Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 22
 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Ó skar Bergsson var í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 en tók annað sætið eftir að Anna Kristinsdóttir hafnaði því. Á örskots- stundu hefur hann risið upp á stjörnuhiminn stjórnmálanna og er eftir síðustu breyting- ar í borgarstjórn einn valdamesti maður borgar- innar. Óskar er ákveðinn og fylginn sér en þó léttlyndur og skapgóður sem er góð blanda fyrir stjórnmála- mann og ef til vill ástæða þess hversu langt hann hefur náð. Í æsku reyndi strax á félags- hæfni hans því hann var sífellt að flytja og telst fjölskyldu hans til að hann hafi verið í sjö grunn- skólum. En hann var fljótur að aðlagast og eignast vini á öllum stöðum. Hann heldur ennþá miklu sambandi við vini sína frá unglingsárunum. Sá hópur kynntist í Ármúlaskóla og hafði mestan áhuga á knatt- spyrnuiðkun. Enn í dag hittast þeir vikulega til að spila fótbolta og kalla sig Gulldrengina. Í þeim hópi eru bæði Guðmund- ur Torfason og Arnór Guðjohn- sen, knatt- spyrnumenn. Eftir grunn- skólann hóf Óskar nám í Fjölbraut í Breiðholti. Hann lauk þó ekki náminu þar af því að rétt eftir að hann varð nítján ára eignaðist hann sitt fyrsta barn með fyrri konunni sinni, Margréti Óskarsdóttur. Þá ákvað hann að fara í praktísk- ara nám frá sjónar hóli peninganna og skráði sig í Iðnskólann í Reykjavík. Þaðan útskrifað- ist hann með sveinspróf í húsasmíði og síðar meistara- próf. Hann starfaði svo sem húsasmiður undir hand- leiðslu Kristins Sveinssonar byggingameist- ara frá 1983 til 1989 þegar hann tók við starfi byggingastjóra hjá Eykt. Eftir að hann hætti þar hefur hann unnið ýmis störf, til að mynda sem blaðamaður og framkvæmdastjóri. Í byrjun tíunda áratugarins kynntist Óskar svo núverandi konunni sinni, Jóhönnu Björnsdóttur. Þau eignuðust svo tvo stráka, þann fyrri í nóvember 1995 og þann seinni í sama mánuði tveimur árum síðar. Óskar er óhræddur við að takast á við ný verk- efni. Fyrir fjórum árum síðan dreif Óskar sig aftur á skólabekk þegar hann skráði sig í Tækniháskóla Íslands, sem nú heitir Háskólinn í Reykjavík. Hann setti það ekki fyrir sig að hafa ekki verið í skóla ára- tugum saman, sem sýnir að hann getur tekið krefjandi ákvarðanir og lagt sjálfan sig að veði. Þaðan útskrifaðist hann með meistaragráðu í rekstrarfræði. Léttlyndi Óskars og skapferli dregur að sér fólk og hann á mikið af vinum og kunningjum. Hann er einn af þeim sem oft er fenginn til að vera veislu- stjóri. Hann ræktar vini sína vel og er duglegur að standa fyrir ýmsum skemmt- unum. Til dæmis hafa Gulldreng- irnir staðið nokkrum sinnum fyrir Grímuballi í Iðnó við góðan orðstír. Þá heldur hver þeirra veislu heima hjá sér fyrir vini og fjölskyldur og svo sækir rúta gestina og keyrir á sjálft ballið. Þannig hafa þeir blandað saman ólíkum hópum fólks. Fyrir nokkrum árum leigðu hjónin skoskan herragarð með vinum Jóhönnu. Þannig að það má segja að hann kunni að skemmta sér. Hann er að sögn ástríðufull- ur gleðimaður sem getur gleymt sér í stundinni. Ástríðan er þó ekki bara kostur heldur getur hún líka birst í hvatvísi og bráðlæti sem er einn af göllum hans samkvæmt vinum. Þeir segja að hann sé „no-nonsense- náungi“ sem vill ekki standa í neinu kjaftæði heldur ganga beint til verks. Í pólitík hefur Óskar sérstakan áhuga á skipu- lags- og bygg- ingamálum. Hann hefur enda sinnt hinum ýmsu störfum á því sviði í gegnum tíðina. Auk byggingarstjóra- stöðunnar hjá Eykt hefur hann starfað sem verkefnisstjóri hjá Bygginga- deild borgar- verkfræðings og við ýmis sjálfstæð verkefni á þessu sviði. Hann var formaður bygginga- nefndar Reykjavíkur frá 1998 til 2000 og varaformaður skipulags- og bygginganefndar næstu tvö árin. Auk alls þessa hefur hann verið formaður skipulagsnefndar um miðhálendi Íslands frá 1999. Utan stjórnmálanna er helsta áhugamál Óskars útivist. Þeir sem þekkja hann nefna allir, þegar spurt er um persónuleika Óskars, hversu mikið náttúrubarn hann sé. Hann veit ekkert betra en að vera úti í náttúrunni annaðhvort í fjallgöngum eða á hestbaki og er sagður hálfgerður sveitakall. Helst vill hann fara upp í hesthús daglega, þó svo að einmitt þessa dagana sé ekki mikill tími aflögu. Nú verður hann því að láta sér nægja að sinna hestunum þegar stund gefst milli stríða – en sinna þá borgarbúum þeim mun betur. 170. Tölub lað - 6. ár gangur - 1 3. júlí 200 8 www.rem ax.is Einn öflug asti faste ignavefur landsins Allar faste ignasölur eru sjálfs tætt rekn ar og í ein kaeign FRAMÚRS KARANDI SÖLUFU LLTRÚAR FRAMÚRS KARANDI ÁRANGU R Berglind Hólm Birgisdót tir Sölufulltrú i 694 4000 berglind@ remax.is Opin hús mánuda g og þrið judag Furugrun d 74 - 200 Kópavog ur Opið hús mánudag frá 17:30 - 18:00 Góð 4ra herbergja íbúð á fr ábærum stað í Kópavogi. Tvö sve fnherbergi eru inna n íbúðar en eitt er mjög stór t 16 fm h erbergi í k jallaria og hentar til ú tleigu ( 30 -35 þús k r leigutekju r) Opið hús mánudag frá 18:30 - 19:00 Frábær 3 ja herb. í búð á 2. hæð í litl u fjölbýli. Sérinngan gur er af svölum. Íb úðin er a lveg út við golfvö ll í Salahv erfinu. Eik arparket e r á gólfi. Þvottahús er innan í búðar me ð glugga. Opið hús mánudag frá 17:30 - 18:00 Mjög rúm góð og bj ört endaíb úð á 3ju h æð með bílskúr á þ essum ba rnvæna st að í Grafar voginum. Stórir glug gar í eldhú si og stofu eru byggð ir út og útsýnið er einstakt. Opið hús mánudag frá 18:30 - 19:00 Glæsileg 5 herberg ja íbúð m eð sérinng angi og stórkostle gu útsýni. Eignin er m jög björt o g í enda með tvenn um svölum . Allar innré ttingar og hurðar eru úr birk i. Verð: 21. 900.000 Herbergi: 3-4 Stærð: 85 fm OPIÐ HÚS Rjúpnasa lir 4 - 201 Kópavog ur Verð: 26.5 00.000 Herbergi: 3 Stærð: 96 fm Sporham rar 6 - 11 2 Reykjav ík Verð: 29.9 00.000 Herbergi: 3 Stærð: 13 0 fm Bílskúr: já Bílskúr: já OPIÐ HÚS Kristnibra ut 73 - 11 3 Reykjav ík Verð: 38.9 00.000 Herbergi: 5 Stærð: 15 0 fm Bílskúr já Hrísmóar 4 - 210 G arðabær Opið hús þriðjudag frá 18:30 - 19:00 Mjög vel skipulagt og fallegt parhús á tveimur hæðum m eð bílskúr og falleg um garði. Svefn- herbergi eru 4. Örs tutt er í s kóla, leiks kóla og íþróttaaðs t. Einstök eign.Opið hús þriðjudag frá 17:30 - 18:00 Mjög rúm góð og b jört 3ja h erbergja e ndaíbúð með yfi rbyggðum svölum í L og stæði í bílageyms lu í góðu lyftuhúsi í hjarta Gar ðabæjar. Stutt í alla helstu þjó nustu. Opið hús þriðjuda g frá 17:3 0 - 18:00 Mjög falle ga neðri s érhæð á þessum r ólega og góða stað í Hafnarfir ðinum. Ei gn er um 1 40 fm en aðeins eru skráðir 80 fm hjá FM R. Í eignin ni eru 2 svefnherb ergi og 2 s tofur. Opið hús þriðjuda g frá 18:3 0 - 19:00 Glæsilegt 5herbergja endar aðhús með innbyggðu m bílskúr og ca 70f m nýlegri timbur- verönd m eð heitum potti og fallegum v iðhalds- litlum garð i á góðum útsýnissta ð.. Verð: 25.9 00.000 Herbergi: 3 Stærð: 10 7 fm Bílageym sla: já Langamý ri 53 - 210 Garðabæ r Verð: 53.9 00.000 Herbergi: 6 Stærð: 17 7 fm OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Efstahlíð 6 - 220 H afnarfjörð ur Verð: 32.9 00.000 Herbergi: 4 Stærð: 14 0 fm Vesturtún 16 - 225 Álftanes Verð: 47.5 00.000 Herbergi: 5 Stærð: 17 8 fm OPIÐ HÚS 694 400 0/694 47 00 RE/MAX Torg - Ga rðatorgi 5 - 210 Ga rðabær - Sími: 520 9595 - w ww.rema x.is OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Þinghóls braut 45 200 Kópa vogur Jarðhæð m eð verönd Verð: 22 .500.000 Rúmgóða 3ja herb. íbúð á jarð hæð í sny rtilegur og góðu 5íbú ða fjölbýli, með útge ngi á hellu lagða verö nd og vel gró inn garð. Sér bílastæ ði fylgir íb úð. Stór s érgeymsla sem er e kki inní fm íbúðar. H úsið var m álað fyrir 2árum og lítur m jög vel út .Fallegt m ahogony parket á gólfum. S tofa og e ldhús eru í opnu rý mi, eldunarey ja með k eramikhell uborði og háf, vegg ofn og in nbyggður ískápur. Gott íbúð arlán fylgi r með 4,15@ Erlendur D avíðsson Lögg. fast eignasali Ingvaldsdó ttir Rólegt o g gott um hverfi RE/MAX Eignastý ring - Sí ðumúli 7 - 105 Re ykjavík - Sími: 53 44040 - www.rem ax.is Lyngmóa r 6 210 Garða bær Íbúð með útsýni Stærð: 8 9,5 fm Fjöldi he rbergja: 2 Bygginga rár: 1978 Brunabó tamat: 14 .700.000 Bílskúr: Já Björt og s kemmtileg a 2ja herb ,íbúð með bílskúr, b úið er að endurnýja íbúðina a ð mestu. Mikið og flott útsýni úr stofu og herb. Yfir byggðar s valir sem tengjast eldhúsi. S tofa og e ldhús í op nu rými. Nýleg eldhúsinnr étting með keramikh elluborði o g háfi,flísa r á milli sk ápa. Falle gt parket, hvíttaður askur á g ólfi í stofu,eldh úsi og her b. Innbygg ður bílskú r 17,5fm Y firtakanleg t áhvílandi lán með 4 ,15@ vöx tum. Eignastýrin g Erlendur D avíðsson Lögg. fast eignasali elli@remax .is Opið Hús Opið hús Mánuda ginn 14 j úlí kl19-1 9.30 RE/MAX Eignastý ring - Sí ðumúli 7 - 105 Re ykjavík - Sími: 534 4040 - w ww.rema x.is 534 4040 Sölufulltrúar: Viðar Ingi Pétursson vip@365.is S. 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is S. 512 5441 NNUBLAÐ LANDSINS Fræðarinn sem trufl ar framliðna Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson hefur rannsakað loftsteina, fundið Pompei austursins og synt með sæljónum við Galapagos. Nú er hann fl uttur aftur heim í Stykkishólm eftir áratuga dvöl erlendis. Ofmetin meistarastykki Hvað er svona merkilegt við Mónu Lísu? Átti kvikmyndin Gladiator skilið að fá Óskarsverð- laun? Fréttablaðið forvitnaðist um ofmetnustu menningarstórvirkin. Menning Menning fylgir Fréttablaðinu á morgun. Svikin stóru – Ólympíuhugsjónin og stjórnmálin. Jón Baldvin skrifar um Brynju Benediktsdóttur. Art fart hátíðin. Hverjir eiga að spila í Tónlistarhúsinu? Myndskreytt ljóð Steins Steinarrs frá 1943. ÓSKAR BERGSSON ÆVIÁGRIP Óskar Bergsson fæddist hinn 20. september árið 1961. Foreldrar hans eru þau Bergur Óskarsson, sem nú er látinn, og Björg Hjálmarsdóttir. Óskar er giftur Jóhönnu Björnsdóttur grunnskólakennara. Saman eiga þau synina Björn Leví og Sigurð Darra. Óskar á auk þeirra þrjá syni af fyrra hjóna- bandi sínu með Margréti Óskarsdóttur, þá Andra, Hjálmar og Trausta. Eftir grunnskóla fór Óskar fyrst í Fjölbraut í Breiðholti en síðan í Iðnskól- ann þaðan sem hann lauk námi í húsasmíði. Nýlega útskrifaðist Óskar úr rekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Óskar starfaði sem húsasmiður á árunum 1983-89 og varð svo byggingarstjóri hjá Eykt frá 1989 til 1993. Því næst starfaði hann sem blaðamaður í tvö ár. Árið 1995 fékk hann svo starf sem verkefnisstjóri hjá Byggingardeild borgarverkfræðings. Þá var hann framkvæmdastjóri Lyngbergs – Kaffi Nauthóls samhliða náminu í Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur hann sinnt dagskrárgerð við sjónvarp og útvarp og unnið sjálfstætt við ýmis skipulags- og byggingarverkefni. Óskar hefur sinnt ýmsum félagsstörfum og stjórnmálastörfum. Hann var trúnaðarmaður á vinnustað sínum í þrjú ár frá 1986 og einnig í trún- aðarmannaráði trésmiða í tíu ár. Árið 1991 tók hann sæti í stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Ári síðar varð hann formaður félagsins en því embætti sinnti hann til ársins 1995. Hann hefur tvívegis setið sem varaborgarfulltrúi, í fyrra skiptið frá 1998 til 2002 og svo aftur frá 2006 og þar til hann tók við stöðu borgarfull- trúa við fráhvarf Björns Inga Hrafnssonar í janúar. Nú er hann formaður borgarráðs. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Þegar Óskar ætlaði að sýna Gulldrengjunum (æskuvinum sínum) hversu fallegan hest hann ætti þá datt hann af baki. Enginn af vinum hans trúir því þess vegna, að sögn, að hann sé í raun og veru hestamaður. HVAÐ SEGJA AÐRIR „Hann er fljótur að greina aðalatriðin, hann er góður að sjá leiki fram í tímann og setja upp heildarmynd. Hann er einstaklega skarpur í skipu- lagsmálum.“ Guðlaugur G. Sverrisson, formaður stjórnar Framsóknarflokksins í Reykja- vík. MAÐUR VIKUNNAR Glaðlynt náttúrubarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.