Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 34
Marta Rúnarsdóttir hefur fram- leitt skó undir merkinu Logo69 frá árinu 1996. Hún sendir frá sér nýja línu tvisvar á ári en bætir auk þess við nýjum týpum á sex vikna fresti. Marta er þekkt fyrir skvísulega skó og háa hæla og í vetur verður rúnuð tá af ýmsum gerðum áber- andi í bæði ökklaskóm, stígvélum og hælum. Skærrauður, gulllitaður og Barbie-bleikir litir koma inn ásamt dýraprenti og gullspennum. Svarti liturinn verður síðan á sínum stað. Marta er með höfuðstöðvar í London en skórnir hennar fást víða um heim. „Við erum mikið í Bret- landi og Skandinavíu og erum með skrifstofur bæði í Kaupmannahöfn og Portúgal, þar sem skórnir eru framleiddir. Nýlega vorum við svo að bæta við löndum eins og Rúss- landi, Eistlandi og Litháen,“ upp- lýsir Marta. Hér heima fást skórnir í Kaup- félaginu og Steinari Waage. Í Bret- landi er þá helst að finna í stór- um verslunarkeðjum eins og Top Shop, Kurt Geiger og Oasis. Marta segir mikið hafa breyst á þeim rúma áratug sem hún hefur rekið fyrir- tækið. „Tísku- straumarnir eru mjög breytilegir og hraðinn í tískuheimin- um mikill. Mér finnst þó auðveldara að hanna nú en áður og hugmyndirnar bara streyma í gegnum mig,“ segir hún glöð í bragði. Marta hannar allt frá flatbotna skóm upp í níu sentímetra hæla. „Ég er þó þekktust fyrir háa hæla. Margar konur lýsa einnig ánægju sinni með inn- leggin mín „Soft step by Marta“ en þau byggi ég inn í alla skó. Konur sem eru vanar því að ganga á hælum segjast finna mikinn mun og líkja innleggjunum við að ganga á teppi.“ vera@frettabladid.is BELTI geta lífgað upp á látlausan klæðnað. Ef fólk er í öllu svörtu er flott að vera til dæmis með gullbelti til að fá smá lit. Skvísulegir háir hælar Skóhönnuðurinn Marta Rúnarsdóttir framleiðir skvísuskó og hefur haslað sér völl í tískuheiminum víða um heim. Í vetur verða skærrauðir, gullitaðir og Barbie-bleikir litir áberandi ásamt rúnaðri tá. Bleikir og sætir. Hárauðir með gullspennu. Svartir og klassískir. Marta Rúnarsdóttir sendir frá sér nýja línu tvisvar á ári en bætir auk þess reglulega við nýjum týpum. Í vetrarlínunni má sjá ýmiss konar dýraprent. Gullskór með böndum upp ristina. Barack Obama veitti komandi sumarlínu Versace innblástur. Barack Obama hefur greinilega víðtæk áhrif, ekki bara innan stjórnmálaheims- ins. Þegar Donatella Versace kynnti sumarlínu karlatískunnar fyrir árið 2009 kallaði hún Obama „mann augnabliks- ins“ og tileinkaði honum línuna. Í framhaldi af því sagði hún fötin vera fyrir afslappaða nútímamenn sem þyrftu ekki að kreppa vöðvana til að sýna vald sitt. Í viðtali eftir sýninguna gaf Donatella Obama nokkur ráð varðandi áframhald- andi kosningabaráttu. „Ég myndi sleppa bindinu og poppa upp skyrtuna,“ sagði Donatella en engin bindi var að finna á sýningu hennar og skyrtur undir jökkum voru annað hvort mjög frjálslegar með uppbrettum ermum eða einfaldlega skipt út fyrir silkistuttermaboli. - mþþ Obama var fyrirmyndin Donatella Versace kallaði Barack Obama „mann augnabliksins“ og lýsti honum sem afslöppuðum nútíma- manni. Sumartískan frá Versace fyrir árið 2009. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY IM A G ES Barbie- bleikir. Mörkinni 6, s. 588 5518 BIG JUMP NÝTT Á ÍSLANDI Stærðir 32-39 VERÐ KR.9.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.