Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 19

Fréttablaðið - 27.07.2008, Page 19
FERÐALÖG 3 Ú t um alla borg eru skilti sem telja niður að deg- inum mikla 08.08.08 kl.08 en þá verða Ólymp- íuleikarnir settir. Það er óhætt að segja að maður hafi fundið fyrir undirbúningnum á eigin skinni síðustu mánuði en miklar fram- kvæmdir hafa verið næstum því á hverju götuhorni. Nú er þessu öllu að ljúka og verið er að taka niður síðstu stillasana og verkamenn- irnir eru rétt að slá síðustu högg- in. Það sem kemur undan öllu þessu er borg í sparibúningi. Margar stórar og glæsilegar bygg- ingar hafa risið og einnig er búið að lagfæra ýmislegt sem betur mátti fara. Það verður þó að segj- ast að sumt lítur nokkuð kald- hæðnislega út. Til að mynda stór- glæsileg verslunarmiðstöð sem verið er að opna og skartar mörg- um af þekktustu vörumerkjum heims er við hliðina á einum af hinum vinsælu mörkuðum sem selja ódýrar eftirlíkingar af sömu vörumerkjunum. Það sem einnig áður tilfinnanlega skorti eins og ruslafötur, eru nú næstum því við hvert fótmál og skal flokka í end- urnýtanlegt rusl og annað. Þá er búið að planta ógrynni af blómum í öllum regnbogans litum og skella litlum pálmatrjám meðfram næst- um öllum gangstéttum. Það er óhætt að segja það að borg- in er farin að skarta sínu fegursta en þrátt fyrir það bera margir Kínverj- ar kvíðboga fyrir stóru stundinni. Í samtölum mínum við landann hefur maður fundið fyrir eftirvænting- unni og stoltinu yfir að geta boðið heimsbyggðinni uppá að halda þenn- an mikla heimsviðburð. Hins vegar eru sumir sem hafa efasemdir um að allt verði tilbúið og að Peking geti tekið á móti öllum þessum gestum. Jafnvel eru einhverjir sem hafa áhyggjur af því að eitthvað slæmt muni gerast. En þrátt fyrir það held- ur undirbúningurinn áfram og klukkan tifar. Nýjustu reglurnar sem tóku gildi í því skyni að minnka mengun í borginni virðast vera að virka því það er allt annað líf að bregða sér bæjarleið eftir að helm- ingur bílaflota borgarinnar hefur verið kyrrsettur á hverjum degi. Umtalsverður munur er náttúrulega á umferðarþunganum en jafnframt gæðum andrúmsloftsins. Vonandi er að sú þróun haldi áfram svo að íþróttamennirnir geti keppt á leik- unum án vandkvæða. Annað sem ég hef rekið mig á hérna undanfarið er að öllum örygg- isreglum er fylgt mun strangar eftir nú um mundir en áður. Sem dæmi má nefna að ef útlendingur var stöðvaður út á götu og beðinn um vegabréf og gat ekki framvísað því var hann góðlátlega beðinn um að vera það með sér næst. Nú um stundir getur það sama þýtt að vera tekinn af lögreglu og haldið í nokkr- ar klukkustundir. Um 110.000 lög- reglumenn og aðrir munu sjá um að gæta öryggis á meðan á leikunum stendur. Einnig tilkynntu yfirvöld nýverið að heimilt sé að vera með mótmæli í þremur almenningsgörð- um en þeir eru allir töluvert frá Ólympíuleikasvæðinu. Þá hafa meira að segja öryggisverðirnir sem gæta blokkarinnar minnar nú sett upp hvíta hanska og heilsa mér að hermannasið í hvert skipti sem ég fer út í búð. Hvert sem maður lítur er búið að setja upp marglituð skilti þar sem fólk er boðið velkomið til Pek- ing og slagorðunum “One World, One dream” er flaggað. Og ef að veðurguðirnir ætla að vera með einhver leiðindi á setningardaginn en talið er að það séu 41% líkur á rigningu eru vísindamenn í start- holunum til að skapa rétta veðrið. ÓLYMPÍULEIKARNIR NÁLGAST ÓÐFLUGA Kolbrún Ólafsdóttir skrifar frá Peking með ánægju Kaupmannahöfn Billund Stokkhólmur Gautaborg Berlín Frankfurt Hahn Friedrichshafen London París Barcelona Alicante Eindhoven Varsjá Basel Bókaðu ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna á www.icelandexpress.is 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. Sól, sól skín á þig! F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.