Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 28
28 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR
Þ
að var engin umræða
um Ráðhúsið á sínum
tíma fyrr en það átti
að fara að byggja
húsið,“ útskýrir Mar-
grét Harðardóttir
þegar hún rifjar upp deilurnar um
Ráðhús Reykjavíkur sem var
byggt árið 1987. Margrét teiknaði
húsið ásamt Steve Christer og
segir þau hafa fagnað því þegar
umræðan hófst um bygginguna.
„Okkur fannst það gleðiefni að
einhver hefði áhuga á byggingar-
list og borgarskipulagi. Auðvitað
eiga þessi mál alltaf að vera í
umræðunni. Þá er hægt að koma
helstu upplýsingum á framfæri og
færa fram ólík sjónarmið. En það
sem kom okkur mest á óvart við
þessar deilur var að þær snerust
ekki um húsið sjálft, heldur um
einhverja persónupólitík og mót-
þróa við Davíð Oddsson. En ég
held að Íslendingar séu almennt
óþjálfaðir í að rökræða hluti á
ópersónulegum nótum. Þetta fór
allt út í einhverjar stimpingar. Það
er sennilega hluti af menningu
okkar að kunna ekki að tala
saman.“
Þurfum að sjá möguleikana sem
felast í gömlu húsunum
Margrét og Steve hafa mikinn
áhuga á miðborginni og unnu að
hugmynd í fyrra að nýju skipulagi
að umgjörð Lækjartorgs frá
Tryggvagötu að Skólabrú. Hug-
mynd þeirra, sem var unnin ásamt
tveimur öðrum arkitektastofum,
varð hlutskörpust í hugmyndaleit
sem efnt var til um þetta svæði en
sá hluti tillögunnar sem snerist
um endurbyggingu hornsins á
Lækjargötu og Austurstræti mun
bráðum rísa þar.
„Við höldum mikið upp á þessi
gömlu hús. Þau eru okkar menn-
ing og það litla sem við eigum
eftir af sögu borgarinnar. Lauga-
vegurinn er ein af fáum heild-
stæðum götum sem enn standa og
við myndum vilja halda í eins
mikið af gömlum húsum þarna og
mögulegt er. Það er satt að þessi
hús eru mörg ekki svipur hjá sjón
og voru kannski ekki mjög merki-
leg í upphafi. En það er ekki það
sem skiptir máli. Flestir sem hafa
einhverja tilfinningu fyrir
umhverfinu skilja að þessi hús
hafa sál, tengingu við arfleifð
okkar og rætur og þetta skiptir
okkur máli. Við sem arkitektar
sjáum þessi hús sem tækifæri til
að gera eitthvað skemmtilegt, þau
eru formerki fyrir það sem á að
gera í götunni, eins konar upphaf
og útgangspunktur. Í þessu
umhverfi er andinn svo lifandi og
sterkur. Við verðum að halda að
okkur höndum í miðborginni þar
sem við eigum svo lítið eftir af
byggingararfinum.“
Margrét segist þó oft velta því
fyrir sér hvers vegna sum nýrri
húsin séu svona skelfileg. „Þá
hugsar maður „ Hvað voru menn
eiginlega að hugsa? Hvernig
komst þetta í gegnum borgar-
skipulag og byggingarnefnd?“ Það
er svo mikilvægt að skilgreina
betur markmiðin á Laugavegin-
um. Ásetningurinn verður að vera
afar skýr og meðferð einstakra
mála í samræmi við hann. Ef það
er niðurstaðan að halda í eldri
götumynd núna má ekki víkja
neitt frá því. Það verður að vera
einhver þungi á bakvið slíkar
viljayfirlýsingar. Það væri gott
fyrir borgaryfirvöld að ræða við
húseigendur sem eru áhugasamir
um að gera eitthvað og fá þá til að
sjá sinn ávinning í því að vinna
með því sem fyrir er í stað þess að
þurrka allt út og byggja svo
kannski eitthvað nýtt og enn verra
í staðinn.“ En hvernig myndi hún
vilja sjá Laugaveg framtíðar-
innar? „ Mér skilst að nú sé ein-
mitt verið að skilgreina miðborg-
ina sem sérstakt skipulagssvæði
þar sem stíga skal varlega til jarð-
ar. Svæði þar sem ákveðnar for-
sendur og reglur gilda, rammi
sem menn verða að laga sig að.
Þannig myndi borgin sýna for-
dæmi og hún ætti jafnvel að sýna
frumkvæði með því að huga að
útirýmunum og gera upp einstaka
hús af alúð til þess að sýna tæki-
færin sem í þeim liggja. Svo væri
auðvitað hægt að selja þau aftur
og gæti þá orðið góð fjárfesting
fyrir borgina. Fólk þarf að sjá
möguleikana sem felast í þessari
sögulegu byggð og ná henni aftur
á strik. Það er gaman að sjá staði
þar sem gamli bærinn er farinn að
birtast aftur, eins og á Þingholts-
stræti og Aðalstræti en það var
endurgert með þátttöku borgar-
innar.“
En sumir vilja nefna endurbygg-
ingu gamalla húsa eins konar
„Disneyvæðingu“ þar sem nýtt er
byggt sem gamalt og verður að
falsmynd? „Það er mjög réttmæt
ábending og slíkt ber að forðast.
En ef hlutirnir eru gerðir af ein-
hverju viti og tilfinningu fyrir við-
fangsefninu þá gerist það ekki.
Það er ekkert augljóst hvernig
best er að endurgera gömul hús,
stundum þarf að finna það tímabil
sem húsið var upp á sitt besta, eða
var hvað áhugaverðast. Arkitektar
þurfa þá að þekkja vel til sögu
hússins og kunna að laða fram það
besta í því. Stundum þurfa þeir
jafnvel að túlka húsið upp á nýtt og
taka sér smá skáldaleyfi, en menn
þurfa að vera meðvitaðir og trú-
verðugir í nálgun sinni. Hér á
Íslandi vill það gerast að umræðan
kristallast í afstöðu tveggja and-
stæðra fylkinga, sem eru hálfgerð-
ir sértrúarsöfnuðir. Annars vegar
er það fólkið sem vill aðeins gömul
hús og þá helst timburhús og alls
ekkert annað. Hins vegar er það
fólkið sem álítur að Ísland eigi að
taka þátt í hnattvæðingunni, ein-
ungis byggja splunku nýjar flottar
og alþjóðlegar byggingar til að
gera okkur sam keppnishæf við
erlendar stórborgir. En það er ekki
hægt að þvinga borgina í eitthvert
eitt sérstakt horf, þar sem allt
verður eins. Borgin hefur vaxið
mjög óskipulega og þar ægir öllu
saman og misstór hús frá mis-
mundandi tímum standa hlið við
hlið. Það verður að horfa á borgina
eins og hún er í eðli sínu og huga
vel að því hvernig hún þróast best,
hvað eigi að vernda, hvar að byggja
nýtt og hvað á að færa til fyrra
horfs. Borgin endur speglar ávallt
þá menningu sem hana byggði og
það er einmitt það sem gerir
Reykjavík svo forvitnilega og hún
er engu lík.“
Vill óháða nefnd um skipulag
miðborgarinnar
Þetta gerði Studio Granda einmitt
í hugmyndaleitinni í fyrra í sam-
vinnu við tvær aðrar stofur, Argos
og Gullinsnið.
„Þetta var mjög athyglisvert og
við gerðum meðal annars tillögur
um að endurvekja gömlu bygg-
ingarnar norðan Lækjartorgs,
endurbyggja Austurstræti 22,
endurgera skrúðgarð Árna Thor-
steinssonar, þrengja Lækjar-
götuna og opna lækinn þar aftur.
Einnig vildum við endurbyggja
Nýja bíó og lagfæra Lækjar götu
2, sem brann og stækka það hús.
Þetta eru hús sem eru nýhorfin
fyrir slysni og við erum í þeirri
stöðu að geta rétt kippt þeim til
baka og endurbyggt þau á heiðar-
legan hátt án þess að það verði
nokkuð gervilegt við það. Við
verðum að styrkja þennan fallega
kjarna sem við eigum eða áttum
allavega nýlega.“
Margrét er sannfærð um að
skipulagsmál hafi ekkert með
flokkspólitík að gera. „Ég held að
allir flokkar í Reykjavík séu sam-
mála um að það þurfi að halda vel
utan um miðbæinn. Það er mikill
skilningur fyrir því að varðveita
þennan byggingararfinn og við
þurfum að sýna mikla aðgát. En
borgin sjálf þarf að vísa veginn,
með hjálp aðila sem virkilega
gera þetta með opnum huga. Ég
myndi vilja sjá einhvern sem væri
ábyrgur fyrir uppbyggingu mið-
borgarinnar innan borgarinnar
óháð pólitík og hagsmunapoti og
hefði umboð til að halda utan um
þessi mál. Þriggja manna stjórn
til dæmis sem hefur einhverja
mannlega dýpt og skilning til að
greiða úr málum í ró og næði og
án alls þrýstings. Rétt eins og
Umboðsmaður Alþingis starfar,
væri gott að hafa umboðsmenn
gamla miðbæjarins, sem eins
konar forvörn, en ekki úrskurðar-
aðila eftirá. Sú stjórn þyrfti að
hafa víða sýn og ólíkan bakgrunn
en er auðvitað gagnslaus ef hún er
Við verðum að losa skipulags-
málin úr þessu peningaati
MARGRÉT HARÐARDÓTTIR ARKITEKT „Ég myndi vilja sjá einhvern sem væri ábyrgur fyrir uppbyggingu miðborgarinnar innan borgarinnar óháð pólitík og hagsmunapoti og hefði umboð til að halda utan um þessi mál.“
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Það er mjög vanmetið hvaða áhrif byggingar hafa á sálarlíf fólks en það gleymist
oft í skipulaginu. Skipulag á fyrst og fremst að tryggja hag heildarinnar, en ekki
einstakra fjárfesta eða athafnamanna.
Margrét Harðardóttir rekur arkitekta-
stofuna Studio Granda ásamt Steve
Christer en þau hönnuðu meðal annars
byggingar sem á sínum tíma voru afar
umdeildar: Ráðhús Reykjavíkur og
dómhús Hæstaréttar Íslands. Anna
Margrét Björnsson ræddi við Mar-
gréti um borgarskipulagsmálin í
dag, varðveislu gamla miðbæjar-
ins og þau umdeildu hús sem nú
kunna að rísa þar.
Framhald á bls. 30