Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 34
Marta Rúnarsdóttir hefur fram-
leitt skó undir merkinu Logo69 frá
árinu 1996. Hún sendir frá sér nýja
línu tvisvar á ári en bætir auk þess
við nýjum týpum á sex vikna
fresti.
Marta er þekkt fyrir skvísulega
skó og háa hæla og í vetur verður
rúnuð tá af ýmsum gerðum áber-
andi í bæði ökklaskóm, stígvélum
og hælum. Skærrauður, gulllitaður
og Barbie-bleikir litir koma inn
ásamt dýraprenti og gullspennum.
Svarti liturinn verður síðan á
sínum stað.
Marta er með höfuðstöðvar í
London en skórnir hennar fást víða
um heim. „Við erum mikið í Bret-
landi og Skandinavíu og erum með
skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn
og Portúgal, þar sem skórnir eru
framleiddir. Nýlega vorum við svo
að bæta við löndum eins og Rúss-
landi, Eistlandi og Litháen,“ upp-
lýsir Marta.
Hér heima fást skórnir í Kaup-
félaginu og Steinari Waage. Í Bret-
landi er þá helst að finna í stór-
um verslunarkeðjum eins og
Top Shop, Kurt Geiger og
Oasis.
Marta segir mikið hafa
breyst á þeim rúma áratug
sem hún hefur rekið fyrir-
tækið. „Tísku-
straumarnir
eru mjög
breytilegir og
hraðinn í
tískuheimin-
um mikill.
Mér finnst þó
auðveldara að
hanna nú en áður
og hugmyndirnar
bara streyma í
gegnum mig,“
segir hún glöð í bragði. Marta
hannar allt frá flatbotna skóm
upp í níu sentímetra hæla.
„Ég er þó þekktust fyrir háa
hæla. Margar konur lýsa
einnig ánægju sinni með inn-
leggin mín „Soft step by
Marta“ en þau byggi ég inn í
alla skó. Konur sem eru
vanar því að ganga á
hælum segjast finna
mikinn mun og líkja
innleggjunum við að
ganga á teppi.“
vera@frettabladid.is
BELTI geta lífgað upp á látlausan klæðnað.
Ef fólk er í öllu svörtu er flott að vera til
dæmis með gullbelti til að fá smá lit.
Skvísulegir háir hælar
Skóhönnuðurinn Marta Rúnarsdóttir framleiðir skvísuskó og hefur haslað sér völl í tískuheiminum víða
um heim. Í vetur verða skærrauðir, gullitaðir og Barbie-bleikir litir áberandi ásamt rúnaðri tá.
Bleikir og
sætir.
Hárauðir með
gullspennu.
Svartir og
klassískir.
Marta Rúnarsdóttir
sendir frá sér
nýja línu tvisvar á
ári en bætir auk
þess reglulega við
nýjum týpum.
Í vetrarlínunni má
sjá ýmiss konar
dýraprent.
Gullskór með böndum
upp ristina.
Barack Obama veitti komandi sumarlínu Versace innblástur.
Barack Obama hefur greinilega víðtæk
áhrif, ekki bara innan stjórnmálaheims-
ins. Þegar Donatella Versace kynnti
sumarlínu karlatískunnar fyrir árið 2009
kallaði hún Obama „mann augnabliks-
ins“ og tileinkaði honum línuna. Í
framhaldi af því sagði hún fötin vera
fyrir afslappaða nútímamenn sem þyrftu
ekki að kreppa vöðvana til að sýna vald
sitt.
Í viðtali eftir sýninguna gaf Donatella
Obama nokkur ráð varðandi áframhald-
andi kosningabaráttu. „Ég myndi sleppa
bindinu og poppa upp skyrtuna,“ sagði
Donatella en engin bindi var að finna á
sýningu hennar og skyrtur undir jökkum
voru annað hvort mjög frjálslegar með
uppbrettum ermum eða einfaldlega skipt
út fyrir silkistuttermaboli. - mþþ
Obama var fyrirmyndin
Donatella Versace
kallaði Barack Obama
„mann augnabliksins“
og lýsti honum sem
afslöppuðum nútíma-
manni.
Sumartískan frá
Versace fyrir árið
2009.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
IM
A
G
ES
Barbie-
bleikir.
Mörkinni 6, s. 588 5518
BIG JUMP
NÝTT Á ÍSLANDI
Stærðir
32-39
VERÐ
KR.9.995