Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 44

Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 44
24 FERÐALÖG Pakkaferðir í sólina „Sólin er svo til uppseld fram yfir verslunarmannahelgi,“ sagði starfsmaður Plúsferða þegar blaðamaður sló á þráðinn. Svip- aða sögu var að segja á öðrum ferðaskrifstofum - langi fólk í sól- arfrí yfir verslunarmannahelgina er lítið í boði enda vikurnar hvor- um megin við þá helgi yfirleitt vinsælasti tíminn fyrir sumarfrí fjölskyldunnar. Það er þó óþarfi að örvænta, enn eru laus sæti í sólina um miðj- an ágúst svo einhverjar fjölskyld- ur ættu að komast í sólarlanda- ferð áður en skólarnir byrja - ef þær panta sem allra fyrst. Hjá Plúsferðum er þó nokkuð laust til Portúgals, Krítar, Mall- orca og Costa del Sol út ágúst en enn meira í boði fyrir þá sem geta beðið fram í september. Úrval- Útsýn á sömuleiðis nokkur sæti til Mallorca og Krítar í byrjun ágúst. Gott er að fylgjast með tilboð- um ferðaskrifstofanna. Heims- ferðir auglýsa til dæmis þessa dagana ferð til Ródos 16. ágúst á verði frá 59.990 á manninn. Plús- ferðir bjóða sólarlottó til Lanzar- ote 5. og 12. ágúst á 49.990 og með ferðaskrifstofunni Terra Nova má skella sér í tveggja vikna ferð til Búlgaríu 16. ágúst á 59.990 krónur. Á eigin vegum Þótt pakkaferðir ferðaskrifstof- anna fyrir þetta sumarið séu óðum að seljast upp er alls ekki útilokað að komast í sólina, það má alltaf skipuleggja fríið sjálf- ur. Iceland Express flýgur tvisv- ar til fjórum sinnum í viku til Ali- cante fram til 14. september. Það er góður staður fyrir sóldýrkend- ur og um næga gististaði að velja. Strandirnar í Alicante eru fjöl- margar og stutt að skreppa til Benidorm. Barcelona er einnig tilvalinn byrjunarreitur fyrir ferðalag um Spán, Iceland Express flýgur til borgarinnar til 14. september og Icelandair tvisvar í viku til 11. október. Enn má panta flug til Madrídar og Mílanó þetta sumar- ið en þangað flýgur Icelandair út ágúst. (Síðasta ferðin frá Mílanó er 6. september.) Strandlíf á norðlægum slóðum Steikjandi hiti á ströndum sunn- arlega í Evrópu hentar ekki öllum. Iceland Express og Icelandair fljúga til Kaupmannahafnar dag- lega og sé veðurspáin góð má hæglega breyta slíkri ferð í sann- kallað strandfrí. Í Kaupmanna- höfn eru nokkrir baðstaðir sem flestir eru opnir út fyrstu vikuna í september, til dæmis einn við Íslandsbryggju og annar við Fiskitorvet. Vilji maður sanna strönd er tilvalið að kíkja í Ama- ger Strandpark sem snýr út að Eyrarsundinu eða skella sér með lest í dagsferð á Bellevue-strönd- ina í Klampenborg sem er stór og vinsæl. Kosturinn við strandfrí í Kaupmannahöfn er sá að þangað er ódýrt að komast og oftast auð- velt að útvega gistingu. Fái maður leið á sólinni og sandinum má njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða, kíkja í Tívolí eða rölta í búðirnar á Strikinu. Með bílaleigubíl má auðveldlega aka til spennandi sumardvalastaða og þar sem erfitt getur verið að fá gistingu eða sumarhús nú á háanna- tímanum getur verið tilvalið að taka tjaldið með. Fyrir þá sem enn eru á höttunum eftir sólbaði við sjávarnið er til að mynda upplagt að gista í grennd við Tisvildeleje- ströndina á Norður-Sjálandi. Spennandi sérferðir Ferðaskrifstofurnar hafa í sumar boðið upp á skemmtilegar sér- ferðir þar sem sólarstrendur eru ekki beinlínis í brennidepli. Nokk- ur sæti eru laus í ferð Bænda- ferða til Dresden og Berlínar dag- ana 21. til 28. ágúst. Þeir sem eru í rómantískum hugleiðingum geta einnig skráð sig í ferðina: Róm- antíska leiðin, dagana 1. til 9. september, þar sem ferðast er um Suður-Þýskaland. Ekki er heldur orðið fullt í sum- arferð Expressferða til Berlínar 21. til 26. ágúst né ferðina Spænsk- ir töfrar í Valencia (dagana 4. til 8. september) með sömu ferða- skrifstofu. Heimsferðir hafa boðið upp á margar sérferðir í sumar og upp- selt er í flestar ferðir í júlí, ágúst og september. Enn er þó hægt að bóka sig í viku gönguferð um Sló- veníu sem lagt verður upp í 7. sept- ember og rútuferð sem kallast Ítölsku Alpavötnin og farin verður dagana 14. til 21. september. 2 Úrval-Útsýn og Plúsferðir bjóða upp á ferðir til Krít- ar fram í október. 3 Neuschwan- stein-kastalinn er meðal þeirra áfangastaða sem heimsóttir verða í ferð Bændaferða um Suður-Þýska- land dagana 1. til 9. september. Enn eru nokkur sæti laus. 1 Danskar strendur henta vel til sólbaða þegar vel viðrar. Iceland Express og Icelandair fljúga til Kaupmannahafnar daglega. SÍÐUSTU SUMARFERÐIRNAR Er orðið of seint að bóka sólarlandaferð? - Hvað með gönguferð um Evrópu eða fl ugsæti út í sólina? Ferða- lög fóru á stúfana og könnuðu hvað enn er í boði fyrir þá sem gleymdu að panta utanlandsferð fyrir sumarið. 1 2 3 Bærilegri á haustin Margar evrópskar borgir eru heppilegri til haustferða þar sem hitinn á það til að fara vel yfir 30° C yfir heit- ustu sumarmánuðina. Og strandarferð í byrjun september er sömu- leiðis ávísun á þægi- legra loftslag og hún lengir um leið sumarið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.