Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.07.2008, Blaðsíða 52
20 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is > Í ÞRÍÞRAUT Jennifer Lopez æfir nú stíft í tvo tíma á degi hverjum, en hún hyggst taka þátt í þríþraut í okt- óber. Keppt er í hlaupum, sundi og hjólreiðum. Eigin- maðurinn, Marc Anthony, kveðst ætla að styðja við bakið á konu sinni og fylgja henni eftir á Segway-græju sinni – eins konar rafmagns- knúnu hlaupahjóli. Megas auglýsir bíltegund, pönkhljómsveitin Rass auglýsir símafyrirtæki og andkapítalíska barnapopp- lagið „Eniga Meniga“ hljómar í bankaauglýsingu. Hvernig endar þetta eiginlega? Michelle Williams ku vera komin með kærasta, en lítið hefur heyrst af strákamálum hennar frá því að hún og Heath heitinn Ledger skildu að skiptum. Upp á síðkastið hefur Williams hins vegar ítrekað sést í fylgd með leikstjóranum Spike Jonze, fyrrverandi eiginmanni Sofiu Coppola, í grennd við heimili sitt í New York. Hafa þau jafnvel sést kyssast fyrir utan íbúð Williams. „Það voru greinilega einhverjar gælur í gangi. Hún hélt um handlegginn á honum. Líkamstjáningin var mjög rómantísk,“ segir sjónarvottur. Williams og Jonze hittust fyrst fyrir tveimur árum þegar leikkonan fór í prufu fyrir hlutverk í myndinni Where The Wild Things Are. Þau unnu svo saman í fyrrasumar, þegar Williams lék í myndinni Synecdoche, New York. Williams hefur annars haldið sambandi við vini Ledgers, og sást meðal annars úti í göngutúr með dótturinni Matildu og vini Heaths, Trevor DiCarlo á dögunum. Michelle byrjuð með Spike MEÐ NÝJAN KÆRASTA Margir mán- uðir eru síðan Michelle Willi- ams og Heath Ledger skildu að skiptum, en hún virðist nú vera komin með nýjan kærasta. 1. Helgi Hós drekkur kók Helgi verður framvegis með aug- lýsingaskilti á horninu sínu. 2. Sixpakkinn á Guðbergi Bergs- syni Vöðvastæltur og kaffibrúnn Guð- bergur er nýtt andlit WC líkams- ræktarstöðvanna. 3. Glósóli frá Egils Jónsi í Sigur Rós: „Þú verður alveg „tjú tjú“ þegar þú færð þér nýja gosdrykkinn, Glósóla, frá Egils.“ 4. Biskupar borða SS pulsur Karl og Sigurbjörn sporðrenna pulsum og ræða eilífðarmálin. 5. Valur kominn á gylltan Róver Valur Gunnarsson grefur aftur upp Bubbaplöturnar sínar og setur í skottið á nýja gyllta Range Róvern- um sínum. 6. Krakkarnir í Saving Iceland raka sig með Gillette Eftir erfiða viku í hlekkjum við orkuver er fátt betra en silkimjúkur rakstur með góðum álsköfum. 7. Gyrðir þambar Burnout „Ekkert veitir mér jafn mikinn kraft við ljóðagerðina og að þamba nokkrar svalandi dósir af orku- drykknum Burnout.“ 8. Bríet þvottaefni „Við stelpurnar í Femínistafélaginu notum eingöngu Bríeti, óumhverf- isvæna þvottaefnið frá Frigg.“ 9. Bjartmar kynnir Carlsberg Þegar Sumarliði er fullur er það af svalandi Carlsberg („léttöl“). 10. Siggi pönk safnar með Pönkxl Siggi „lætur ekki taka sig í rassgat lengur“ og leggur inn á Pönkxl- reikning Landsbankans. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 TOPP 10: Næstu „sell-át“ Nokkrir hönnuðir sýndu herralínur sínar fyrir komandi vor og sumar í New York nú í vikunni. Herratísku hefur yfirleitt ekki verið gert hátt undir höfði þar í borg og taka hönnuðir frekar flugið til Mílanó til að sýna línur sínar. Hvort þetta framtak verði til þess að herratískuvikur taki aftur við sér í New York á eftir að koma í ljós, en framtakið féll vel í kramið hjá tískugúrúum. Afslöppuð herratíska Tveir ljósmyndarar dulbjuggu sig fyrir stuttu og reyndu að læðast inn á landareign Angelinu Jolie og Brads Pitt, líklega með það markmið að ná myndum af nýfæddum börnum parsins. Öryggisverðir Angelinu og Brads urðu þó varir við hina óboðnu gesti og þegar verðirnir ætluðu að vísa ljósmyndurunum á brott brutust út slagsmál. Lögreglan var kölluð til og voru verðir jafnt sem ljósmyndarar færðir upp á lögreglustöð til yfirheyrslu. Enginn slasaðist þó alvarlega í öllum ólátunum. Náðu engum myndum Lag Rolling Stones, Play with fire og lag Lil Wayne, Playing with fire, eiga meira sameiginlegt en titilinn. Allavega vilja útgefendur Rolling Stones meina það. Abkco, sem eiga höfundarétt að Play with Fire Stones segja „grunninn að lagi hans augljóslega vera þeirra og hafi upprunalega textanum og tónlist auðheyranlega verið breytt.“ þá vilja þeir einnig meina að útgáfa Wayne innihaldi „gróft og særandi málfar, fullt af kven- fyrirlitningu og gæti látið líta svo út að Stones samþykktu slíkt og hafi gefið leyfi fyrir útgáfunni.“ Það fyndna er að samkvæmt Bill- board.com eru Stones ekki aðeins að lögsækja Universal fyrir brot á höfundarlögum, heldur eru þeir einnig að skrifa undir samning við þá um útgáfu á þeirra efni. Stones semja við Universal VERJA HÖFUNDARRÉTTINN Rolling Sto- nes vilja ekki að fólk haldi þá grófa. MYND/REUTERS Ef marka má sýningar Orthodox, Nicholas K. og Obakki verður herra-tískan næsta haust að mestu leyti helguð gráum, hvítum og svörtum litum, með einstaka innskoti af bláu eða rauðu. Nicholas K. Mikið var um buxur og jakka með uppábrotum á sýningum Nicholas K. og Obakki en þessi herra sýndi fatnað frá Nicholas K. Orthodox Herratískan næsta vor ætti að vera í afslappaðri kantin- um eins og hér sést hjá Orthodox. Stuttbuxur við spariskó voru vinsæl blanda hjá Obakki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.