Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 33
DANSKIR DAGAR HEFJAST Í DAG Í STYKKISHÓLMI OG DRAGA TIL SÍN BROTTFLUTTA OG FLEIRI GESTI. ÍBÚ- ARNIR HAFA ÞEGAR SKREYTT HÚS SÍN OG GÖTUR. Grillveislur verða víða í Stykkishólmi í kvöld og fara matsmenn um bæinn að meta veisluföng, skreyt- ingar og söng til verðlauna. Aðalhátíðis dagurinn er svo á morgun, og þá verður gengið fylktu liði frá grunnskólanum á hátíðasvæðið, sem heitir Tív- olí til heiðurs því danska, þar sem glæsileg dag- skrá verður fyrir alla fjölskylduna. Um kvöldið er bryggjuball og flugeldasýning í Súgandisey. Þetta er fimmtánda hátíðin með þessum brag í Stykkis- hólmi og að sjálfsögðu verður danski fáninn við hún alla helgina. Heimild/Skessuhorn Danskur fáni við hún Fjölbreytt dagskrá er í boði á Dönskum dögum í Stykkishólmi. Nýr golfvöllur verður vígður í dag að Indriðastöðum í Skorra- dal þegar fyrstu níu holurnar verða teknar í gagnið af tuttugu og sjö. „Við erum með boðsmót fyrir klúbbfélaga og vini og verður ræst klukkan 11 í fyrsta hring og klukk- an 14 í annan þannig að það verða um 100 manns sem spila fyrsta daginn,“ segir Jón G. Sandholt ánægjulegur þegar hann er spurð- ur út í vígslu nýs golfvallar á Indriðastöðum í Skorradal. Jón er eigandi staðarins ásamt konu sinni Láru Sandholt og þar eru þau að koma upp stórri frístundabyggð ásamt 27 holu golfvelli svo þetta er bara byrjunin. Golfklúbbur Skorradals var stofnaður á síðasta ári og er kominn í Golfsamband Íslands, að sögn Jóns. 200 félagar skráðu sig svo hann fer vel af stað. Framkvæmdir við golfvöllinn hófust sumarið 2004 og Jón segir landsliðið í golfvallargerð hafa komið að þeim. Vallarstjóri er Haraldur Már Stefánsson. - gun Ræst í fyrsta hring Ungverjarnir Istvan og Yoenne unnu að gerð skrauttjarna á golfvellinum. MYND/HARALDUR MÁR Árlegir Djúpavíkurdagar eru haldnir nú um helgina og þar verður veisla. Kajaksiglingar, kerlingafleyting- ar í fjörunni, tónleikar með hljóm- sveitinni Hrauni og útsýnisferð á bátnum Djúpfara eru á meðal dag- skráratriða Djúpavíkurdaga sem hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Hótel Djúpavík verður með kræsingar á borðum: hefð- bundinn kvöldverð í kvöld, sjávar- réttahlaðborð annað kvöld og á sunnudaginn verður þar síðasta kaffihlaðborð sumarsins. Gamla síldarverksmiðjan skip- ar sinn sess á hátíðinni. Skoðunar- ferðir verða um hana alla dagana klukkan 14 og þar verður leikritið Vinir sýnt klukkan 20 í kvöld. Eftir sýninguna býður hótelið upp á kaffisopa áður en haldið er í mið- næturrölt klukkan 24 þar sem Djúpavíkurhringurinn verður gengin með leiðsögn. - gun Kajaksigling og kræsingar Hótel Djúpavík er miðpunktur hátíða- haldanna. NESTI er gott að taka með sér í ferðalög þótt þau séu stutt, fyrir börnin. Það skapar alltaf skemmtilega stemn- ingu að stoppa og borða nestið úti í náttúrunni. Fídjieyjar eru lýðveldi í Kyrrahafinu. Eyjaklasinn er rúmlega 300 eyjar og 500 smáeyjar. Íbúafjöldi er tæplega níu hundruð þúsund manns en eyjarnar fengu sjálfstæði frá Bretlandi 10. október árið 1970. wikipedia.org BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Kynning fyrir fagaðila í ferðaþjónustu á starfsemi Sérferða ehf fyrir sumarið 2009 verður haldin á næstunni. Áhugasamir vinsamlegast hafi ð samband við Magnús í síma 892-0099 eða á info@puffi nexpress.is Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.