Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 22
6 FERÐALÖG París er sennilega ein þekktasta borg heims. Ljósmyndir, málverk, söngtextar og skáldsögur hafa fært okkur mynd af borginni í tugi og jafnvel hundruð ára, mynd sem gjarnan inniheldur langa og afslappaða hádegisverði, rauðvín og osta, kaffihús, sígarettur og eldheitar ástir. En þegar ferðast er til Parísar er alltaf hægt að upp- götva á henni nýjar hliðar. Skoða ný hverfi úr alfaraleið, eða að sjá ferðamannaklisjur eins og Eiffel- turninn eða Sacre-Coeur-kirkjuna í fersku ljósi. Ágústmánuður er heitur og latur mánuður í borginni þar sem Frakkar taka sjálfir allt sitt sumarfrí í þessum eina mán- uði. Það er því upplagt að skella sér í síðsumarsfrí til borgarinnar þar sem tíminn virðist líða aðeins hægar og lífsins er notið með mik- illi nautn. - amb SUMAR VIÐ SIGNU Ágúst er rólegur mánuður í Parísarborg þegar heima- menn eru allir í sumarfríi. Ljósmyndarinn Anton Brink fangaði sumarstemninguna í borg ljósanna. Málin rædd á kaffihúsi Les Deux Magots á St. Germain á vinstri bakkanum er eitt frægasta kaffihús Parísar. Fyrr á tímum hittust mestu hugsuðir borgarinnar hér yfir spjalli, meðal annars Simone de Beuvoir, Jean-Paul Sartre, Albert Camus og Picasso. Kaffihúsið er vel sótt af ferðamönnum og býður sennilega upp á dýrasta kaffibolla Parísarborgar. „Terrace“ á vinstri bakkanum Parísarbúar virðast stundum eyða heilu dögunum úti á veitingastöðum. Vinsælir drykkir í hitanum eru „Kir“ sem er hvítvín með cassis-sýrópi og Pastis, kaldur og svalandi anísdrykkur. Slappað af í sólinni Ungt par hefur það náðugt í Jardin de Luxembourg Nýjar hliðar borgarinnar Hvers vegna ekki að uppögtva ný hverfi utan ferðamannastraums- ins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.