Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 6
6 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR PÓLLAND, AP Lech Kaczynski, for- seti Póllands, sagðist í gær styðja staðfastlega samkomulagið sem pólsk stjórnvöld náðu í fyrrakvöld við Bandaríkjastjórn um að komið yrði upp búnaði fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi Bandaríkja- manna í Póllandi gegn því að Pól- land hlyti margháttaðan stuðning Bandaríkjanna við landvarnir sínar. Stóryrt hótun rússnesks hershöfðingja um að með sam- komulaginu hefðu Pólverjar kall- að yfir sig hættuna á að verða sjálfir skotmark rússneskra kjarn- orkuflauga breytti engu þar um. Kaczynski, nýkominn úr för til Tíblísí til stuðnings Georgíumönn- um í þeirra deilu við Rússa, bar lof á samkomulagið í ávarpi sem hann flutti á hersýningu í miðborg Var- sjár, sem haldin var í tilefni af árlegum Degi hersins. Hann er haldinn til minningar um einn af fáum sögulegum sigrum Pólverja í hernaði; er her Pilsudskis mar- skálks þvingaði fram sigur gegn rússneskum bolsévíkum nærri Varsjá árið 1920, en sú orrusta vann sér sess í pólskri sögu undir heitinu „Kraftaverkið við Vislu“. Samkomulagið, sem undirritað var á fimmtudagskvöld eftir átján mánaða samningaviðræður, á eftir að hljóta afgreiðslu pólska þings- ins. Auk þess á bandaríski utan- ríkisráðherrann Condoleezza Rice eftir að undirrita það, en hvort tveggja er að svo komnu máli álit- ið formsatriði. Reiknað er með að Rice geri sér ferð til Varsjár fljót- lega, jafnvel í næstu viku, til að afgreiða málið fyrir sitt leyti. „Einfaldlega tilvist þessarar stöðvar eykur öryggi Póllands,“ sagði Kaczynski um hina fyrir- huguðu gagneldflaugastöð. Samtímis hafði Interfax-frétta- stofan eftir rússneska hershöfð- ingjanum Anatolí Nogovitsín, varaformanni rússneska herráðs- ins, að „með því að koma upp þessu kerfi er Pólland að kalla yfir sig hættuna á árás – 100 prósent“. Í viðtalinu sagði Nogovitsín að hernaðarstefna Rússa heimilaði að kjarnorkuvopnum yrði beitt í slíkum tilvikum. Dmítrí Medvedev, forseti Rúss- lands, dró nokkuð úr þessum stór- yrðum hershöfðingjans er hann tjáði fréttamönnum í Sotsí við Svartahafið að þetta væru „slæm tíðindi fyrir alla sem búa í þessari þéttbýlu álfu, en það er samt ekki stórmál“. Hann bætti við að sam- komulagið sýndi að það væri Rúss- land sem hið fyrirhugaða kerfi beindist gegn, ekki ríki eins og Íran, þvert á heitstrengingar Bandaríkjamanna. audunn@frettabladid.is Pólverjar leiða hjá sér hótanir Rússa Forseti og ríkisstjórn Póllands standa heils hugar að baki samkomulagi því sem náðist í fyrrakvöld um uppsetningu búnaðar fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Póllandi. Rússneskur hershöfðingi hafði uppi stóryrtar hótanir. www.skjaldborg.is Nýjar kiljur frá Skjaldborg. LAXÁ Á REFASVEIT 2 laus holl í ágúst | 2 laus í september Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440 UTANRÍKISMÁL „Óháð því hvor frambjóðandinn hefur betur gerir umheimurinn sér svo miklar væntingar um breytingar á stefnu og stjórnarháttum Bandaríkja- stjórnar við forsetaskiptin í jan- úar að ég er viss um að við munum ekki geta uppfyllt þær.“ Þetta sagði dr. Philip H. Gordon, sérfræðingur við Brookings-stofn- unina í Washington og einn af ráð- gjöfum Baracks Obama, forseta- frambjóðanda demókrata, í lokaorðum erindis síns um banda- rísku forsetakosningarnar og utan- ríkismál sem hann flutti á opnum málfundi í Háskóla Íslands í vik- unni. Í forsetatíð Bills Clinton var Gordon um skeið yfirmaður Evr- ópuskrifstofu Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, en hann hefur síðan starfað sem fræðimaður við nokkrar þekktar rannsóknastofn- anir og samið ýmis rit um alþjóða- mál. Erindið hér flutti hann á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ og utanríkisráðuneytisins. Gordon bendir á að þegar nýkjörinn forseti taki við valdataumum þvingi veruleikinn hann jafnan til að laga kosninga- loforð sín að þessum margslungna veruleika. Það verði ekkert öðru- vísi að þessu sinni frekar en við fyrri stjórnarskipti. Sem dæmi um þetta nefnir hann að kosninga- loforð Johns McCain, forsetaefnis repúblikana, um að stofna „Banda- lag lýðræðisríkja“ til hliðar við Sameinuðu þjóðirnar sé í raun staðlausir stafir því nær ekkert annað ríki muni vilja taka þátt í því. - aa Bandarískur sérfræðingur í alþjóðamálum og utanríkismálaráðgjafi Baracks Obama: Væntingarnar óuppfyllanlegar BETRI TENGSL Philip H. Gordon segir tengslin yfir Atlantshafið tvímælalaust munu batna við forsetaskiptin. MENNTUN Gísli Marteinn Baldurs- son er byrjaður að blogga á eyjan.is en sú bloggsíða verður málpípa Gísla meðan hann stundar meistaranám í borgar- fræðum við háskóla í Edinborg í Skotlandi. Útskrift Gísla með BA-próf í stjórnmála- fræði frá Háskóla Íslands mun fara fram í október. „Ég kláraði ritgerðina fyrir löngu. Hún var um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2000. Ég átti bara eftir nokkur námskeið,“ segir Gísli, en stjórnmálafræði- nám hans vakti athygli fyrir prófkjör árið 2006 þar sem menn vildu meina að Gísli hefði ekki lokið ritgerðinni. - vsp Gísli útskrifast úr HÍ í október: Bloggar frá eyj- unni á eyjunni GÍSLI MARTEINN BALDURSSON UMFERÐ Ólafur F. Magnússon, borgar stjóri í Reykjavík, segir kappakstur á Hringbraut ólíðandi ofbeldi sem verði að linna. „Þetta er mál sem brennur heitt á borgarbúum,“ segir Ólafur. „Þegar ég fór um borgina að ræða um verk- efnið 1, 2 og Reykjavík voru umferðarmál mikið til umræðu.“ Um mitt sumar varð þriggja bíla árekstur á Hringbrautinni í kjölfar kappaksturs á götunni. Málið hefur vakið mikla reiði þar. „Það verður að koma í veg fyrir hraðakstur en það er erfitt á þess- ari götu vegna þess að ekki er hægt að setja upp hraðahindranir eða lækka hámarkshraða niður í þrjátíu kílómetra á klukkustund,“ segir Ólafur. Hringbrautin er stofnbraut en vesturhluti hennar liggur þvert í gegnum íbúðahverfi. Ólafur bætir því við að hann hafi mikinn áhuga á þessum málaflokki og ætli í kjölfar umræðunnar sem hefur skapast að ræða við umferðarlögregluna og sjá hvaða rástafanir sé hægt að gera til þess að bæta ástandið. „Það eru margar ólíkar leiðir sem hægt er að fara. Til dæmis mislæg göngutengsl og aukið eftir- lit.“ Ólafur bendir að lokum á að umferðarmál séu í málefnasamn- ingi borgarstjórnar. - hþj Borgarstjóri ætlar að ræða við lögreglu um ofsaakstur á Hringbraut: Hraðakstur er ólíðandi ofbeldi BÍLL LENTI Á STAUR Á HRINGBRAUT Í REYKJAVÍK Fundað verður með umferðar lögreglunni til að reyna að bæta umferðaröryggi í Vesturbænum. PAKISTAN, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistans, er sagður ætla að segja af sér embætti áður en hann verður ákærður fyrir embættisglöp á þingi, sem líklega verður í næstu viku. Talsmaður Musharrafs segir þó ekkert hæft í þessu. En banda- maður hans segir viðræður í gangi, sem gætu leitt til þess að hann segi af sér, eða forsetemb- ættið fái í það minnsta minna vægi. Ríkisstjórn Pakistans ætlar að kæra hann til embættismissis, segi hann ekki af sér sjálfur. - gb Málshöfðun gegn Musharraf: Sagður segja af sér á næstunni LEIÐTOGAR STJÓRNARFLOKKANNA Leggja síðustu hönd á ákæruna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝBÚAR Pólskur skóli hefur verið stofnaður á Íslandi. Mikael Sikorsky, ræðismaður Pólverja á Íslandi, segir að skólinn verði starfræktur um helgar og hafi það að markmiði að kenna 7-18 ára pólskum börnum pólsku, menningu og landafræði. Verið er að skrá börn í skólann en markmiðið er að börnin geti fengið tungumálanámið metið. Ræðismaðurinn segir að fjórir starfsmenn séu nú á ræðismanns- skrifstofunni að Skúlatúni 2 í Reykjavík, að honum sjálfum meðtöldum. Húsnæðið hefur verið endurnýjað og nú hefur skrifstofan verið opnuð. - ghs Pólverjar á Íslandi: Hafa stofnað pólskan skóla Ertu ánægð(ur) með meiri- hlutaskiptin í borgarstjórn? Já 34,5% Nei 65,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt af Marsibil Sæmundar- dóttur að styðja ekki nýjan meirihluta í Reykjavík? Segðu þína skoðun á visir.is Auglýsingasími – Mest lesið © GRAPHIC NEW S Pólverjar samþykkja eldflaugavarnir Bandarísk stjórnvöld áforma að koma upp skotstöð með tíu gagneldflaugum og herstöð mannaðri 110 sérþjálfuðum hermönnum í Póllandi, auk ratsjár- stöðva í Tékklandi, Bretlandi og á Grænlandi. Allur þessi búnaður verður hluti af hnattrænu eldflaugavarnakerfi Bandaríkjamanna, sem ætlað er að geta eytt langdrægum eldflaugum sem skotið kynni að vera frá „skúrkaríkjum” á borð við Íran. Rússar eru mjög andsnúnir áætluninni. Braut eldflauga til Bandaríkjanna Fylingdales- ratsjár- stöðin BRETLAND PÓLLAND TÉKKLAND TYRKLAND ÍRAK ÍRAN Moskva Teheran RAF Fylingdales: Langdrægar ratsjár geta „komið auga á” eldflaugar í allt að 5.000 km fjarlægð. NATO- lönd KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.