Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 20
HEITIR KLÚBBAR, VEITINGASTAÐIR OG VERSLANIRBORGARFERÐIR Þ að fyrsta sem kemur ef til vill upp í hugann þegar Vínarborg ber á góma er dálítið þurr og háalvar- leg heimsborg þar sem fólk spásserar um í tírólajökkum og snæðir eplastrúdel af silfurbökkum á fínum kaffihús- um. Á síðasta áratug hefur Vín hins vegar breyst ótrúlega mikið og hefur upp á margt spennandi að bjóða fyrir ferðamenn. Vín komst einmitt í sviðsljósið fyrr í sumar þegar EM í fótbolta var haldið þar með pomp og pragt. Verslanir og veitingahús blómstra, teknóklúbbar borgarinnar eru orðnir heims- frægir fyrir tónlist sína og við Dóná hefur risið hálfgerð „Ibiza“ Mið-Evrópu með tilheyrandi ströndum og afþreyingu. Og svo er auðvitað hægt að njóta klassískra ferða- mannaperlna eins og að skoða Klimt-verkin í Belvedere-höllinni, gæða sér á súkkulaðitert- unnni frægu á Hótel Sacher, stíga upp í gamaldags hestvagn nú eða Riesenrad- parísarhjólið sem varð heimsfrægt í Hitchcock-myndinni Third Man. AÐ KOMAST UM Það er einfalt að ferðast um Vínarborg. Sam- göngur eru þægilegar og hægt að komast á milli staða í sporvögnum eða neðanjarðarlest. Vín er líka borg hjólanna, það er lítið mál að leigja sér hjól og sérstakar hjólaakreinar eru alls staðar. Það er líka sniðugt að kaupa Vienna Card til að fá ókeypis samgöngur í 72 tíma ásamt afslætti í söfn og tívolíið. www.info.wien.at HVAÐ Á AÐ SJÁ? Af nógu er að taka þegar kemur að menningu. Þeir sem hrífast af klassískri tónlist ættu að heimsækja Mozarthúsið (Mozarthausvienna. at) eða skella sér á óperu í einum af fjórum óperuhúsum borgarinnar. Í Haus der Music í Seilerstätte getur fólk prófað að stjórna heilli hljómsveit í sýndarveruleika. Listunnenndur mega ekki láta Belvedere- höllina framhjá sér fara en hún er sannkölluð barokk-veisla fyrir augað. Þar er einnig að finna stórfenglega garða frá sautjándu öld og frægt safn listaverka frá nítjándu öld en þar gefur meðal annars að líta fjölmörg verk eftir Egon Schiele og hinn heimsfræga Koss eftir Gustav Klimt. Unnendur nútímalistar ættu að heim- sækja MAK (Stubenring 5) en þar eru áhuga- verðar sýningar og frábært kaffihús og garður. Hundertwasserhaus er skemmtilegur minnisvarði um þennan skrautlega austurríska arkitekt og það er gaman fyrir unga sem aldna að ganga eftir skökkum þrepum og stigum þess og virða fyrir sér líkön af „psychadelic“ byggingum arkitektsins og málverkum hans. Garðurinn er líka einstaklega fallegur og þægilegt að sitja þar úti að snæðingi. HVAR Á AÐ BORÐA? Matarmenning Austurríkis er frægust fyrir schnitzel, pylsur og epla-„strúdel“ og um að gera að prufa einn slíkan stað. En Vín er orðin sannkölluð matgæðingaborg og veitingahús er að finna á hverju götuhorni. Það er áberandi mikið af frábærum japönskum og kínverskum veitingastöðum, og þar má nefna Koi (Schwarzenbergerstrasse 8) sem er mjög smekklegur og býður upp á einstaklega fínlega eldamennsku. Klassískur Vínarstaður er á Hotel Imperial þar sem hægt er að bragða á keisaralegum réttum og upplifa anda fyrri tíma. Plachutta í fyrsta hverfi er þekktur fyrir að bjóða upp á Tafelspitz sem var uppáhalds- réttur Franz Josefs keisara. Naschmarkt markaðurinn er frábær kostur fyrir matgæð- inga en þar gefur að líta endalausar raðir af alls kyns litlum veitingahúsum, allt frá ítölskum og austurrískum upp í persneskan og japanskan mat. Þar er svo auðvitað líka hægt að kaupa dýrindis ávexti, fisk og kjötmeti, krydd og ólífur. Hotel Triest er stórfenglegt dæmi um Art Nouveau-arkitektúrinn sem sést víða um Vínarborg en þar er einmitt vinsælt kaffihús og veitingastaður. HVERT Á AÐ FARA ÚT Á LÍFIÐ? Flex (Donaukanal, via Augartenbrücke) er frægasti klúbbur Vínarborgar og DJ búrið er enn mannað af meisturunum Kruder & Dorfmeister. Í miðborginni er að finna hinn pínulitla American Bar (Kärtnerdurchgang) sem er vinsæll meðal hinna frægu og fallegu og var hannaður af arkitektinum Adolf Loos. Barirnir í Gurtel-hverfinu við Nussdorfer Strasse, sem eitt sinn var rauða hverfi borgarinnar, þykja mjög hipp og kúl og eru sóttir af listaliði og stúdentum. Sky Bar á efstu hæð stórverslunarinnar Steffl í Kártn- erstrasse er einstaklega svalur og gaman að fá sér drykk þar og virða fyrir sér þök borgarinnar og fallegar skógi vaxnar hæðirnar sem umlykja hana. HVAR Á AÐ VERSLA? Helstu tískukeðjur er að finna á stórum verslunargötum eins og Kartnerstrasse og Maria Hilferstrasse en dýru hönnuðirnir eins og Prada og Chanel eru á Kohlmarkt. Frum- legri tískuverslanir er aðallega að finna í sjöunda hverfi, meðal annars Park (Monds- cheinsgasse 20) sem er með föt eftir þekkta alþjóðlega hönnuði ásamt austurískri hönnun. Austurísk merki sem vert er að skoða í Vín eru til dæmis Wolford sem framleiða flott- ustu sokkabuxur í heimi, Swarowski kristals- búðin og svo Gesschwein sem býður upp á klassískan Loden-fatnað fyrir börn og hina frægu inniskó úr þæfðri ull. HVERNIG Á AÐ KOMAST ÞANGAÐ? Lauda Air flýgur stundum beint á milli Vínar og Reykjavíkur og upplýsingar er hægt að finna á Katla-travel.is. Einfaldast er annars að fljúga til Kaupmannahafnar og taka Austrian Airlines beint til Vínar. 4 FERÐALÖG VÍNARBORG Höfuðborg fyrrum keisaraveldisins snýst ekki bara um Sacher-tertur, hallargarða og Gustav Klimt. Anna Margrét Björnsson uppgötvaði nýjar hliðar á menningarborginni Vín sem er sannkallaður miðpunktur Evrópu. Skrautlegur arkitektúr Hundertwasser-húsið er minnisvarði um hinn merka austuríska arkitekt. Verslunarparadís Kohlmarkt-gatan þar sem er að finna helstu hátískumerki heims. Dóná svo blá Vínarborg við sólarupprás með ána Dóná í forgrunni. Stephansdom kirkjunni Dýragarðinum í Schönbrunn Parísarhjólinu í Prater tívólíinu Keisaraíbúðum Sissyar EKKI MISSA AF ÞESSU ➽➽ ➽ ➽AUSTURLENZKA ÆVINTÝRAFÉLAGIÐ EHF. 267.800 kr. Per mann í tvíbýli 3. til 21. október Balí Taílaodía Kjarni þriggja landa opinberaður: Taíland – Laos – Kambódía. 288.400 kr. Per mann í tvíbýli Brottför 11. desember www.oriental.is Sími 577 4800 • oriental@oriental.is STARFSFÓLK ÓSKAST! Óríental leitar eftir hæfum aðilum til farar- stjórnar og gerð ferðalýsinga. Reynsla og þekking á Suðaustur Asíu nauðsynleg. starf@oriental.is Tour de Angkor Hjólað frá Taílandi til Angkor í Kambódíu og ferðast áfram til Phnom Penh. Möguleiki á áframhaldandi ferð til Saigon í Víetnam. 279.000 kr. Per mann í tvíbýli 26. október til 8. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.