Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 72
52 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR sport@fretta- FÓTBOLTI 97 daga bið lýkur í dag þegar sjö leikir fara fram í fyrstu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Veislan hefst með hádegisleik Arsenal og West Brom á Emirat- es leikvanginum, en Arsenal var taplaust á heimavelli sínum í deildinni á síðasta tímabili. Liverpool heimsækir Sunder- land þar sem allra auga verða á sóknarpari Liverpool, Fernando Torres og Robbie Keane. Juande Ramos, knatt- spyrnustjóri Tottenham, telur lið sitt nú nógu sterkt til þess að berjast á toppn- um en Tottenham mætir Middlesbrough í dag. Óvissa varðandi framtíð Dimitar Berbatov gæti þó sett strik í reikning- inn hjá Ramos. Everton mætir Blackburn en báðum liðum hefur gengið illa að styrkja leikmannahópa sína í sumar. Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður West Ham, er einnig búinn að halda að sér höndunum hvað varðar leik- mannakaup í sumar en lið hans mætir Wigan á Upton Park. Hull fær Fulham í heimsókn í fyrsta leik nýliða Hull í efstu deild í 104 ára sögu félagsins. Grétar Rafn Steinsson verður í byrjunarliði Bolton sem mætir Stoke en Heiðar Helguson er frá vegna meiðsla. Englandsmeistarar Manchester United hefja titilvörn sína á morgun gegn New- castle, en þá mætast einnig FH-banarnir í Aston Villa og Manchester City og Hermann Hreiðars- son og félagar í Ports mouth heim- sækja Chelsea. - óþ Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag: Biðin er loks á enda LEIKFÆR Wayne Rooney er klár í slaginn gegn Newcastle á morgun. NORDIC PHOTOS/GETTY Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson verður í eldlínunni með félagi sínu Bolton sem mætir nýliðum Stoke í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Grétar Rafn er eðlilega fullur tilhlökkunar og telur sig vera í fínu standi fyrir komandi átök í deildinni. „Ég hlakka mjög til að þetta fari allt saman af stað. Undirbúningstímabilið gekk vel, ég er að spila mikið og hef sem betur fer alveg sloppið við meiðsli,“ sagði Grétar Rafn. Siglfirðingurinn knái fékk mikið lof fyrir frammi- stöðu sína með Bolton á síðasta tímabili og hefur hug á því að halda sínu striki áfram. „Maður verður bara að gera það sem fyrir mann er lagt og leggja sig allan fram, þá leikur maður vel. Svo einfalt er það,“ sagði Grétar Rafn. Bolton þurfti að berjast fyrir tilverurétti sínum í úrvals- deildinni á síðustu leiktíð. Eftir að hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum um haustið var félagið í bullandi fallbaráttu nánast allt tímabilið. Frábær endasprettur þar sem Bolton var taplaust í fimm síðustu leikjunum, vann þrjá og gerði tvö jafn- tefli nægði að lokum félaginu til þess að halda sæti sínu í deildinni en Grétar Rafn vonast eftir betri árangri á komandi tímabili. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja tímabilið vel og fyrstu leikirnir segja í raun um það hvar liðið stendur í samanburði við önnur lið í deildinni. Það er því mikill hugur í okkur að koma af krafti inn í tímabilið,“ sagði Grétar Rafn. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á leikmanna- hópi Bolton eins og gengur og gerist og leikmenn á borð við El-Hadji Diouf, Stelios Giannakopoulos og Ivan Campo eru horfnir á braut. Bolton hefur keypt fjóra nýja leikmenn, þá Fabrice Muamba, Mustapha Riga, Danny Shittu og framherjann sænska Johan Elm- ander. „Það verður spennandi að sjá hvernig nýju leikmenn- irnir koma inn í þetta hjá okkur. Það fer náttúrlega gott orð af Johan Elmander og hann hefur skorað mikið af mörkum á sínum ferli og nú er bara að bíða og sjá hvort hann nái að pluma sig vel í ensku úrvalsdeildinni og aðlagast leik okkar,“ sagði Grétar að lokum. GRÉTAR RAFN STEINSSON: ER FULLUR TILHLÖKKUNAR FYRIR TÍMABILIÐ Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI SEM HEFST Í DAG Mikilvægt fyrir okkur að byrja tímabilið af krafti FÓTBOLTI Guðmundur Steinarsson hefur spilað frábærlega í sumar og er nú annar tveggja marka- hæstu leikmanna Landsbanka- deildar karla með 11 mörk í 14 leikjum. Um leið hefur Guðmund- ur stungið sér upp í annað sætið yfir markahæstu leikmenn Kefla- víkur í efstu deild en hann hefur skorað 59 mörk fyrir félagið. Það er aðeins einn Keflvíkingur sem hefur skorað fleiri mörk – faðir hans Steinar Jóhannsson sem skoraði 72 mörk á árunum 1970 til 1980. Guðmundur er enn á besta aldri og ætti því að eiga góðan möguleika á að taka metið af föður sínum á næstu árum. „Ég verð að viðurkenna það að ég hef verið að gjóa augunum að þessu meti annað slagið og fylgj- ast með því hvað maður ætti mörg mörk eftir til að ná honum. Þetta er óneitanlega farið að styttast,“ segir Guðmundur og bætir við: „Nú fer maður að gera alvöru atlögu að þessu meti á næstunni. Á maður ekki að segja það að maður hætti ekki fyrr en maður er búinn að ná pabba,“ segir Guðmundur í léttum tón. „Ef strákurinn heldur áfram að skora eins og í sumar þá gæti metið verið fokið á næsta ári. Það væri flott ef hann næði metinu sem fyrst,“ segir Steinar Jóhanns- son, methafi og faðir Guðmundar. „Það er kominn tími á þetta met því það er orðið svo langt síðan maður skoraði þessi mörk. Það er samt mjög gaman að hafa átt þetta met svona lengi,“ segir Steinar, sem skoraði mörkin 72 í aðeins 139 leikjum. Guðmundur var í 4. sæti fyrir þetta tímabil en hefur komið sér upp fyrir þá Ragnar Margeirsson og Óla Þór Magnússon. „Það er ákveðinn heiður að hafa komist fram úr þeim því þeir voru báðir goðsögn í Keflavík þegar maður var að alast upp. Þetta voru þeir leikmenn sem maður horfði upp til og því mjög skemmtilegt að hafa komist fram úr þeim,“ segir Guðmundur. Það má segja að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni hvað varðar markahæfi- leika feðganna en það finn- ast þó varla ólíkari leik- menn og sem dæmi um það er Guðmundur örvfættur en Steinar faðir hans er rétt- fættur. „Ég held að hann hafi ekki verið neitt rosalega svipaður mér. Hann var talinn vera mjög snöggur leik- maður og var réttur maður á réttum stað. Maður heyrir að hann hafi verið klókur að koma sér í færi og skora,“ segir Guðmundur og bætir við: „Eina samlíkingin sem ég hef heyrt um okkur er að við höfum báðir verið duglegir að skora mörk. Við höfum ekki verið taldir vera líkir leikmenn,“ segir Guð- mundur og Steinar tekur undir það. „Hann er öðruvísi leikmaður en ég var. Hann skýlir boltanum betur, er betri skallamaður og betri skotmaður. Ég var meira á fartinni og ferðinni,“ segir Steinar, sem fylgist vel með stráknum. „Maður fær alltaf nytsamlega punkta frá honum annað slagið og hann fylgist mjög vel með. Hann mætir á langflesta leiki sem maður spilar,“ segir Guðmundur. Keflavík er í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni en félagið hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1973, sem var einmitt síð- asta tímabilið sem Steinar skorað tíu mörk í deildinni. „Ég vona að hann skori einhver mörk í viðbót en maður veit aldrei. Maður vonar bara að liðið standi upp úr og spjari sig. Ef þeir halda dampi og vinna þessa leiki sína þá ættu þeir að geta verið í bar- áttunni við Val og FH,“ segir Steinar. Bæði Guðmundur og Steinar hafa orðið marka- hæstir í efstu deild, Guð- mundur sumarið 2000 en Steinar nítján árum áður, sumarið 1971. Þriðji marka- kóngur Keflavíkur í sögunni er einnig í fjölskyldunni en Jón bróðir Stein- ars náði einnig að verða markahæstur 1966. ooj@frettabladid.is Hætti ekki fyrr en ég næ pabba Guðmundur Steinarsson er orðinn annar markahæsti leikmaður Keflavíkur og vantar nú þrettán mörk til þess að jafna met föður síns Steinars Jóhannssonar. Menn eru sammála um að þeir séu mjög ólíkir leikmenn. ÞRÍR ÆTTLIÐIR MARKASKORARA? Guðmundur Steinarsson, Guðni Ívar Guðmunds- son og Steinar Jóhannsson. VÍKURFRÉTTIR/HILMAR BRAGI Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar STEINAR JÓHANNSSON Ár í boltanum: 1969-1982 Leikir/mörk: 139/72 (0,52 í leik) Markakóngur: 1 (1971) Mörk fyrir tvítugt: 15 Mörk 20-24 ára: 35 Mörk eldri en 25 ára: 22 GUÐMUNDUR STEINARSSON Ár í boltanum: 1996- Leikir/mörk: 163/59 (0,36 í leik) Markakóngur: 1 (2000) Mörk fyrir tvítugt: 3 Mörk 20-24 ára: 25 Mörk eldri en 25 ára: 31 MARKAFEÐGARNIR MARKAHÆSTIR HJÁ KEFLAVÍK Í EFSTU DEILD 1. Steinar Jóhannsson 72 2. Guðmundur Steinarsson 59 3. Óli Þór Magnússon 57 4. Ragnar Margeirsson 49 5. Þórarinn Kristjánsson 48 > Spila um bronsið við Svía á sunnudag Íslenska 18 ára landsliðið tapaði með fimm mörkum, 28-33, fyrir Þjóðverjum í undanúrslitaleik Evrópu- mótsins í handbolta í Tékklandi í gær. Ísland mætir Svíþjóð í leiknum um þriðja sætið á sunnudaginn. Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafs- son (sjá mynd) var markahæstur með átta mörk en FH-ingurinn Aron Pálmason var með 5 mörk og 5 stoðsendingar. Þá skoruðu þeir Oddur Grétarsson frá Akureyri og Ragnar Jóhannsson frá Selfossi fjögur mörk hvor. FÓTBOLTI Stjarnan hélt spennunni í baráttunni um sæti í Landsbanka- deild karla með því að vinna 6-1 sigur á Selfossi í 1. deild karla í gær. Selfoss hefði náð níu stiga forskoti á Garðbæinga með sigri en nú munar aðeins þremur stigum á liðunum tveimur. Þorvaldur Árnason og Ellert Hreinsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Stjörnuna og þeir Zoran Stojanovic og Halldór Orri Björnsson eitt hvor en Henning Jónasson minnkaði muninn. Tveir aðrir leikir fóru fram í gær; Njarðvík vann Hauka 2-1 og KS/Leiftur og KA gerðu marka- laust jafntefli. - óój 1. deild karla í fótbolta í gær: Stjörnusigur og áfram spenna ÁFALL Dusan Ivkovic í liði Selfoss fékk rautt spjald á 14. mínútu fyrir brot á Zoran Stojanovic. FRÉTTBLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.