Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 4
4 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR STJÓRNSÝSLA Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir á heimasíðu sinni að hraðinn í máli Keníumannsins Pauls Ram- ses sé í hefðbundnu ferli stjórn- sýslukæru en hraðinn á málinu sé meiri en venjulega. „Látið er í fjöl- miðlum eins og einhver hæga- gangur sé á máli Pauls Ramses hjá ráðuneytinu. Það á ekki við nein rök að styðjast“, segir á heimasíð- unni. Spurður um málshraða kæru Pauls sagði Björn þetta: „Meðferð málsins er lögum samkvæmt innan ráðuneytisins en þar vinna menn verk af þessu tagi ekki eftir skeiðklukku heldur taka mið af efni máls og hvernig það er lagt í hendur ráðuneytisins.“ Mál Pauls Ramses barst dóms- málaráðuneytinu 9. júlí með kæru lögmanns Pauls, Katrínar Theó- dórsdóttur. Kæran fór til Útlend- ingastofnunar daginn eftir sem skilaði umsögn af sér 15. júlí. Dag- inn eftir var hún send til Útlend- ingastofnunar lögmanninum til umsagnar. Keníumaðurinn Paul Ramses hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að honum var vísað úr landi í byrjun mánað- ar. Dómsmálaráðuneytið hefur nú til meðferðar hvort Paul hafi með réttmætum hætti verið sendur úr landi. Niðurstaða er væntanleg í ágúst að sögn Björns. - vsp Enginn hægagangur er í máli Pauls Ramses að sögn dómsmálaráðherra: Ekki unnið eftir skeiðklukku BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra segir mál Pauls vera í eðlilegum farvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN Munurinn milli frambjóðendanna Baracks Obama og Johns McCain fer minnkandi samkvæmt skoðana- könnunum. Þannig munar einu til sex prósentum í þeim flestum. Evrópuferð Obama virðist ekki hafa jákvæð áhrif á framboð hans heima fyrir, þótt honum hafi verið tekið vel í Berlín og Bretlandi. McCain hefur hins vegar einbeitt sér mun meira að innanríkismálum og fundað í helstu barátturíkjunum undan- farnar vikur. - vsp McCain saxar á Obama: Aðeins nokkur prósent skilja að LYFJAMÁL Smásöluverð á lyfjum er allt að því sjöfalt hærra hér á landi en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þetta kemur fram í könnun Lyfja- greiðslunefndar sem gerð var nú í júlímánuði. Könnunin náði til 33 veltuhæstu pakkninganna sem greiddar eru niður af Trygginga- stofnun. Þegar miðað er við meðalverð lyfjanna var heildsöluverðið hér yfir meðallagi á fimmtán pakkn- ingum af þrjátíu og þremur. Smá- söluverð er hærra en meðalverð í mun fleiri tilfellum eða 25, sem er fjölgun um eina pakkningu frá því í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að vera í aðeins þremur tilvikum með hæsta heild- söluverðið, eru Íslendingar með hæsta smásöluverðið í fjórtán til- vikum, oftar en öll hin viðmiðun- arlöndin. Athygli vekur að af löndunum fjórum er Ísland eina landið sem í einhverjum tilfellum er með lægsta heildsöluverðið en hæsta smásöluverðið. Pakkningarnar tvær sem um ræðir eru af floga- veikilyfinu Lyrica. Magalyfið Lómex-T er næstum því sjö sinnum dýrara í smásölu á Íslandi en í Svíþjóð. Hér kostar lyfið í smásölu 10.586 krónur en í Svíþjóð kostar það 1.578 krónur. Guðmundur Gylfi Guðmunds- son hjá Lyfjagreiðslunefnd segir ástæðuna fyrir háu smásöluverði vera þá að hér á landi hafi hærra smásöluverð tíðkast lengi. „Þá verður að taka til greina að hér á landi eru verðin hámarks- verð en á hinum Norðurlöndunum eru verðin föst.“ Þetta þýðir að íslensk apótek megi lækka verð hjá sér ef þau vilja. Þegar gerð var óformlega verð- könnun á flogaveikilyfinu Lyrica í fjórum apótekum í Reykjavík kom á daginn að aðeins tvö þeirra, Lyfja og Apótekarinn, seldu lyfið undir leyfilegu hámarksverði. Hið síðarnefnda á lægsta verðinu. Lyf og heilsa og Lyfjaver seldu lyfið á hámarksverði. Norðmenn koma best út úr könnuninni en þeir eru ekki aðeins með lægsta heildsöluverðið á 21 pakkningu af 33 heldur eru þeir með lægsta heildsöluverðið á 24 pakkningum, eða þremur fleiri. Þessar þrjár pakkningar eru allar með lægst heildsöluverð á Íslandi. Danir koma verst út hvað varð- ar heildsöluverð, þeir eru fimmt- án sinnum með hæst verð. Íslend- ingar eru oftast með hæsta smásöluverðið, eða í fjórtán tilvik- um. helgath@frettabladid.is Langmest álagning á lyfjum hér á landi Í samaburðarrannsókn á lyfjaverði í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi kemur fram að þrátt fyrir að vera næstoftast með lægst heildsöluverð á veltu- hæstu lyfjapakkningunum eru Íslendingar oftast með hæsta smásöluverðið. SMÁSÖLUVERÐ LYFJA ER HÁTT HÉR Á LANDI Lyfið Lómex-T er næstum því sjöfalt dýrara á Íslandi en í Svíþjóð. BRETLAND, AP Forsetaframbjóðand- inn Barack Obama átti fund með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands í Lundúnum í gær. Eftir fundinn sagði Obama að fundurinn hafi verið góður. Mikilvægt sé að koma á auknu samstarfi milli Bretlands og Bandaríkjanna í umhverfismálum, efnahagsmálum og baráttunni gegn hryðjuverkum. Eftir fundinn, sem stóð í tvær klukku- stundir, fóru þeir saman í stuttan göngutúr. Obama átti einnig fund með Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og David Cameron, leiðtoga Íhalds- flokksins. - vsp Obama hitti Gordon Brown: Áttu fund og fóru í göngutúr BROWN OG OBAMA Forsetaframbjóð- andinn átti í gær fund með helstu leiðtogum Bretlands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP George Bush sagðist í gær vera ólmur í að undirrita frumvarp til laga sem þrefaldar framlög Bandaríkjanna til hjálpar baráttunni gegn alnæmi og öðrum vásjúkdómum. Þetta sjaldgæfa samstarf Hvíta hússins og þingsins, þar sem demókratar eru í meirihluta, mun kosta um 3.800 milljarða íslenskra króna á næstu fimm árum. Bush mun undirrita frumvarpið í næstu viku, en hann hefur árum saman verið mikill stuðningsmað- ur baráttunnar gegn alnæmi. Lögin munu taka gildi í septemb- er. - vsp Samþykkir alnæmisfrumvarp: Þreföldun á framlögunum VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17 18 20 15 20 13 17 17 15 25° 27° 32° 25° 27° 23° 30° 27° 27° 31° 30° 25° 29° 28° 28° 31° 28° 21° Á MORGUN 8-13 m/s s- til annars 3-8. Síðdegisskúrir. ÞRIÐJUDAGUR 3-8 m/s. 20 14 14 22 20 20 5 4 4 8 5 6 6 15 6 2 6 16 22 22 15 17 25 15 20 20 18 1517 20 22 EKKERT LÁT Á HLÝINDUNUM Ekki er að sjá annað en vikan sem framundan er verði áfram af- skaplega hlý, líkt og verið hefur. Veðrið verður þó sýnu best á norðanverðu landinu. Þar verður bjartast sem og hvað hlýjast og má vel reikna sig í 25 stig þar um slóðir á morgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SLYS Tveir menn slösuðust alvarlega eftir bílveltu í Norður- árdal um kvöldmatarleytið á föstudaginn. Sá þriðji slapp með smá skrámur. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi bar slysið að þegar bílstjóri á norðurleið ætlaði að taka fram úr en þegar hann lenti úti á vegöxl reyndi hann að rétta sig snögglega af með þeim afleiðingum að bifreiðin þeyttist af stað í margfalda bílveltu. Ökumaður og farþegi í aftur- sæti voru báðir fluttir á gjör- gæslu. Farþeginn, sem var beltislaus, er þar ennþá mjög alvarlega slasaður. - hþj Bílslys í Norðurárdal: Tveir á gjör- gæslu eftir veltu Þá verður að taka til greina að hér á landi eru verðin hámarksverð en á hinum Norðurlöndunum eru verðin föst.. GUÐMUNDUR GYLFI GUÐMUNDSSON STARFSMAÐUR LYFJAGREIÐSLUNEFNDAR SAMGÖNGUR Forstjóri Qantas, Geoff Dixon, segir tæringu ekki hafa verið ástæðu þess að stórt gat myndaðist á bol farþegaflug- vélar á leið frá Bretlandi til Ástralíu í fyrradag. Sú var kenningin upphaflega en talið er mögulegt að ytra byrði vélarinnar hafi skemmst við óhapp. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 747-400 nauðlenti á Filippseyjum eftir að upp komst um gatið. Rúmlega 360 manns voru um borð í vélinni. Einnig myndaðist gat í farþegarými svo sást niður í farangursgeymslur. - vsp Rannsókn á flugatvikinu: Ekki um tær- ingu að ræða FLUGVÉLIN Eins og sést er gatið tiltölu- lega stórt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 25.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 163,6289 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 80,96 81,34 161,68 162,46 127,44 128,16 17,077 17,177 15,755 15,847 13,465 13,543 0,7545 0,7589 131,85 132,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Fyrsta Risa-Syrpan er komin út með 15 æsispennandi sögum af íbúum Andabæjar. Hörðustu Syrpu- aðdáendur fá mikið fyrir sinn snúð því bókin er hvorki meira né minna en 448 blaðsíður og allar í lit! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.