Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 2
2 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR 10 ltr. 4.590 NÝ MÁLNING SÉRHÖNNUÐ FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Hrafnhildur Ýr, var þér ekkert um þennan selskap? „Nei, mér varð ekki um sel.“ Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir er framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga sem stóð fyrir selatalningu í Vatnsnesi á sunnudaginn þar sem taldir voru 1.125 selir. BELGRAD, AP Lögmaður Radovans Karadzics, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba, póstlagði á föstudag frávísunar- kröfu á framsals- beiðni til handa Karadzic til stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi. Haft er eftir lögmanninum, Svetozar Vujacic, að beðið hafi verið með frávísunarkröfuna fram á síðustu stundu til að tefja fyrir framsali umbjóðanda hans til dómstólsins. Karadzic var handtekinn síðastliðinn mánudag í Belgrad en búist er við því að hann verði framseldur til dómstólsins í næstu viku. - ovd Tefur fyrir framsali: Karadzic vill ekki til Haag RADOVAN KARADZIC BANDARÍKIN Karlmaður á sextugs- aldri var nýlega handtekinn í Milwaukee í Bandaríkjunum fyrir að skjóta sláttuvél sem hann kom ekki í gang. Maðurinn, Keith Walendowski var ákærður fyrir ósæmilega hegðun og fyrir að eiga afsagaða haglabyssu. Verði hann fundinn sekur má hann búast við allt að 11 þúsund dala sekt, jafnvirði tæplega 900 þúsund króna og sex og hálfs árs fangelsi. Haft er eftir lögreglumönnum sem handóku manninn að hann hafi sagst eiga sláttuvélina og garðinn og því hafi hann mátt skjóta sláttuvélina. - ovd Pirraður garðeigandi: Skaut sláttuvél með haglabyssu BORGARMÁL Undanfarið hefur verið unnið að því að rífa einn af síðustu steinbæjunum í Reykja- vík við Bergstaðastræti 22. Á deiliskipulagi á að húsið að verða friðað. Húsið var byggt árið 1893. Bærinn er á horni Bergstaða- strætis og Bjargarstígs og er oft nefndur Miðgrund eða Sigur- bjargarhús vegna þess að fyrsta húsfreyjan á bænum var Sigur- björg Sigurðardóttir. Steinbæir eru sérreykvísk fyrirbæri í húsagerð og stóð bygging þeirra yfir á árunum 1870 til 1905. Færri en tuttugu steinbæir standa eftir. - vsp Bergstaðastræti 22: Gamall stein- bær rifinn RÚSTIR Í MIÐBÆNUM Búið er að rífa húsið við Bergstaðastræti. Það var byggt árið 1893. Fréttablaðið/Daníel LÖGREGLUMÁL Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um liggjandi mann við fjölfarna götu í bænum í gærmorgun. Að sögn varðstjóra taldi lögregla manninn aðeins ölvaðan en þegar að honum var komið sást að hann hafði orðið fyrir mjög alvarlegri líkamsárás. Hann reyndist vera ökklabrotinn og með mikla áverka. Í kjölfarið réðist lögreglulið með aðstoð sérsveitar ríkislög- reglustjóra inn í hús þar sem sá grunaði átti að hafa verið í gleðskap. Átta voru handteknir vegna málsins og voru þeir færðir til yfirheyrslu í dag. - hþj Alvarleg líkamsárás í Keflavík: Fótbrotinn á Hafnargötunni SKIPULAGSMÁL „Það er rétt að í sam- keppnislýsingu um nýbyggingu Listaháskóla Íslands eru bókanir skipulagsráðs og sameiginlegur vilji allrar borgarstjórnar Reykja- víkur áréttað. En tillagan sem vann mætir því ekki að fullu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar um vinningstillögu +Arki- tekta að nýbyggingu Listaháskólans á svokölluðum Frakkastígsreit við Laugaveg. Vísar hún til bókana fulltrúa í skipulagsráði þar sem fram kemur að þeir vilji sjá götumynd Lauga- vegar á umræddum stað haldast sem næst því sem hún er. „Ég tek því undir með borgar- stjóra að miðað við þessa afstöðu tel ég einboðið að við munum óska eftir samvinnu við Listaháskólann til þess að tryggja að þessi sameig- inlegi skilningur skipulagsráðs, um að halda í götumyndina verði aðlag- aður sem best að þessari ágætu vinningstillögu.“ Ólafur F. Magnússon, borgar- stjóri sagði í Fréttablaðinu í gær að hann héldi að einhvers staðar í ferl- inu hefði gleymst að taka tillit til þessara sjónarmiða borgaryfir- valda, að það beri að sýna gamalli götumynd Laugavegar tillitssemi. Hanna Birna segir margt afar gott í tillögunni. „Við eigum fund með forsvarsmönnum Listaháskól- ans strax eftir helgi um hvernig þessi tillaga geti sem best tekið mið af því sem við höfum verið að óska eftir,“ segir Hanna Birna sem stödd er erlendis. Hún fagnar því að Listaháskólinn flytji sig í miðborg Reykjavíkur. „Ég kvíði því ekki að takast á við þetta verkefni með Listaháskólan- um og ég er sannfærð um að við finnum lausn sem fullnægir alger- lega þörfum skólans og kemur til móts við óskir borgaryfirvalda.“ Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands segir að nú fari tillagan til umræðu í skipulags- ráði. „Ég treysti fólki þar til að taka hana til málefna- legrar og fag- legrar umræðu og afgreiða hana þannig að allir megi vel við una,“ segir Hjálmar. Hann segir að eftir boðaðan fund með Hönnu Birnu taki frek- ara skipulags- ferli við sem hann vonar að gangi hratt fyrir sig. „Það er gott fyrir skólann og borgina að fá niður- stöður sem fyrst svo við getum farið að byrja að undirbúa bygg- inguna.“ „Það er einróma álit dómnefndar og okkar sem að þessu stöndum að byggingin upphefji þennan borgar- hluta mjög mikið. Auðvitað er götu- mynd ekki bara gömul hús og ég treysti að skipulagsráð muni líta á þetta með það í huga,“ segir Hjálm- ar. olav@frettabladid.is Rektor á fund skipu- lagsráðs eftir helgi Formaður skipulagsráðs segir tillögu að nýbyggingu Listaháskóla Íslands ekki mæta kröfum borgarstjórnar um því sem næst óbreytta götumynd Laugavegar. Rektor Listaháskólans segir götumyndina ekki bara snúast um gömul hús. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR HÚS LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Vinningstillaga að fyrirhugaðri byggingu Listaháskólans á horni Laugavegar og Frakkastígs. IÐNAÐUR Þrátt fyrir samdrátt á almennum bygginga- markaði segist Gunnar H. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sjá fram á að verksmiðjan verði fullnýtt út þetta ár. Salan verður þó nokkru minni í ár en í fyrra eða líklega 130 þúsund tonn miðað við rúmlega 150 þúsund tonn árið áður. Þar sem verksmiðjan seldi 20 þúsund- um tonnum meira en framleiðslu- geta hennar nemur varð að flytja inn gjall frá Noregi en þess gerist ekki þörf í ár. „Við finnum vissulega fyrir samdrætti á almennum markaði og á sölu til stóriðju nú þegar verkefninu fyrir austan er nær lokið,“ segir Gunnar. „En það eru enn stór verkefni á suðvesturhorninu, þar var salan til dæmis mun meiri í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra. Munar þar mest um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík.“ „En svo veit maður ekki hvað tekur við þegar líða tekur á haustið,“ segir hann. Hann segist vongóður um að hið opinbera hefji umfangsmiklar fram- kvæmdir á næstunni. „Einnig að það liðki fyrir því að áfram verði virkjuð umhverfisvæn orka og hún nýtt til frekari uppbyggingar orkufreks iðnaðar. Slíkar framkvæmdir draga ekki bara úr þenslu á meðan á byggingu mannvirkjanna stendur heldur auka hagsæld í landinu áratugum saman eftir gangsetningu.“ - jse Sementsverksmiðjan á Akranesi finnur fyrir samdrætti eftir metár: Fullnýting þrátt fyrir samdrátt GUNNAR H. SIGURÐSSON SEMENTSVERKSMIÐJAN Á AKRANESI Unnið er á fullum afköstum í Sements- verksmiðjunni á Akranesi. Þar fara menn þó vissulega ekki varhluta af ástandinu. LÖGREGLUMÁL Kappakstri á Hring- brautinni í fyrrinótt lauk með þriggja bíla árekstri. Ökumenn á tveimur bílum komu á miklum hraða með þeim afleiðingum að þeir rákust á leigubíl. Annar bíl- anna lenti á gönguljósum við Furumel en hinn fór á húsvegg sem sprakk og glugginn brotnaði. Bílarnir eru ónýtir en ökumenn sluppu með skrekkinn. Mildi þykir að bílarnir fóru ekki á hóp ungl- inga sem höfðu farið hjá örskömmu fyrir atvikið. Þeim íbúum sem Fréttablaðið ræddi við þykir nóg um ástandið og segja að vart sé svefnfrið að fá fyrir ískri í hjólbörðum og ámóta ólátum. Íbúarnir voru sammála um að taka þyrfti á vandanum. Þeir biðla til borgaryfirvalda að setja strax upp myndavélar til þess að hræða ökufantana frá. Annars sé bara tímaspursmál hvenær alvar- legt slys verði. Egill Bjarnason, yfirlögreglu- þjónn í umferðardeild, segir að lög- reglan viti af þessu en að oft sé erf- itt að aðhafast eitthvað því bílstjórar hagi sér vel um leið og þeir sjái lögregluna. „Að sjálfsögðu reynum við að bregðast við og hvetjum íbúa til þess að hringja þegar þeir verða vitni að þessum kappakstri.“ - hþj Íbúar við Hringbraut í Reykjavík biðla til borgaryfirvalda um aðgerðir: Þrír bílar ónýtir eftir kappakstur KEYRÐU NIÐUR GÖNGULJÓS Íbúar óttast að kappakstrarnir eigi eftir að enda með alvarlegu slysi. Innbrot í Reykjanesbæ Tilkynnt var um innbrot um tvöleytið í gær. Þegar lögreglan kom á vettvang voru tveir menn í íbúðinni. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymsl- um. Ók undir áhrifum fíkniefna Ökumaður var handtekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Tvö grömm af efni sem talið er amfetamín fundust á honum. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Annar bílstjóri var stöðvaður á Reykja- nesbraut fyrir hraðakstur. Hann er grunaður um ölvun við akstur. LÖGREGLUFRÉTTIR Sexfaldur vinningur næst Enginn var með allar tölur réttar í lottóinu í gær. Potturinn var fimmfald- ur og nam upphæðin tæpum nítján milljónum króna. Potturinn verður því sexfaldur í næstu viku. LOTTÓ SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.