Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.07.2008, Qupperneq 12
12 27. júlí 2008 SUNNUDAGUR Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embættið að nýju þann 1. ágúst næstkomandi en þá hefur hann setið í þrjú kjörtímabil. Fréttablaðið rifjar upp síðustu fjögur ár forsetans í embætti í gegnum linsur ljósmyndara blaðsins. Fjórða kjör- tímabil forseta að hefjast GEORGE BUSH ELDRI MEÐ FORSETAHJÓNUNUM Fyrrum Bandaríkjaforsetinn George Bush eldri kom hingað til lands í boði forseta Íslands í júlí fyrir tveimur árum. Hann fékk þá tækifæri til að reyna sig við veiðistöngina á Bessastöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BEÐIST LAUSNAR Geir H. Haarde biðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt á Bessastöðum 18. maí á síðasta ári. Ólafur Ragnar Grímsson fól Geir að mynda nýja ríkisstjórn. Ólafur Ragnar sat þá í þriðja sinn á Bessastöðum þegar gengið var til Alþingis- kosninga en hafði ekki veitt umboð til stjórnarmyndunar áður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÖLMIÐLAFRUMVARPINU HAFNAÐ Mikil eftirvænting ríkti þegar Ólafur Ragnar Grímsson boðaði til blaðamannafundar þann 2. júní 2004 vegna fjölmiðlafrumvarps ríkisstjórnarflokkanna. Á fundinum tilkynnti Ólafur Ragnar að hann hefði ákveðið að skrifa ekki undir fjölmiðlafrumvarpið og var það í fyrsta skipti sem forseti Íslands neitaði að staðfesta lög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AL GORE HEILSAÐ MEÐ VIRKTUM Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore heimsótti Ísland í apríl og snæddi kvöldverð á Bessastöðum ásamt fulltrúum úr íslensku fræða- og vísindasamfélagi. Al Gore lét þau orð falla að Ísland og Ólafur Ragnar Grímsson hafi mikilvægu forystuhlutverki að gegna í loftslagsmálum á heimsvísu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SETTUR Í EMBÆTTI Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, veifa til viðstaddra af svölum Alþingishússins við þriðju embættisveitingu forsetans í ágúst árið 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SMAKKAÐ Á AFMÆLISKÖKUNNI Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff glöddust með Hafnfirðingum á hundrað ára afmæli kaupstaðarins þann 1. júní. Forsetahjónin þáðu bita af hundrað metra langri afmælisköku í Strandgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ODDAFLUG FORSETAHJÓNANNA Flogið var með fríðu föruneyti norður til Akureyrar og austur til Egilsstaða að njóta myndlistar í tengslum við Listahátíð í Reykjavík í maí. Sólin náði að brjótast fram þrátt fyrir að vorið væri enn ókomið nyrðra og eystra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.