Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 44
24 FERÐALÖG Pakkaferðir í sólina „Sólin er svo til uppseld fram yfir verslunarmannahelgi,“ sagði starfsmaður Plúsferða þegar blaðamaður sló á þráðinn. Svip- aða sögu var að segja á öðrum ferðaskrifstofum - langi fólk í sól- arfrí yfir verslunarmannahelgina er lítið í boði enda vikurnar hvor- um megin við þá helgi yfirleitt vinsælasti tíminn fyrir sumarfrí fjölskyldunnar. Það er þó óþarfi að örvænta, enn eru laus sæti í sólina um miðj- an ágúst svo einhverjar fjölskyld- ur ættu að komast í sólarlanda- ferð áður en skólarnir byrja - ef þær panta sem allra fyrst. Hjá Plúsferðum er þó nokkuð laust til Portúgals, Krítar, Mall- orca og Costa del Sol út ágúst en enn meira í boði fyrir þá sem geta beðið fram í september. Úrval- Útsýn á sömuleiðis nokkur sæti til Mallorca og Krítar í byrjun ágúst. Gott er að fylgjast með tilboð- um ferðaskrifstofanna. Heims- ferðir auglýsa til dæmis þessa dagana ferð til Ródos 16. ágúst á verði frá 59.990 á manninn. Plús- ferðir bjóða sólarlottó til Lanzar- ote 5. og 12. ágúst á 49.990 og með ferðaskrifstofunni Terra Nova má skella sér í tveggja vikna ferð til Búlgaríu 16. ágúst á 59.990 krónur. Á eigin vegum Þótt pakkaferðir ferðaskrifstof- anna fyrir þetta sumarið séu óðum að seljast upp er alls ekki útilokað að komast í sólina, það má alltaf skipuleggja fríið sjálf- ur. Iceland Express flýgur tvisv- ar til fjórum sinnum í viku til Ali- cante fram til 14. september. Það er góður staður fyrir sóldýrkend- ur og um næga gististaði að velja. Strandirnar í Alicante eru fjöl- margar og stutt að skreppa til Benidorm. Barcelona er einnig tilvalinn byrjunarreitur fyrir ferðalag um Spán, Iceland Express flýgur til borgarinnar til 14. september og Icelandair tvisvar í viku til 11. október. Enn má panta flug til Madrídar og Mílanó þetta sumar- ið en þangað flýgur Icelandair út ágúst. (Síðasta ferðin frá Mílanó er 6. september.) Strandlíf á norðlægum slóðum Steikjandi hiti á ströndum sunn- arlega í Evrópu hentar ekki öllum. Iceland Express og Icelandair fljúga til Kaupmannahafnar dag- lega og sé veðurspáin góð má hæglega breyta slíkri ferð í sann- kallað strandfrí. Í Kaupmanna- höfn eru nokkrir baðstaðir sem flestir eru opnir út fyrstu vikuna í september, til dæmis einn við Íslandsbryggju og annar við Fiskitorvet. Vilji maður sanna strönd er tilvalið að kíkja í Ama- ger Strandpark sem snýr út að Eyrarsundinu eða skella sér með lest í dagsferð á Bellevue-strönd- ina í Klampenborg sem er stór og vinsæl. Kosturinn við strandfrí í Kaupmannahöfn er sá að þangað er ódýrt að komast og oftast auð- velt að útvega gistingu. Fái maður leið á sólinni og sandinum má njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða, kíkja í Tívolí eða rölta í búðirnar á Strikinu. Með bílaleigubíl má auðveldlega aka til spennandi sumardvalastaða og þar sem erfitt getur verið að fá gistingu eða sumarhús nú á háanna- tímanum getur verið tilvalið að taka tjaldið með. Fyrir þá sem enn eru á höttunum eftir sólbaði við sjávarnið er til að mynda upplagt að gista í grennd við Tisvildeleje- ströndina á Norður-Sjálandi. Spennandi sérferðir Ferðaskrifstofurnar hafa í sumar boðið upp á skemmtilegar sér- ferðir þar sem sólarstrendur eru ekki beinlínis í brennidepli. Nokk- ur sæti eru laus í ferð Bænda- ferða til Dresden og Berlínar dag- ana 21. til 28. ágúst. Þeir sem eru í rómantískum hugleiðingum geta einnig skráð sig í ferðina: Róm- antíska leiðin, dagana 1. til 9. september, þar sem ferðast er um Suður-Þýskaland. Ekki er heldur orðið fullt í sum- arferð Expressferða til Berlínar 21. til 26. ágúst né ferðina Spænsk- ir töfrar í Valencia (dagana 4. til 8. september) með sömu ferða- skrifstofu. Heimsferðir hafa boðið upp á margar sérferðir í sumar og upp- selt er í flestar ferðir í júlí, ágúst og september. Enn er þó hægt að bóka sig í viku gönguferð um Sló- veníu sem lagt verður upp í 7. sept- ember og rútuferð sem kallast Ítölsku Alpavötnin og farin verður dagana 14. til 21. september. 2 Úrval-Útsýn og Plúsferðir bjóða upp á ferðir til Krít- ar fram í október. 3 Neuschwan- stein-kastalinn er meðal þeirra áfangastaða sem heimsóttir verða í ferð Bændaferða um Suður-Þýska- land dagana 1. til 9. september. Enn eru nokkur sæti laus. 1 Danskar strendur henta vel til sólbaða þegar vel viðrar. Iceland Express og Icelandair fljúga til Kaupmannahafnar daglega. SÍÐUSTU SUMARFERÐIRNAR Er orðið of seint að bóka sólarlandaferð? - Hvað með gönguferð um Evrópu eða fl ugsæti út í sólina? Ferða- lög fóru á stúfana og könnuðu hvað enn er í boði fyrir þá sem gleymdu að panta utanlandsferð fyrir sumarið. 1 2 3 Bærilegri á haustin Margar evrópskar borgir eru heppilegri til haustferða þar sem hitinn á það til að fara vel yfir 30° C yfir heit- ustu sumarmánuðina. Og strandarferð í byrjun september er sömu- leiðis ávísun á þægi- legra loftslag og hún lengir um leið sumarið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.