Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 58
38 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR HELGARKROSSGÁTAN Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 kr .s m si ð 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: i i i li i i : Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON i i : Þú gætir unnið Meet The Spartans á DVD! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Leystu krossgát una! Fáar sjónvarpsþjóðir standa Bretum framar þegar kemur að því að færa sögu sína í sjónvarpsbúning. Ekki aðeins eru Bretar bandóðir í að búa til vandaðar heimildaþáttaraðir um sögu sinnar þjóðar og annarra; þeir eru einnig gjarnir á að færa söguna í leikinn búning og auka þannig talsvert á skemmtanagildi hennar. Tvær leiknar sagnfræðilegar þáttaraðir láta nokkuð á sér bera í sjónvarpsdagskrám Breta um þessar mundir: annars vegar þáttaröð sem byggir á ævi Saddams Hussein og hefur verið líkt við blöndu af Dynasty og The Sopranos og hins vegar nýjasta þáttaröðin um Hinrik áttunda, en við Íslendingar fáum reyndar að njóta hennar líka um þessar mundir, þökk sé framapoti Anitu Briem. Þessar þáttaraðir hafa þó báðar, Túdor-þættirnir reyndar í talsvert meiri mæli en Saddam-þættirnir, fengið á sig nokkra gagnrýni fyrir ónákvæma meðferð á sögulegum staðreyndum. Á móti má spyrja: hvernig dettur fólki í hug að gagn- rýna leikna þáttaröð fyrir óná- kvæmni? Hér er um að ræða leikið sjónvarpsefni; eðli málsins sam- kvæmt getur það ekki verið raunsætt, slíkar eru kröfur skemmtanaiðnaðar- ins. Áhorfendum er hollast að slaka bara á og njóta sjónarspilsins. Sögulegar heimildaþáttaraðir þurfa sjaldnar að glíma við ásakanir um ónákvæmni; aftur á móti liggja þær oft undir ámæli fyrir að skorta skemmtanagildi. Guðleysinginn Richard Dawkins sprangar um þessar mundir um sjónvarpsskjái bresku þjóðarinnar og rekur ævi og störf snillingsins Charles Darwin. Dawkins er mikið niðri fyrir, enda er kenning Darwins um náttúruval eitt af hans helstu vopnum í baráttunni við ofsatrúarfólk hvarvetna í heiminum. Þættirnir hafa almennt hlotið nokkuð góða dóma breskra sjónvarpsrýna, en hafa þó legið undir ámæli fyrir þann pólitíska tón sem Dawkins viðhefur í frásögn sinni. Tónninn þykir óviðeigandi þegar mið er tekið af því að Darwin var sjálfur hógvær og friðsamur maður sem gerði sér fullvel grein fyrir hve eldfimar hugmyndir hans um þróun lífs á jörðinni voru. Til marks um varfærni hans má nefna að honum tókst að vera giftur strangtrúaðri konu í fjöldamörg ár án þess að kæmi til árekstra þeirra í millum vegna sköpunarsögunnar. Það má því setja spurningarmerki við túlkun ofsafengins trúleysingja á ævi Darwins. Hussein, Darwin og Hinrik áttundi heima í stofu HORFT ÚT Í HEIM Vigdís Þormóðsdóttir HLJÓMSVEITIN ESJA Hljómsveitin hefur gefið út sína fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hljómsveitin Esja gaf út sína fyrstu plötu nú á dögunum. Hljómsveitin hefur verið starf- rækt í um tvö ár og varð til sem samstarf tónlistarmannanna og vinanna Daníels Ágústs og Krumma, en er nú fimm manna hljómsveit. Hljómsveitin hyggst fylgja nýrri plötu eftir með tón- leikahaldi og verða útgáfutón- leikar á Nasa hinn 21. ágúst næst- komandi. „Við Daníel byrjuðum að fikta og semja saman fyrir tveimur árum. Við fengum svo til liðs við okkur nokkra góða vini til þess að aðstoða okkur við spilamennskuna og úr varð hljómsveitin Esja,“ segir Krummi um tilurð hljómsveitar- innar. Tónlistinni lýsir Krummi sem rokki af gamla skólanum og er hún ólík þeirri tónlist sem hann og Daníel hafa verið að gera áður. „Þetta er blanda af klassísku gítarrokki, blús og fenjatónlist og við sækjum mikinn innblástur í rokktónlist sjöunda og áttunda áratugarins. Bjarni úr Mínus spilar með okkur á svokallaðan „slidegítar“ og við erum ekki með bassaleikara í hljómsveitinni.“ En hvað tekur við nú þegar fyrsta platan hefur litið dagsins ljós? „Fyrst og fremst mikið tónleikahald til þess að kynna plötuna og svo þurfum við bara að setjast niður og semja efni fyrir næstu plötu.“ - sm Fenjatónlist í bland við blús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.