Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 18
18 16. ágúst 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Þá er lokið enn einu umsátrinu um Ráðhús Reykjavíkur. Setulið vopnað myndavélum og hljóðnemum situr enn og aftur um hvern útgang og inngang og hleypur upp um leið og lyfta opnast – „Er meirihlutinn sprunginn?!“ – lyfta lokast. Þeir allra hörðustu bíða í bílakjallar- anum og rýna í hvern þann bíl sem yfirgefur húsið. Er borgar- stjórinn kannski í skottinu? Svo er fundi lokið og húsvörður- inn opnar en BINGÓ! – fundar- herbergið er tómt. Allir horfnir. Samt sást enginn koma út. Ráðhúsið er margslungin bygging og þáttur þess flókna arkitektúrs í hræringum borgarstjórnar er stórlega vanmetinn. Eins og við munum öll var Ráðhúsið hannað í tíð Davíðs Oddssonar og þar fer jú maður sem sér langt fram í tímann; það kom sér vel í vikunni að á hverju fundarherbergi Ráðhússins eru fimm hurðir. Ein er opinber, önnur beint inn í lyftuna (og niður í bílakjallar- ann), sú þriðja niður neyðarstig- ann sem leiðir í undirgöngin upp í Valhöll, sú fjórða upp á Svörtuloft og síðan sú fimmta niður bruna- stigann. Hurð nr. 5 var mikið tekin í vikunni af alelda fulltrúum logandi flokks eftir að þeir höfðu brennt sig á samstarfinu við Ólaf F. Og hún reyndist vera besta útgönguleiðin. Blaðamenn höfðu af gamalli reynslu girt fyrir bílakjallarann, Valhallargöngin og stigann upp á Svörtuloft en klikkuðu á brunastiganum. Þeir vita af honum næst. Þeir hafa „lært sína lexíu“. Því gátu menn óhikað praktís- erað brunastigastjórnmál sín eftir að „rómverski keisarinn“, eins og djammborgarstjórinn var nefndur í Kastljósi í vikunni, hafði kveikt í kofanum með því að ráða mann með eldfimt nafn. Það er einhver hundadagarómantík yfir borgarstjóratíð Ólafs F. og við erum öll strax farin að sakna hans. Í framtíðinni verður hans minnst sem einhverskonar Jörundar sem sveiflaði keðjunni á börum borgarinnar þar til hún festist í ljósakrónu á Kaffibarn- um. Að minnsta kosti var þessum tveimur ævintýramönnum jafn kært um 19. öldina. Og þá fær Ólafur Fyrrverandi Magnússon sinn mikla minnisvarða á Laugavegi 4-6 sem mun um langa framtíð minna borgarbúa á keðjusumarið mikla. Hér sannaðist líka hið fornkveðna að stundum er veikasti hlekkurinn einmitt sá er keðjuna ber. Hanna Birna sannaði sig hér sem öflug slökkviliðskona og skipaði sínu liði faglega niður brunastigann á meðan hún talaði rólega við brennuvarginn og kóna hans og kom honum svo faglega fyrir í skottinu á borgarstjóra- bílnum. Loksins hefur Sjálfstæðis- flokkurinn fengið leiðtoga í höfuðborginni og satt að segja öndum við, öskrandi aðdáendur flokksins, bara nokkuð léttar. Sjötti arftaki sólkonungs á eftir að skína lengi. Þessi fyrsta leiksýn- ing stálkonunnar úr Hafnarfirði tókst með afbrigðum vel. Hanna Birna fór á kostum í aðalhlutverk- inu enda fékk hún Óskarinn fyrir. Sérstaklega var flott hvernig hún svaraði erfiðu spurningunni: Voru ekki mistök að fara með Ólafi F. á sínum tíma. „Nei nei, alls ekki. Hann var annar maður þá, nýkominn úr veikindaleyfi og því mun viðráðanlegri. Síðan kemur annar maður í ljós og þá er ekki lengur Villi hjá okkur til að halda þessu áfram.“ Óskarinn var afhentur síðla kvölds. Hann mætti brosandi til leiks, loksins kominn út undir bert loft eftir að hafa verið geymdur inni í glerskáp frá því í prófkjöri eins og hvert annað slökkvitæki. Þakkarræðurnar voru stuttar og engin stáltár felld en samningur sagður í bígerð, undir heitinu „Höldum áfram“. Höldum áfram að djamma? Höldum áfram að mynda nýja meirihluta? Nei. Höldum áfram að skemmta borgarbúum. Við þökkum fyrir það og hlökkum til að sjá hvað gerist eftir hlé. Og það byrjar strax með trukki: Það gleymdist óvart að tala við alla sem þurfti að tala við. Eins og svo oft áður var valdahungrið varkárni yfirsterkari. Þau höfðu víst ekki „lært sína lexíu“ til hlítar. Einu sinni sagði Hanna Birna að það væri búið að leysa REI-málið. En þá gleymdist bara að tala við Björn Inga. Svo stóð Hanna Birna að myndun nýs meirihluta í janúar. En þá gleymdist að tala við Margréti Sverris. Og nú mætir Hanna Birna og segist vera orðin borgarstjóri en þá gleymist að tala við Marsibil Sæmundar- dóttur. Fyrsta verk ennmeirihlut- ans verður því að brúa marsibilið sem strax hefur myndast á milli flokkanna tveggja. En síðan mun sannast hið nýkveðna að oft verður marsibil að meira bili… Ingibjörg Sólrún innleiddi á sínum tíma hugtakið samræðu- stjórnmál. Á þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í tvígang kynnt okkur hugtakið brunastigastjórnmál. Eins og nafnið gefur til kynna bera þau keim af neyðaraðgerð- um og miða fyrst og fremst að því að flokkurinn nái að bjarga eigin skinni. Slökkva fyrst og spyrja svo. Brunastigastjórnmál HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Borgarmál UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um sjávarútveg Núverandi kerfi hefur ekki byggt upp verðmesta stofninn, þorskinn, sem kveður þó á um í lögum um fisk- veiðistjórn að skuli vera markmið og tilgangur laganna. Við höfum aldrei veitt minna af þorski á Íslandsmiðum þrátt fyrir það atriði að farið hafi verið 90% að tillögum ráð- gjafar í því efni í tvo áratugi. Niðurskurður þorskveiðiheimilda er uppskera ríkisstjórnarinnar ásamt mótvægisaðgerðum sem komið hafa til sögu og kosta fjármuni, því ekki hefur tekist að byggja upp stofninn öll þessi ár. Menn eins og núverandi sjávarútvegsráðherra sem saka aðra þingmenn um bull ættu ef til vill að líta í eigin barm og skoða hvort sú aðferða- fræði sem verið er að vinna eftir þarfnist kannski endurskoðunar við eftir áratuga árangursleysið. Jafnframt væri ekki úr vegi að líta á alla þá hina fjölmörgu annmarka kerfis sjávarútvegs sem meðal annars mismunar sjómönnum aðgöngu að atvinnu við sjávarútveg en þar hafa íslensk stjórnvöld mátt vera skrifuð á spjöld sögunnar með mannréttinda- brot á herðum frá alþjóðastofnunum. Eru lögin kannski „bull“ þar sem segir að fiskimiðin séu sameign, svo ekki sé minnst á að tryggja atvinnu og byggð í landinu? Hvorki traust atvinna né uppbygg- ing byggða í landinu er það sem kvóta- kerfi sjávarútvegs hefur haft í för með sér, heldur nákvæmlega hið gagn- stæða eftir að frjálst framsal var leitt í lög á Alþingi Íslendinga. Skuldsetning núverandi aðila í atvinnugrein- inni er ekkert öðruvísi en fyrir tíma þess kerfis sem nú er við lýði. Skuldum er því aðeins sópað undir teppið með öðrum hætti en áður var, og birtist nú landsmönnum öllum, í efnahagsum- hverfi einnar þjóðar og gengi krónunnar þar sem haldið er einu sinni enn verndarhendi yfir útflutn- ingsafkomu útgerðarfyrirtækja í hinu afar óhag- kvæma skipulagi, fyrir land og þjóð. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Hvar er árangur af fiskveiðstjórn? GRÉTAR MAR JÓNSSON Dýrt spaug Kostnaður almennings við hina eilífu hringavitleysu í Ráðhúsi Reykjavíkur rís með hverri vikunni sem líður. Fyrir utan dýrmætar vinnustundir kjörinna fulltrúa sem sóað er í baktjaldamakk og skipulagsvinnu sem fer í súginn þegar tillögum er hent við tíð meiri- hlutaskipti, fjölgar þeim óðum sem þiggja bið- laun eftir óvænt starfs- lok. Ekki er nóg með að þrír borgarstjórar hafi þegið eða muni þiggja þriggja og sex mánaða biðlaun – þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Dagur B. Eggertsson og Ólafur F. Magnússon – heldur hafa aðstoðar- mennirnir Jón Kristinn Snæhólm, Guðmundur Steingrímsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir einnig átt rétt á biðlaunum. Halda áfram eða snúa við? Slagorð nýja meirihlutans, „Höldum áfram“, virðist sótt beint í smiðju yfirboðara Óskars Bergssonar, enda óneitanlega keimlíkt slagorði Fram- sóknarflokksins fyrir síðustu Alþing- iskosningar: „Árangur áfram – ekkert stopp“. Það má hins vegar spyrja sig hversu heppilegt þetta slagorð er í ljósi ástandsins í borgarmálum síðustu misseri. Líklega finnst fáum góð hugmynd að halda því áfram sem gengið hefur á í Ráðhúsinu að undanförnu. Betra slagorð hefði ef til vill verið „Snúum við“. Toppteymi Það virðist í það minnsta ljóst að nýráðinn upplýsingamógúll Ráðhúss- ins, Gunnar Smári Egilsson, hefur ekki komið að smíði hins dapra frasa. Fyrst ákveðið hefur verið að halda honum við störf hefur hann hins vegar nægan tíma til að kokka upp nýjan, jafnvel í samráði við Stuðmanninn Jakob Frímann, sem hefur reynslu af textasmíði og heldur einnig starfi sínu sem miðborgar- stjóri. stigur@ frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Frá Ísaksskóla Vegna mikillar aðsóknar höfum við ákveðið að bæta við einum 5 ára bekk. þar eru nokkur pláss laus. Uppl. og umsóknir á heimasíðu skólans eða í síma: 8931440 – 6984818 – 7702223 S jálfstæðismenn tóku mikla áhættu er þeir mynduðu meiri- hluta með Ólafi F. Magnússyni, enda naut hann frá upp- hafi lítilla vinsælda og sífellt minni eftir því sem á leið. Frá fór tiltölulega vinsæll meirihluti Tjarnarkvartettsins undir glæsilegri forystu Dags B. Eggertssonar sem borgar- stjóra. Sá meirihluti varð aftur til við hinar undarlegustu kring- umstæður og vitaskuld reyndi aldrei mikið á hann, þennan stutta valdatíma. Sjálfstæðismenn hafa í tilefni af myndun nýs meirihluta lýst því yfir að þeir hafi sjálfir aldrei viljað slíta hinum fyrsta, en stað- reyndin er auðvitað sú að ansi margt hafði gengið á áður en til þess kom, sem varð meðal annars tilefni sérstaks fundar borgarfulltrúa flokksins með formanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni – án oddvitans, auk þess sem óútskýrt samskiptaleysi á örlagastundu milli flokka varð til þess að slit á meiri hlutanum, sem vel hefði mátt koma í veg fyrir, urðu því miður ekki umflúin. Það er stórt skref fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú að slíta meirihluta. Ekki skal dregið í efa að slíkt hafi verið nauðsynlegt, enda hefur ástandið síðustu vikur og mánuði ekki farið framhjá neinum. Óskar Bergsson var í þessu ljósi í heldur snúinni stöðu og lítt öfundsverðri sem nýr oddviti Framsóknarflokksins. Félagar hans í minnihluta Tjarnarkvartettsins höfðu lítið gert með sjónarmið hans í stórum og umdeildum málum eins og skipulagsmálum miðborgar og Bitru- virkjun, sem margir telja þjóðhagslega nauðsynlegt að ráðast í án frekari tafa. Eflaust hefur það vegið þungt þegar tækifæri bauðst til að endurnýja meirihlutann og hrinda brýnum stefnumálum í framkvæmd, en ekki síður opinber og ákafur stuðningur formanns Framsóknarflokksins við slíkt samstarf og sömuleiðis sú stað- reynd að stjórnarkreppa blasti við að öðrum kosti, þar sem enginn treysti sér til að mynda meirihluta með Ólaf F. Magnússon innan- borðs. Oddvitar Samfylkingar og Vinstri grænna höfðu einnig lýst því yfir að þeir hygðust ekki leysa sjálfstæðismenn úr þeirri snöru sem þeir hefðu sjálfir komið sér í. Það var skiljanleg afstaða út frá pólitísku stöðumati og því sem á undan hefur gengið, en ekki endilega ábyrg afstaða út frá hagsmunum borgarbúa. Þau munu þó bæði vafalaust njóta sín í stjórnarandstöðu og eiga mikla mögu- leika á að ná aftur vopnum sínum fyrir og eftir kosningar. Óskar Bergsson og Framsóknarflokkurinn hafa að sönnu ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum. Hann verður sakaður um að vera „hækja Íhaldsins“ og þarf því að sýna kjósendum fyrir hvað hann stendur. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf að sameina hóp að baki sér, sem hefur virst ósamstilltur, en þráir vafalaust að hríðinni sloti svo unnt sé að snúa sér að daglegum verkefnum. Hún getur orðið glæsilegur borgarstjóri. Verða afleiðingarnar einhverjar fyrir samstarfið í ríkisstjórn? Svarið er já og nei. Ríkisstjórnin hefur sterkan meirihluta og stjórn- arandstaðan hefur ekki enn náð sér á strik þrátt fyrir kjöraðstæð- ur. En valdahlutföllin hafa nú breyst. Þegar Tjarnarkvartettinn tók við í borginni varð ákveðin breyting á landslagi stjórnmálanna og Samfylkingin var orðin helsti gerandi. Það líkaði sjálfstæðismönn- um illa og þeir telja eflaust að nú hafi þeir með nokkrum hætti náð vopnum sínum. Að sama skapi hlýtur sú spurning að vakna hvort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi beitt áhrifum sínum í borginni með það að markmiði að ná fram sama stjórnarmynstri í ríkisstjórn, jafnvel með aðkomu þingmanna Frjálslyndra? Var það hugmyndin? Enn er sviptingasamt í borgarstjórn Reykjavíkur. Hvað svo? BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.