenskt vögguljóð á Hörpu auk laga úr leikritunum Sjálfstæðu fólki og Heimsljósi. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Guðrún Ingimarsdóttir er uppalin á Hvanneyri í Borgarfirði. Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi með hæstu einkunn. Guðrún nam jafnframt söng í Lundúnum og í Stutt- gart, en síðan námi lauk hefur Guðrún starfað sem söngkona í Þýskalandi og fleiri löndum á meginlandi Evrópu auk þess að taka þátt í fjölmörgum óperuupp- færslum. Meðal hlutverka sem hún hefur sungið eru: Despina í Cosi fan tutte, Blondchen úr Brottnáminu úr kvennabúrinu, Næturdrottningin úr Töfraflaut- unni og fleiri. Jónína Erna Arnardóttir nam píanóleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Berg- en í Noregi. Í dag starfar hún sem kennari og deildar- stjóri píanódeildar í Tónlistarskóla Borgarfjarðar auk þess að sinna meðleik við söngdeild skólans. Jón- ína hefur einnig starfað sem meðleikari og stjórn- andi karlakóra og er jafnframt listrænn stjórnandi IsNord tónlistarhátíðarinnar í Borgarnesi. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr. og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. - vþ Sungin lög við texta Halldórs GUÐRÚN INGIMARSDÓTTIR Syngur lög við texta Halldórs Laxness á Gljúfrasteini í dag. Í Hlöðunni við Halastjörnuna á Hálsi í Öxnadal hafa sauðlaukar myndlistarinnar sprottið af krafti í sumar og var þar önnur sýning sumarsins opnuð í gær. Þau Marta María Jónsdóttir og Arnaldur Máni Finnsson leiða þar saman hesta sína í sýningunni Höf- guð, en hún samanstendur af mál- verkum og skúlptúr eftir Mörtu en bænahúsi Arnaldar Mána. Að auki framdi Arnaldur gjörninginn Hringlaga skurður tímans við opnun sýningarinnar í gær. Arnaldur hefur í myndlist sinni unnið í ýmsa miðla í gegnum tíð- ina. Gjörningur hans að þessu sinni fjallar um þær leiðir sem tengt er við guðdóminn með fórnum sem og táknmáli tilbeiðslunnar, samhæf- ingu hugar og líkama, en síðast og ekki síst samruna tíma og rúms í athöfn sem framkalli sælukennd vökudraumsástands; höfgi. Í verkum sínum leitast Marta við að eiga í lífrænu sambandi við list fjórða og fimmta áratugarins. Verkin eru formföst, í þeim er ekk- ert flúr, en krafti fútúrismans og afbyggingu hins hlutbunda er við- haldið. Á þennan hátt vísar Marta bæði til leiksins en um leið til íhug- unar hinna myndrænu skilaboða sem hvorki þarfnast tákna né titla. - vþ Tveir listamenn í Hlöðunni ÖXNADALUR Fagurt umhverfi fyrir mynd- listarsýningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.